Stjórnmálaskoðanir mínar

drawJæja, Björn Ingi Hrafnsson og Hjörtur J. Guðmundsson hafa verið að benda fólki á að tékka á pólítískum skoðunum sínum, eða pólítískri flokkun frekar. Ég tók þetta próf, sem Hjörtur bendir til viðbótar við þetta langa sem Bingi nefnir. Niðurstaðan er til vinstri. Ég hélt reyndar að ég væri íhaldssamari, en er þetta ekki bara ágætt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þetta telst nú varla langt til vinstri er það?
En hafðu í huga að hugmyndir okkar annarsvegar og Bandaríkjamanna hins vegear um vinstri eru gjörólíkar.  Hægri menn á Íslandi eru sjaldan meira en jafnaðarmenn á þeirra mælikvarða. Það eru ekki nema örfáir hægri menn á Íslandi, sbr. t.d. Hannes Hólmstein sem komast vel til hægri á Bandaríska vísu.

Baldvin Jónsson, 26.2.2007 kl. 16:19

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ég held nú að Hannes sé á svipuðum slóðum, hann kallaði sig nú sjálfur frjálslyndur íhaldsmaður.

EN ef þú vilt íslenska útgáfu, prófaðu þá þessa: http://www.uf.is/?gluggi=texti&nafn=quiz

Snorri Bergz, 26.2.2007 kl. 16:51

3 identicon

Jæja, ég sem hélt að ég væri orðinn hægrisinnaðri eftir Kaupþingsveruna, þetta er ákveðinn léttir...

Verst bara að það er enginn flokkur af viti sem representar þetta...

Halldór Brynjar Halldórsson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 22:22

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Baldvin: Ég telst þá væntanlega til undantekninga ásamt Hannesi? ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.2.2007 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband