Deilt um Breiðuvík 1958! Úr gömlum blöðum

breidavikKomið hefur fram í fjölmiðlum, að Hinrik Bjarnason, fyrrv. skólastjóri í Breiðuvík, hafi ritað gagnrýni á starfsemi vistheimilisins í Tímanum sumarið og haustið 1958. Ég man ekki alveg, hvort einnig hafi verið getið um andsvör Þórðar Jónssonar, bónda að Látrum, við greinar Hinriks. Ég ræði þær aðeins hér, til vonar og vara. Fyrri greinin er í Morgunblaðinu og birtist 3. október 1958, bls. 13.

Þórður Jónsson nefnir Tímagrein Hinriks, en telur hana

villandi að sumu leyti og líkleg til að valda óánægju hjá þeim foreldrum, sem eiga börn í vistheimilinu, og ekki hafa getað komið því við að skoða það með eigin augum, og fylgjast með líðan drengjanna þar.

Þór nefnir, að þegar þetta upphófst allt saman, hafi jörðin Breiðavík legið í eyði og allt þar í niðurníðslu. Þetta er rétt, t.d. samanber frétt um stofnun vistheimilisins, á baksíðu Moggans 27. apríl 1952 og fréttabréf úr sveitinni á bls. 8 í Mbl. 16. júlí 1952. Þar staðfestist það, sem Þórður segir, að fyrstu vistmennirnir hafi í raun komið á svæðið samferða því byggingarefni og öðru, sem sent var að sunnan til að lappa upp á staðinn. Í raun voru t.d. eldunaráhöld ekki til staðar og þurfu bændur í sveitinni að hjálpa þar til.

Því er ljóst, að skipulagning var í molum. En Magnús Sigurðsson, sem sá í upphafi um heimilið, sagði að þetta væru byrjunarörðugleikar. Svo sagði  í Mbl. 16. júlí 1952:

Sá andi, sem ríkir á Breiðuvíkurheimi virðist lofa góðu enda  eru húsbændur sannarlega valið fólk, sem drengirnir bera virðingi fyrir og hafa tekið tryggð við.

Það átti ekki eftir að haldast lengi. Í upphafi stóð þetta þó til batnaðar, en fljótlega fór að bera á brestum, að mati Hinriks. En Þórður Jónsson taldi, að þetta væri ágætt að mörgu leyti, en ytri aðstæður slæmar, húsakynni slæm (hefðu lagast),enginn landvegur þangað, erfitt að fá læknisþjónustu, osfrv. Vandræðin á heimilinu væru því aðallega í formi ytri aðstæðna, en starfsfólkið væri með miklum ágætum. En meira fjármagns væri þörf, en nú hefði Gísli Jónsson alþm Barðstrendinga horfið á braut (en hann var formaður nefndar, sem sá um að koma skólanum á koppinn) og því væri fjármagn ótryggt, þótt forstöðumaður heimilisins hefði gjarnan náð að kría út meira fé, en til var ætlast skv. fjárlögum. Þór taldi, að Íslendingar, sem menningarþjoð, ættu að standa vel að þessu ágæta heimili, sem gæti orðið til gagns, ef ytri aðstæður (fjármagn, húsakynni, osfrv) yrðu bættar.

En var það svo ekki sadismi stjórnenda sem var mesta vandmálið?

En framhald síðar. (Smá lagfæringar, sbr. athugasemd hér að neðan).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Smávægilegt: Með greininni í Morgunblaðinu stendur eftir Þór Jónsson, Látrum. Þetta er bersýnilega villa. Greinin er eftir Þórð Jónsson á Látrum.

Hlynur Þór Magnússon, 6.2.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Snorri Bergz

Rétt. Stendur Þór Jónsson á fyrri greininni, Þórður J'onsson á seinni. Mistök hjá Mogganum á fyrri greininni. Þá síðari ætlaði ég að ræða í framhaldi og hafði því bara prentað hana út, en ekki lesið.

Snorri Bergz, 6.2.2007 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband