Kaffibandalagið: bara ein mistök af mörgum

trifarar_015Ég skil þetta ekki alveg...af hverju viðurkennir Stefán ekki bara, að Samfylkingin hafi verið mistök...eða síðasta formannskjör? Flokkur, sem stofnaður er til höfuðs einum manni - eða einum flokki, getur ekki virkað traustvekjandi til frambúðar. Og nú, þegar þessi maður er hættur, kemur upp tilvistarkreppa. Hin síðustu misseri hafa síðan kratarnir varla þorað að anda á Sjálfstæðisflokkinn - sem Samfóið var stofnað til að koma frá völdum - af ótta við að gera sjalla fúla og eyðileggja þannig möguleika á stjórnarsamstarfi. En Ingibjörg Sólrún tók af öll tvímæli á Reykjavíkurfundinum fræga um daginn. Skotleyfi veitt á Sjálfstæðisflokkinn.  Kratar eru greinilega hættir að láta sig dreyma um nýja "viðreisn", en geta heldur ekki starfað með frjálslyndum, og eftir Kryddsíldina, fer að fjara undan vináttunni við VG.

Mistök Samfylkingarinnar fólust í, að fleygja Össuri út. Með hann í brúnni væri líklegt, að næsta stjórn landsins yrði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking. Nú virðist það borin von, nema mjög verulega breytingar verði á hugsunarhætti þjóhnappakratanna.


mbl.is Stefán Jón: Kaffibandalagið mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Athugasemdin frá Dofra er held ég enn á sínum stað. Veit ekki betur. En ég ákvað, úr því þú, varaformaður vor, varst svona óánægður með mig, að henda bréfinu um þjóhnappakratana út. Hélt ég væri að gera þér greiða. En það er greinilega erfitt að gera krötum til hæfis þessa dagana.

Snorri Bergz, 29.1.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ok, því þrisvar hefurðu ásakað mig um ritskoðun og verið della í hvert skipti. Þú hlýtur að fara að láta af þessari paranoju í minn garð. Má ekki ræða um Samfó? Vilja kratar koma á þagnarbindindi í því máli?

Snorri Bergz, 29.1.2007 kl. 21:09

3 Smámynd: Snorri Bergz

Nei, ekki gott að vera í Samfó í dag. Ég veit um eðalkrata, sem áður tilheyrðu gamla Afl, sem eru tilbúnir til að styðja nýtt Bandalag jafnaðarmanna, undir beinni eða óbeinni forystu Jóns Baldvins. Samfó virðist því ekki lengur heilög kýr, sem ekki má hrófla við, og heldur ekki vælukellingin í formannsstólnum.

Snorri Bergz, 30.1.2007 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband