Stórir strákar fá raflost

rafmagnÞetta kemur ekki á óvart. Fyrir okkur, sem höfum búið í Bandaríkjunum, er þessi frétt ágætis upprifjun.

Að mínum dómi er rafmagnskerfið í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi í miklum ólestri. Þá er ég að tala um innstungur og afleiður, þ.e. tengingar, rafmagnstól og þess háttar.

Við í nútímavæddri Evrópu höfum, að ég held, miklu betra system en engil-saxnesku löndin og rafmagnsáhrifasvæði Rússlands, t.d. Ég hef einnig búið í Englandi, og fannst kerfið þar verulega "shaky", og ekki var þetta betra í Rússlandi, en ég hef tvisvar dvalið þar um tíma.

Af þessum ástæðum er varhugavert fyrir t.d. Íslendinga að kaupa rafmagnsvörur, sem gerðar eru fyrir t.d. Bandaríkin og Bretland, og flytja hingað heim. Það býður hættunni heim.

Og verðandi þessa blessuðu varnaliðslampa: á haugana með þá.


mbl.is Hættulegir lampar innkallaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband