Göngum sem fyrst í Evrópusambandið!

Árið 2004 lifðu 16% íbúa ESB undir fátækramörkum sem er skilgreint sem 60% af meðaltekjum viðkomandi lands.

Við gætum jafnvel náð þessum 16% á nokkrum árum, aukið hér fátækt, atvinnuleysi og skattheimtu, svo nokkuð sé nefnt. Það eina sem þarf að gera er að kjósa Samfylkinguna til valda. Við gætum síðan rústað endanlega sjávarbyggðunum við landið og reist hér tugi barnaheimila fyrir fátæk börn, eins og gert var í Rússía og Alþýðublaðið dásamaði svo forðum.

Þá eru börn líklegri en aðrir að verða fátæktinni að bráð en 19% barna í ESB lifa undir fátæktarmörkum.

Já, þetta gæti líka tekist á nokkrum árum, eða jafnvel fyrr. Já, þetta er fagurt fyrirmyndarríki, hið nýja Sovét, sem kratarnir vilja leiða okkur inn í.

Já, endilega göngum barasta í ESB...það er sennilega stysta leiðin til að gera Íslendinga fátæka að nýju. Er það ekki það sem við viljum, eða öllu heldur sumir vilja?


mbl.is Einn af hverjum sex Evrópumönnum býr undir fátæktarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Nei, þessi ríkistjórn þarf sko enga hjálp frá Evrópu til að auka skattheimtu - enda hefur ríkistjórning hér aukið skattheimtu mest af öllum löndum innan OECD á síðastliðnum 10 árum. (skv OECD)

Ótrúlegt samt hvernig þú heldur að meðaltöl séu smitandi í Evrópusambandinu, og það alla leið frá Rúmeníu, Búlgaríu og Póllandi! ESB er með mjög göfugt markmið að hjálpa austur evrópu að brjótast út úr fátæktinni sem kommunistminn skapaði þar, og því mjög sorglegt að sjá fólk vera að nota það sem rök gegn aðild að sambandinu.

Kratarnir leiddu okkur inn í EES, sem varð til þess að það varð til frjáls markaður hér á landi - þessvegna er samlíking þín við sóvíet bara hlægilegt rugl. Án tilskipana ESB um hvernig viðskiptaumhverfið átti að vera hérna á landi værum við komin mun styttra inn í það nútíma hagkerfi sem við búum við í dag.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 19.2.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Snorri Bergz

Þá voru um 9-10% íbúa í Svíþjóð og Tékklandi undir fátæktarmörkum ...Þá eru börn líklegri en aðrir að verða fátæktinni að bráð ... Í Lúxembourg er hlutfallið 3% en í Bretlandi og Búlgaríu er hlutfallið 14% eða meira.

Eigum við þá ekki t.d. að hjálpa Svíum og Bretum, þar sem ástandið er greinilega mjög alvarlegt?

En gaman að þetta skuli koma við kaunin á ESB-sinnum.

Snorri Bergz, 19.2.2007 kl. 20:44

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

auðvitað fer það í taugarnar á manni þegar fjölmiðill lætur skoðanir sínar hafa svona mikil áhrif á fréttamennsku sína. Mogginn segir ekki einusinni frá því þegar fréttamaður ársins er valinn, bara útaf því að hann var að skrifa pistla um Evrópusambandið - enda er þægilegra að loka augunum og vera með óvandða sleggjudóma en að hugsa um hlutina.

Þegar bent er á meðaltöl sem ástæður fyrir því að ganga inn í ESB, þá verður maður bara pirraður - því meðalhiti hér mun ekki hækka við inngöngu frekar en atvinnuleysi eða fátækt. Fátækt barna hér er t.d. mun hærri heldur en í mörgum ESB löndum.. og því ekki við það bætandi.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 19.2.2007 kl. 21:09

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Skattarhækkað mest? skattinnheimtan hefur hækkað mest. Skattprósentan hefur lækkað. ÞEtta eru tveir ólíkir hlutir sem vinstri menn hafa mjög gjarnan ruglað saman viljandi því þeir vilja alsekki viðurkenna að hérna sé allt miklu betra heldur en annarstaðar. Þegar atvinnuleysið fer undir 1% þá er það náttúrulega háalvarlegt því þá gætu kannski allir haft það gott og ekki kosið ruglaða krata.

Fannar frá Rifi, 19.2.2007 kl. 21:09

5 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Vinstri mennirnir í OECD? Þótt að skattprósentan lækki um prósent, þá lækka ekkert heildar skattar því persónuaflátturinn hefur ekki fylgt verðlagsþróun. Þannig er alltaf skattlagt meira og meira af laununum manns, þótt hækki aðeins til að halda í verðbólguna. Þessvegna er fólk alltaf að borgar alltaf meira af laununum sínum í skatt - því stærra hlutfall af laununum þeirra er skattlagður.

Þetta er skatt-kerfi, ekki bara einföld skatt-prósenta. Það skilja þessir rugluðu kratar, enda er þetta skattakerfið sem Jón Baldvin bjó til.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 19.2.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband