Innrás í Íran?

180px-Flag_of_Taliban_svgHvaða heilvita manni dettur það í hug? Innrás í Íran? Það yrði meiri hörmungin. En ef menn hafa á annað borð í hyggju að reita einhverjar fjaðrir af klerkastjórninni í Íran, yrðu staðbundnar loftárásir, eða árásir með tomahawk eða slíkum flaugum fyrir valinu. En árásum USA á Íran, yrði nær ábyggilega svarað með árásum Hizb'Allah á Ísrael, en Hizballar hafa nú á síðustu misserum verið að byggja upp öflugt vopnabúr rétt norður af gæslusvæði UNIFIL. Í öllu falli myndi árás á Íran leiða til stríðs í Miðausturlöndum - og þá í víðara samhengi en bara hvað snertir Íran.


mbl.is Sarkozy andvígur hernaðaraðgerðurm gegn Írönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það séu nú ansi margir sem að gera sér grein fyrir því að G.W.Bush sé ekki með fullu viti og miðað við það hvernig staðið var að árásinni inní Írak að þá eru fleiri í US & a ekki með viti. En ég tel að Sameinuðu þjóðirnar myndu aldrei samþykkja innrás inní Íran. Slík innrás myndi vera hrein hörmung og jafnframt upphafið af einhverju ennþá meiru.

-------------------------------------------------
Ég er búinn að vera að lesa bloggið hjá þér í nokkurn tíma og hef haft mjög gaman af ýmsu sem að þú setur inn og það var gaman að fylgjast með þér á skákmótinu í Prag en það var um það leiti sem að ég byrjaði að lesa það. Vonandi gengur annars allt vel hjá þér.

Bestu kveðjur Davíð "Sesar" Hafstein (sonur Jóhanns Sesars  )

Davíð (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband