Manni er algjörlega misboðið

logganJá, hér eru mörg lögbrot, en löggan grípur þetta hyski einn, tveir og þrír, og stingur þeim inn. Og lætur menn jafnvel heyra það óþvegið fyrir þann alvarlega glæp, að vera af öðrum húðlit, en flestir Íslendingar. Ég sagði hér áðan sögu, miður fallega. Og fleiri hafa sagt slíkar sögur hér á blogginu. Mér er ofboðið. Ég er löggunni afar þakklátur fyrir að verja mann fyrir vondu köllunum. En ég skil ekki hvað þarf að verja mann svona fyrir húðlituðum Íslendingum?

Spurning hvort Stefán Eiríksson þurfi ekki að fara að senda strákana sína á einhver námskeið?

 


mbl.is Færeyingar haga sér manna best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

En manni er samt verulega brugðið.

Snorri Bergz, 24.2.2007 kl. 19:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þarf ekki húðlit til, heldur bara að hafa komið sér út úr húsi hja löggunni.  Ég þekki mörg dæmi um slikt.  Vegna þess að viðkomandi var á skrá hjá löggunni fyrir neyslu og afbrot.  Þá var hann "réttlaus" og löggann mátti gera hvað sem var.  Það eru víðar löggur í Rambóleik en í henni Reykjavík.  En nóta bene, svona Rambóleikir hættu mjög snögglega þegar skipt var um sýslumann furðulegt nokk. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2007 kl. 19:08

3 Smámynd: halkatla

það var illa komið fram við vin þinn í sögunni. maður skammast sín fyrir hönd þeirra lögreglumanna sem eru heiðursmenn og myndu aldrei haga sér svona.

halkatla, 25.2.2007 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband