Eru svona flugvélar ekki skoðaðar reglulega?

Nú kemur einhver Torfi upp í mér, en mér finnst þetta svolítið skítt, að flugvél þessi skuli hafa klikkað svona og valdið mönnum óþarfa hugarangri. Ef ekkert var að, hvers vegna kviknaði þá viðvörunarljós vélarinnar?

Og nú Reykás, en hið góða er, að svona er held ég afar sjaldgæft hjá íslenskum flugvélum. Þær eru, að því að ég best veit, vel útbúnar, jafnan nýlegar og síðan vel viðvaldið af flugvirkjum og öðrum fagmönnum. Þess vegna kemur það jafnan mjög að óvörum, þegar svona gerist.

En allur er varinn góður og finnst mér þrátt fyrir allt aðdáunarvert hversu hlutaðeigandi aðilar brugðust skjótt og vel við.


mbl.is Neyðarástand um borð í flugvél Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Err, jú, þær eru skoðaðar reglulega. Þessar vélar eru rifnar í frumeindir - smá ýkjur reyndar, en samt - þegar þær hafa verið í notkun í X marga klukkutíma, ákveðnir hlutar vélanna (hreyflar ofl.) eru rifnir í spað annað slagið og svo er skipt um ákveðna hluti í heilu lagi annað slagið, eins og hreyfla, skrúfur og fleira. Eftir 30 ára notkun flugvélar, er flugvélin langt frá því að vera sú sama, í raun og veru, og hún var í upphafi. 

Guðmundur D. Haraldsson, 27.1.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband