Fólk er hætt að taka mark á vælukerlingum

264-220Það held ég a.m.k. Jæja, Ingibjörg Sólrún heldur nú nýja Borgarnesræðu. Og fylgir virðist hrynja af flokknum í hvert skipti, sem hún opnar munninn. Þar heldur hún áfram að væla: Sjálfstæðisflokkurinn stóð að baki Baugsmálinu, endurtekur hún. Spurning hún tali þetta ekki úr svefni líka.

Hvernig dettur henni (og fleiri krötum) eiginlega í hug, að stjórnvöld geti sigað lögreglu og dómstólum á fólk út í bæ, bara svona að "gamni sínu"?

Að sama skapi stóð Sjálfstæðisflokkurinn víst líka að hverju einasta dómsmáli, sem barst í sali dómssala á síðasta áratug eða svo. Þetta er farið að vera þreytt nöldur og væl í kellingunni, sem virðist ekki hafa neitt fram að færa nema væl: "Pabbi, hann stal sleikjóinum frá mér". Þetta er ekki einu sinni á þroskastigi ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna. Spurning hvort Imba sé ekki í röngu djobbi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Maður þarf nú að vera dálítið vel heilaþveginn af HHG eða öðrum álíka útungunarvélum Sjálfstæðisflokksins til að koma ekki auga á samhengið á milli drottnarans Davíðs og þess hverngi saksóknaraembættið hefur sótt að fólki í Baugsmálinu.

Það eitt væri nóg en síðan má ósköp hæglega bæta við hlerunarmálunum og leynilögreglunni sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað án nokkurra heimilda, beint úr Valhöll.

Það ber allt að sama brunni - valdníðsla er Sjálfsstæðisflokknum svo í blóð borin, hvað með aldraða og öryrkja sem ítrekað hafa þurft að draga Sjálfstæðisflokkinn fyrir dómstóla, hvað með aðfarir Sjálfstæðismanna gegn Falun Gong og öðrum friðsömum mótmælendum?

Sjálfstæðisflokkurinn er sérhagsmuna- og valdníðsluflokkur Íslands.

Dofri Hermannsson, 27.1.2007 kl. 16:59

2 identicon

Er þetta sami Dofri og tók viðtal í sumar og seldi Stöð 2 án þess að þora að viðurkenna það? Það er alveg ótrúlegt að frambjóðandi og maður í ábyrgðarstöðu innan Samfylkingarinnar skuli tala með þessum hætti.

Þarf maður að vera heilaþveginn til að koma ekki auga á samhengið milli Davíðs og saksóknaraembættisins? Aldrei hefur þú Dofri eða nokkur annar af skósveinum Ingibjargar tekist að benda á neitt máli ykkar til stuðnings.

Hvaða leynilögreglu ertu að tala um? Getur bent á einhver dæmi? Hefur einhver sagnfræðingur sem hefur rannsakað þessi mál gefið til kynna að Sjálfst.flokkurinn hafi rekið það sem þú kallar leynilögreglu?

Maður væri nú kannski ekki að æsa sig yfir þessu ef þetta væri einhver úr ungliðahreyfingu flokksins að vilja bara rífa kjaft. En hér er á ferðinni Dofri, einn af þeim sem ætla sér að verða framtíðarpólitíkusum Samfylkingarinnar. Hann byrjar ferilinn sinn sem skósveinn Ingibjargar (einn af mörgum) og getur ekki fyrir sitt litla tekið málefnalegt dabate um neitt. Samt hefur þessi maður orðið uppvís af hverri PR-blekkingunni og virðist ætla að tileinka sér þannig vinnubrögð.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 17:15

3 Smámynd: Snorri Bergz

Ég á nú bara ekki eitt einasta orð. Hvaða lýðræði eru kratar t.d. að státa sig af í Firðinum, þegar menn mega ekki hafa skoðun, án þess að kratar telji menn heilaþvegna? Ég spyr bara þjóðina, er þessi Dofri einhver brandari? Segið mér hvenær ég eigi að hlæja! En voðalegri vörn eru kratarnir í núna. Imba blunderar aftur og aftur, og skósveinarnir, þá væntanlega þeir heilaþvegnu, koma strax fram til að takmarka skaðann. Ojbarasta. Maður fær sífellt fleiri og fleiri ástæðu til að kjósa ekki Samfó. Og ekki eins og þær hafi ekki verið nægar fyrir.

Ef þetta væri fótbolti, hefði knattspyrnustjóranum Imbu verið dumpað fyrir löngu.

Snorri Bergz, 27.1.2007 kl. 17:25

4 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Látum Baugsmálið liggja milli hluta. En þvílikur siðferðisbrestur að halda því fram að Byrgismálið og barnaníðingsmál sem upp hafa komið séu á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins, ég meina hvaða heilaþvpttur er í gangi hjá þér og þínu fólki Dofri. Ég meina í guðanna bænum færiði allavega vælið upp á siðferðilegra hærra plan takk fyrir.

Guðmundur H. Bragason, 27.1.2007 kl. 18:15

5 Smámynd: Snorri Bergz

Sammála þér Guðmundur. Óþolandi væl. Hvernig eiga menn að geta kosið flokk, sem gefur sig út fyrir að vera á sandkassaþroskastiginu? Ekkert skrítið þótt þjóðin treysti ekki þingflokki Samfó, þegar svona sandkassavælari er framkvæmdastjóri?

Snorri Bergz, 27.1.2007 kl. 18:29

6 Smámynd: Snorri Bergz

Og málefnaleg umræða áfram hjá Dofra. Á bloggi sínu fáum við hér strákarnir viðurnefnið "karlpungar". Framhaldið eftir því. Sandkassastigið er honum greinilega í blóð borið.

Snorri Bergz, 27.1.2007 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband