Lítt marktæk skoðanakönnun

Merkilegt er það nú, hversu fáir virðast vera tilbúnir að tilkynna fyrirspyrjendum í síma, hvaða flokk þeir ætli að kjósa í komandi kosningum. Meiri hlutinn virðist, samkvæmt þessu, ekki enn hafa tekið endanlega afstöðu, eða a.m.k. neita að láta neitt í ljós. Mig grunar reyndar, að hluti þessa hóps hafi tekið afstöðu, en ákveði að þykjast enn vera á báðum áttum. Annað væri ótrúlegt.

althingiEngu að síður má ráða af þessu, að Sjálfstæðisflokkur sé nokkuð stöðugur með fylgi frá 35-40%, ef miða má við síðustu skoðanakannanir, með eilitla fylgisaukningu frá kosningunum 2003 og vísast einn þingmann í gróða. Samfylking tapar fylgi frá kosningum og missir c.a. 3-5 þingmenn, eftir því hvaða könnun á í hlut. Vinstri grænar bæta við sig miklu fylgi og eru jafnháar Samfylkingu, báðir flokkar með 15 þingmenn. Frjálslyndir sitja í sama fari og í síðustu kosningum og virðist nú hin óeðlilega fylgisaukning þeirra í könnunum fyrir jól hafa skilað sér til baka til Framsóknar, sem bætir við sig um það bil sama fylgi og Frjálslyndir týndu á síðustu vikum. En varla geta framsóknarmenn verið sáttir við 5 þingmenn og 8,8% fylgi. Mig grunar þó, að þeir eigi eftir að bæta aðeins við sig, vísast á kostnað annars sósíalistaflokksins.

Samkvæmt þessu er stjórnin fallin, eins og búast mátti við. En jafn ljóst er, að sósíalistaflokkarnir tveir ná ekki meiri hluta, og yrðu að treysta á frjálslyndar hækjur til stjórnarmyndunar, en það hafa þeir báðir aftekið og borið við meintum rasískum fantasíum frjálslyndra hvað það snertir.

Ef niðurstöður þingkosninganna í vor verða með þessum hætti má ætla, að nú sér spurningin aðeins sú, hvaða "hækju" Sjálfstæðisflokkurinn kýs að styðjast við í næstu stjórnarmyndun?


mbl.is Fylgi VG og Samfylkingar mælist álíka mikið í nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband