Kratar í tímahraki

baugsfylkinginÉg kaupi ekki þessar skýringar. Sjálfstæðismenn skipulögðu landsfund sinn sl. sumar og höfðu þá tekið frá þessa helgi. En síðan kemur Samfylkingin fram, með skömmum fyrirvara að því að virðist, og setur eigin landsfund ofaní landsfund Sjálfstæðisflokksins.

Og engin önnur helgi laus? Hvað með einhverja af síðustu helgum? Voru þær ekki lausar, þegar Samfó kíkti á dagatalið fyrir einhverjum mánuðum síðan? Eða gleymdist að skipuleggja landsfundinn með nægjanlegum fyrirvara?

En hafa ber í huga, að sl. helgi voru Vinstri grænar með landsfund, þar sem femínismi var inntakið. Og auðvitað setja kratarnir stórfund femínistadeildar flokksins þar beint ofaní.

Greinilegt er, að Samfó er í kynningarvandræðum.

1. Kratarnir reyna að draga úr athygli fjölmiðla á landsfundum annarra, með því að standa fyrir uppákomum á sama tíma.

2. Kratarnir fatta ekki, að femínistadeildarfundur Samfó vekur minni athygli en landsfundur VG, og að landsfundur Samfó vekur minni athygli en landsfundur Sjálfstæðisflokksins - stærðarinnar vegna.

Því langar mig að spyrja: er þetta sniðugt "PR-múf" hjá Samfó, eða hræðileg "PR-mistök"?


mbl.is „Var eina helgin sem var laus"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband