Chirac hvatti Ísrael til að ráðast á Sýrland

Sl. sumar, þegar stríðið í Líbanon átti sér stað, hvatti Chirac víst Ísraelsmenn til að ráðast á Sýrland og koma Assad-stjórninni frá völdum. Hét hann fullum stuðningi við stríðið.

Frakkar hafa löngum talið Líbanon (og Sýrland) á sínu áhrifasvæði, enda fyrrum nýlenduherrar þar. Áhrif Sýrlendinga í Líbanon (og morðið á Rafik Hariri, fyrrv. forsætisráðherra, mun víst hafa farið illa í Chirac gamla.

En skemmtilegar pælingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Franska minnisleysið!!! Segjum nú að Ísraelsmenn hefðu farið að ráði ChiChis. Ég er ekki eitt augnablik í vafa um að hann hefið opinberlega gleymt öllu um slík ráð ef úr hefði orðið.

Ég sé líka fyrir mér aðvaranir til Ísraelsmanna frá tryggari "vinum" um ekki að treysta um of á frönsku júdasarkossana.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.3.2007 kl. 20:08

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Komment á nýju myndina af þér, eftir að þú hættir að vera Simpson. Þú ert alveg eins og góður vinur minn Elon C. af ætt Davíðs. Er myndin frá því fyrir eða eftir megrunaráttakið, sem ég las um nýverið.  Ertu þarna á ruslahaugi kommúnismans í nágrenni heilsuhælisins?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.3.2007 kl. 20:13

3 Smámynd: Snorri Bergz

mátti ekki vera að neinu átaki. Þessi mynd er frá úthverfi Belgrað, 2005.

Snorri Bergz, 18.3.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband