Vegir liggja til allra átta

Jæja, nú virðist vorið vera farið að gægjast út um glugga sinn hér sunnan- og suðvestanlands, en vetur konungur enn við völd fyrir norðan. Og Kári í vígamóð víða.

Ég er nú ekki eldri en svo, að ég man þá "gömlu góðu" daga, þegar hér var allt á kafi í snjó a.m.k. vel fram í mars og þótti það tíðindi, ef snjóa leysti fyrr. En maður hefur ekki séð hérna almennilegan snjó í mörg herrans ár. Í gamla daga voru snjóskaflar út um alla borg, og úr þeim gátum við strákarnir byggt okkur snjóhús með því að grafa í þá. Slíkt er allt löngu hætt. Í mesta falli verða til sérútbúnir skaflar, sem gröfur búa til, og þeir standa yfirleitt ekki lengi.

En maður veltir fyrir sér, af hverju landið skiptist eins mikið í ólík veðurkerfi og raun ber vitni? Hvers vegna er gjörólíkt veður sunnanlands og austan? Ekki er nú langt á milli Borgarness og Akureyrar. Hvers vegna er veðurfarið svona ólíkt á milli þessara staða?

Bara smá pælingar. Kannski Einar Sveinbjörnsson geti svarað þessu?


mbl.is Austan- og norðaustanátt á landinu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Voðalega ertu orðinn gamall :)

Birgir Þór Bragason, 20.2.2007 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband