Henging í fyrramálið

Jæja, nú á aftur að fara að hengja í Írak. Svo segir í frétt Mbl.is

Ramadan, sem var einn af meðsakborningum Saddams Husseins, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína þegar 148 írösk yfirvöld drápu 148 sjíta á níunda áratug síðustu aldar.

En hvað varð um hin 147 írösku yfirvöldin?

En án útúrsnúnings, þá lýsi ég frati á þetta. Hvaða hengingaárátta er þetta eiginlega? Væri ekki nær að látann dúsa í Abu Graib við vatn og brauð. Yrði það ekki betri refsing?

En annars skil ég Íraka vel, að vilja jafna sakirnar við svona kauða. En er henging virkilega rétta lausnin?


mbl.is Fyrrum varaforseti Íraks og samstarfsmaður Saddams Husseins verður hengdur í dögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki sagt að henging sé einhver lausn eða refsing. EN ef að honum er haldið í fangelsi er þá ekki mikill möguleiki að einhverjir brjálæðingar myndu reyna að frelsa hann með einhverjum kúnstum, m.a að taka saklausa borgara til fanga og myrða þá ef ekki yrði farið að þeirra kröfum? Að sömu ástæðu var ég á móti því að hengja Hussein en samt fannst það skárri lausn.

Davíð Hafstein (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Sigurjón N. Jónsson

Það verður að fá að refsa fólki í frjálsum löndum ef það hefur brotið þau landslög.  Við ráðum þessu ekki og þetta fólk er búið að brjóta alvarlega af sér með svona glæpum.

Sigurjón N. Jónsson, 20.3.2007 kl. 00:14

3 Smámynd: Snorri Bergz

Hening er að vísu opinber aftökuaðferð á þessu svæði. En væri ekki nóg að skjóta kallinn, ef það þarf að taka hann af lífi? Þetta gæti verið olía á eldinn?

Snorri Bergz, 20.3.2007 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband