Skapar fegurðin hamingjuna?

Enn og aftur les maður um, að fræga og fína fólkið er ekkert hamingjusamara svosem en við hin. AÐ vísu er þannig, að sá hluti þotuliðsins í Hollywood, sem er í raun hamingjusamur eða svogott sem, kemur ekki í fréttum. SLíkt þykir ekki fréttnæmt, en reyndin er að þúsundir þekktra leikara, söngvara og viðskiptajöfra í USA lifir nánast eðlilegu lífi og berst tiltölulega lítið á. Slíkt fólk fær litla umfjöllun og kærir sig vísast ekki um hana.

En síðan kemur, að kvikmyndaverin í Hollywood sækjast mest eftir að ráða þá leikara, sem mest eru í sviðsljósinu. Niðurstaðan er, að það fólk sem lifir óheilbrigðu lífi eða baðar sig í sviðsljósinu fær mest að gera, býst ég við, en það á hinn bóginn virðist lifa innantímu og gleðisnauðu lífi, sem kallar á ofnotkun vímuefna eða annað vafasamt atferli.

En ég held, að þetta sé allt saman hjóm og eftirsókn eftir vindi. Peningar skapa ekki hamingju, ekki frekar en fegurðin. Peningar eru afl þeirra hluta sem gjöra skal, en þeir skapa ekki hamingju per se. Frekar hafa þeir, ef miðað er við söguna, skapað óhamingju, ef þeir hafa komið í of miklu magni.


mbl.is Pitt vill fita Jolie
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband