Áfall fyrir íslenskan handknattleik!

Maður fékk auðvitað vægt áfall við að lesa Moggann í morgun. Þar las ég m.a. á bls. 2 í íþróttablaðinu um úrslit í þýsku bundesligunni í handbolta. Þar segir m.a.

Alexander Petersson átti fínan leik með Grosswallstadt og skoraði níu mörk í sigri á Melsungen, 38:34. Daninn Einar Hólmgeirsson lék ekki með Grosswallstadt þar sem hann er að jafna sig á meiðslum.

Hvað?! Er Einar Hólmgeirsson orðinn Dani? Er það þess vegna, en ekki sökum meiðsla, sem hann spilaði ekki með Íslendingum á HM? Ja, nú er bleik brugðið og Snorrabúð stekkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband