Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Fer allt eftir vindáttinni?
Jæja, sagan endalausa heldur áfram. Og eins og venjulega fara kratar fremstir í því, að elta þau mál, sem vinsæl eru, eða í umræðunni í þjóðfélaginu. Þetta er sama gamla sagan. Púður kratanna fer í að karpa um vinsæl dægurmál, í leit að fylgi. Þetta hefur ekki gengið hingað til, og mun ekki ganga. Kjósendur vilja stefnu, ekki vindhanagang.
En þó er sjálfsagt að ræða mál Byrgisins áfram, en óður kratanna í þessu máli er farinn að vera þreytandi. Maður fer að fá á tilfinninguna, að það sem að baki standi sé ekki aðeins umhyggja fyrir fórnarlömbum "Lille ven", heldur einnig, og hugsanlega enn frekar, tækifæri til að ráðast á stjórnina og skora punkta hjá þjóðinni, sem virðist ekki ætla að fá nóg af Byrginu...eða svo mætti halda.
En leyfum þó Össuri að njóta vafans. Þótt maður gruní, í ljósi "málflutnings" Samfó undanfarið, að Byrgismálið sé vatn, sem kratarnir vilja misnota í myllu sína, fær Össur að sanna, að þetta sé ekki bara lína í stjórnmálaleikriti Samfylkingarinnar.
En í öllu falli er Samfó flokkur sem berst með straumnum, eða reynir það. Hrekst þangað sem vindurinn blæs, allt vegna vinsældarleitar, sem er dæmd til að mistakast.
![]() |
Össur spyr um ábyrgð stjórnvalda gagnvart stúlkum í Byrginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eftir að hafa lesið bloggið þitt í þó nokkurn tíma, fékk mestann áhuga á skákmótinu í Tékklandi um daginn, á verð ég að viðurkenna að ég er sammála um 95 % af því sem er hér skrifað um Samfylkinguna á bloggsíðu þinni.
Ein spurning í lokin. Hvernig líður skákfélaga þínum eftir augnaaðgerðina sem hann gekst undir í Tékklandi?
Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 11:07
Aðgerðin tókst mjög vel og er hann í skýjunum yfir "nýju augunum". Það sem meira er, klínikið þarna úti er mjög gott, starfsfólkið talar allt ensku, jafnan menntað í USA skilst mér. Þetta er jafnframt ódýrasta klíníkið í ESB, þ.e. sem gerir svona aðgerð af fullri fagmennsku. Verðið aðeins um 100.000 kall. Bendi þeim, sem hafa áhuga á, að hafa samband við Robba í chesslion@hotmail.com. Hann getur haft milligöngu um þetta fyrir menn.
Snorri Bergz, 8.2.2007 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.