Mánudagur, 29. janúar 2007
Davíð og Samfylkingin
Merkilegt er þetta allt saman. Samfylkingin var stofnuð sérstaklega til höfuðs Davíð Oddssyni, en síðan, þegar Davíð er farinn, kemst flokkurinn í tilvistarkreppu og fylgið hrynur. Og nú, þegar allt er í kalda koli hjá Samfó, ISG rúin trausti (amk trausti þingflokksins) og flokkurinn með, og jafnvel Jón Baldvin heggur í knérun, koma þjóhnappakratarnir fram og reyna að mynda skjaldborg um foringja sinn.
Ég skil þetta ekki alveg, en þegar maður reynir að ræða þetta við þjóhnappakratana, byrja þeir bara að tala um Davíð Oddsson, hátt matvælaverð eða Byrgismálið. Mikið óskaplega hljóta kratarnir að hafa borið óttablandna virðingu fyrir Davíð, úr því í fyrsta lagi að flokkurinn var stofnaður honum til höfuðs og leiðtogi hans sér Davíð í hverju horni, og þjóhnappakratarnir líka.
Og nú vita kratarnir ekkert hvað gera skuli, þegar Davíð er hættur í stjórnmálum. Þá er tilvist þessa stefnulausa afturhaldskommatittaflokks orðin tilgangslaus. Ekki nema þjóhnappakrötunum takist að finna sér nýjan óvin til að sameinast um. En hefði ekki verið sniðugra að sameinast um einhver stefnumál. Þjóðin hafnar Samfó ekki vegna þess, að flokkurinn sé of pólítískur, heldur hins, að hann sé ekki nógu pólítískur. Það er ekki nóg að grundvalla flokk á andúð við annan flokk; það þarf að hafa pólítískar lausnir fram að færa. Og ESB er engin lausn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.