Battlefield Stalingrad og Hafnarfjörður

khazJæja, var að horfa á Battlefield Stalingrad, einn af þáttunum í frábærri þáttaröð Discovery Channel um seinna stríðið. Á orðið nokkuð safn af þessum þáttum.

Stalingrad, nú held ég Volgograd aftur, liggur á afar hernaðarlega mikilvægu svæði, norðan Kaspíahafs, á bökkum Volgu, mesta fljóts Evrópu. Þar stóð forðum virki Khazara, fyrsta heimsveldisins á þessu svæði, en síðar stóð þar Tsaritsyn, mikilvægasta borg Rússa á þessu svæði norðan Kaspíahafs - haf Khazera. Þar voru bækistöðvar uppreisnarliðs hvítliða í rússneska borgarastríðinu, einskonar bráðabirgðahöfuðstaður, þar sem hvítliðaforinginn Deníkín sat. Síðan varð borgin kölluð Stalíngrad, eftir foringjanum mikla. Það var í þessari borg, sem úrslit seinna stríðs voru ráðin. Eftir hrakfarir Þjóðverjar þar, var stríðinu nánast lokið, eða amk áttu Þjóðverjar sér ekki viðreisnar von eftir það.

Nú er hins vegar barist um annan hernaðarlega mikilvægan stað, Hafnarfjörð, eða Kratagrad. Þar stendur til að stækka álverið í Straumsvík, með gríðarlegum fjárhagslegum arði fyrir hið skuldsetta bæjarfélag, en á móti standa umhverfisverndarsinnar, sem af ástæðum, sem sumar "meika sens" en aðrar ekki, vilja hindra stækkun og á endanum loka verksmiðjunni c.a. 2024, enda sé út úr korti að hafa verksmiðju inni í miðju bæjarfélagi.

En setjum málið upp þannig, að ef stækkun álversins verði samþykkt í atkvæðagreiðslu bæjarbúa, er ljóst, að "stríð" umhverfisverndarsinna býður mikinn hnekki, en álverssinnar og aðrir þeir, sem telja afkomu bæjarbúa og fyrirtækja þar skipta meira máli en t.d. sjón- og e.t.v önnur mengun af álverinu, munu fagna.

Einnig ber að hafa í huga, að Samfylkingin virðist mjög alvarlega klofin í málinu, en hún er við stjórn bæjarins. Sjálfstæðis- og þessir nokkru framsóknarmenn eru vísast hliðhollir stækkun, en VG á móti og hafa Vinstri grænar nú lagt mikið undir, og sett stórskotaliðið, Ögmund Jónasson og Guðfríði Lilju, í tvö efstu sætin í Kragakjördæminu. Kosningin um álverið í Straumsvík er því hugsanlega upphitun fyrir kosningarnar í Kraganum og mun vísast hafa mikil áhrif á gengi VG þar, á hvorn veginn sem fer.

 


mbl.is Athugasemdir gerðar við málflutning Hags í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki verið að tala um að það gæti komið til lokunar 2014 því þá rennur raforkusamningurinn út.

Hulda (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 12:16

2 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Jú það er rétt, raforkusamningurinn rennur út 2014 og allt mjög óvíst eftir það.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 26.2.2007 kl. 12:47

3 Smámynd: Snorri Bergz

Ég las þetta með skuldsetta sveitarfélagið hér á blogginu, hef líka heyrt það í fjölmiðlum. En ekkert skrítið við það svosem, eftir gríðarlegar framkvæmdir sl. árin. Þar að auki er Hfj ábyggilega ekki skuldsetnari en flest önnur sveitarfélög.

Amm, VG munu tapa massívt út af þessari nýkomúnísku netlöggutillögu Steingríms.

En ert þú ekki hlynntur stækkun álvers Benni?

Snorri Bergz, 26.2.2007 kl. 15:17

4 Smámynd: Snorri Bergz

Jæja, þá hlýturðu að kjósa á móti álveri. Þú ert vanur að kjósa rangt!  En sjáumst við ekki hressir á föstudagskvöldið Benni?

Snorri Bergz, 26.2.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband