Baugsmiðlar og mafíubissness

c_serstakttilbodÞað er þekkt, bæði úr raunveruleikanum og bíóinu, að mafía eða "gengi" kúga verslunareigendur til að borga þeim verndarfé, svo ekki verði "slys" eða "óvænt skemmdarverk". Þetta er m.a. þekkt frá The Sopranos, Police Academy 2, og ýmsum mafíumyndum.

En hér eru aðstæður öðruvísi. Hér virðist það vera smásölufyrirtæki sem kúgi heildsala til að borga sér "verndarfé" - annað hvort með ríkulegum magnafslætti eða öðrum hætti. Fallist þeir ekki á "tilboð" smásölurisanna, flytja þeir umræddan varning inn sjálfir og heildsalinn fer á hausinn. Svo einfalt er það. Hér gæti því verið um einhvers konar fjárkúgun að ræða.

Ég rakst á blogg Gylfa norðanmanns áðan, fyrir milligöngu Péturs hux, þar sem segir frá því, að Baugur (nánast) kúgi fé af heildsölum með því, að krefjast þess að þeir auglýsi í blöðum Baugs til að fá gott hillupláss í markaðsráðandi smásöluverslunum Baugs. Gylfi segir í framhaldinu:

Einhliða kröfugerðum Baugsmanna í krafti markaðshlutdeildar er fylgt eftir með hótunum um samningsslit, lakari framsetningu eða breytingu á álagningu og söluhraða.  Auðvitað notar maður stærðarstyrk við samningsgerð en það sem skilur Baugsmenn að frá öðrum er fáránleg markaðshlutdeild sem sjálfkrafa stillir heildsölum og framleiðendum uppvið vegg og gerir samningsstöðu þeirra óþolandi.   Þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að reyna að segja lengi, vægi þeirra er of mikið og það litar auðvitað verðmyndun þegar heildsalinn þarf að borga fjölmiðlum Baugsmanna milljónir til að kaupa hillupláss.  Mér er ekki sama um okkar viðskiptaumhverfi og þessi þróun er afturför sem býður uppá spillingu og misnotkun.  Það versta er að heildsalar steinhalda kjafti því þeir þora ekki öðru, vilji þeir ekki missa af helming íslensks matvörumarkaðar á einu bretti.

baugsfylkinginSé þetta rétt, er mér gjörsamlega misboðið. Ég hef verið frekar jákvæður í garð Baugs í hinu svonefnda "Baugsmáli", en nú fara að renna á mann tvær eða fleiri grímur. Getur verið, að þetta annars ágæta fyrirtæki sé rekið með þessum hætti?

Og til að kóróna allt, hefur einn stjórnmálaflokkur tekið að sér að verja þetta batterí á Alþingi og fær vísast í staðinn betri aðgang og góða umfjöllun í þessum sömu Baugsmiðlum -- a.m.k. hefur manni þótt Baugsfylkingarmenn vera þar áberandi og fá jákvæðari meðhöndlun en aðrir flokkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta hefur lengi verið á ferðinni mili manna en ekki hefur enn tekist, að fá þetta staðfest af heildsölum. 

Ætli þetta sé einn angi þess, sem fyrrum forsætisráðherra okkar Davíð Oddsson meinti, þegar hann talaði um offurvald fárra á markaðinum?

En á meðan ekki fæst kyrfilega staðfestur þessi orðrómur, verður hann áfram akkurat það, --orðrómur.

Settu þig í spor einhvers, sem er að reka fyrirtæki í innflutningi, framleiðslu eða einhverju öðru, sem byggir á sölu í smásöluverslunum.  Væri vogandi, að missa þann kúnna, sem ræður yfir stórum hluta þess, sem í daglegu tali nefnist MARKAÐUR?

 Þegar svo er komið, að ísköld fákeppni er komin á, verður orðið ,,markaður" gersamlega meiningalaust og verður jafnvel háðsyrði.

Kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.3.2007 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband