Gamalt kvót, en sígilt

"Stéttarígur er það kallað, sem við höfum komið hér á stað með stofnun Alþýðuflokksins." Ottó N. Þorláksson, fyrsti forseti/formaður ASÍ/Alþýðuflokksins, í Alþýðublaðinu 6. mars 1920.

Margt hefur nú breyst í áranna rás. Flokkur þessi, sem stofnaður var til að ala á stéttaríg, hvarf síðan sjónum, þegar flokksmenn gengu í nýstofnaðan hrærigraut rúmlega þriggja flokka. Sá grautur var kallaður Samfylkingin og var stofnaður til að ala á flokkaríg. Ójá, í gamla daga höfðu menn hugsjónir um bjarta framtíð. Nú er helsta hugsjón þjóhnappakrata að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og taka sjálfir við. Það er því miður ekki björt framtíðarsýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband