Laugardagur, 27. janúar 2007
Er Frjálslyndi flokkurinn ruslakista þingsins?
Jæja, nú verður varaformaðurinn kosinn í dag. Ég hef þá tilfinningu, að Magnús Þór vinni þetta, þó sennilega fyrst og fremst vegna þess, að hann ku hafa smalað fleiri aðilum í flokkinn en Margrét. Þó brestir hafi komið í Margréti á síðustu misserum, að mínu mati, er hún greinilega frambærilegri karakter en Magnús Þór, sem að mínum dómi er eitt mesta fífl, sem Alþingi hefur setið uppi með lengi. Og er þó þar af mörgum að taka. En á hinn bóginn virðist þetta ekki vera einsdæmi, að vafasamir menn nái á þing og þá er ég ekki endilega að tala um Árna Johnsen, Gunnar Örlygsson og svoleiðis kumpána. Til dæmis fann ég merkilega vefgrein um bandaríska þingmenn.
29 members of Congress have been accused of spousal abuse,
7 have been arrested for fraud,
19 have been accused of writing bad checks,
117 have bankrupted at least two businesses,
3 have been arrested for assault,
71 have credit reports so bad they can't qualify for a credit card,
14 have been arrested on drug-related charges,
8 have been arrested for shoplifting,
21 are current defendants in lawsuits,And in 1998 alone, 84 were stopped for drunk driving, but released after they claimed Congressional immunity. (from Capitol Hill Blue)
Ég gæti ímyndað mér, að þetta hlutfall sé e.t.v. hærra en hjá bandarískum almenningi, a.m.k. sýna þeir varla siðferðislegt fordæmi. Og þessar tölur eru síðan reiknaðar yfir í sambærilegar niðurstöður úr nokkrum öðrum þjóðþingum.
Í mínum huga er það fyndnasta við þetta að, þegar ég var í Prag fyrr í mánuðinum, staulaðist ég út í "moll" að kaupa mér meðöl og rambaði þá á DVD-útsölu og keypti nokkrar myndir, m.a. myndina með Eddie Murphy úr þinginu, Distinguished Gentleman. Þó myndin greini e.t.v. aðeins að hluta til frá sönnum atburðum, t.d. mútum til þingmanna, þá er ljóst að víða er pottur brotinn. Ekki bara á Íslandi. En ef almenningur getur fyrirgefið þingmönnum ákveðna bresti í USA, er spurningin hvað við Íslendingar getum gert. Til dæmis er nokkuð almenn fordæming á Árna Johnsen, þó aðallega fyrir tæknilegu mistökin, en hingað til höfum við Íslendingar státað okkur af því, að sýna umburðarlyndi og fyrirgefningu í svona málum. Kannski við ættum að gefa Árna einn séns enn.
En þótt menn geti kannski fyrirgefið þingmönnum ákveðna bresti, er erfitt að fyrirgefa þingmönnum, séu þeir lélegir og á tíðum snarvitlausir. Það er því miður sú ímynd, sem ég hef af þingmönnum Frjálslynda framfaraflokksins. Ég tók Magnús Þór sem dæmi hér að ofan. Var hann ekki kærður fyrir eitthvað fyrir nokkrum árum, þ.e. tengt brottkastfréttinni? Það hafa allir fyrirgefið núna, en menn eiga erfiðara eð að horfa framhjá ýmsu öðru. Ég á t.d. erfitt með að fyrirgefa honum ákveðna ræðu hans á þingi, en hún upphófst svona: "Ég vill". Halló! Þarf að setja Magnús í ÍSL 103 enn á ný? Þetta á ekki að heyrast á Alþingi. Síðan eru margar skoðanir hans með ólíkindum. Hann kom fram sem andsemítisti í einu viðtali og gekk miklu lengra en það sem kalla má and-síonisma. Hann getur því ekki falið rasisma sinn undir sakleysislegu yfirbragði, eins og hann reynir nú og þingflokkur FF líka. Ég trúi þeim ekki. Síðan er Sigurjón goði, bróðir Sigurðar ginseng, sem kallaður er frú Sigríður, því ég hef aldrei áður kynnst manni, sem getur talað í marga klukkutíma án þess að koma upp og anda. En hann kann að tjá sig, það hefur hins vegar reynst Sigurjóni erfitt, en er þó að koma til, skilst mér. En þótt hann kunni nú að tjá sig í ræðu, er það engu betra, því vitleysan sem oft rennur upp úr honum er með ólíkindum. Þetta er kannski full gróft hjá mér, en stundum finnst manni svo að þegar Sigurjón steig síðast í vitið hafi honum orðið kalt á fótunum og ákveðið að stíga upp úr því aftur. Guðjón Arnar er ekki alsæmur, þó hann hafi misst fjölmörg "skákstig" á síðustu vikum með slakri frammistöðu og síðan ömurlegri ræðu á flokksþinginu. Hún var bæði innihaldsrýr, og það innihald, sem þó var, er varla mönnum bjóðandi, ekki aðeins vegna meints rasisma, heldur einnig hins, að hún var móðgun við íslenska setningafræði. Fyndið, að í flokki sem orðinn er þjóðernissinnaður, skuli menn vera svona lélegir í íslensku. Varla er það arfleifð zetu-Sverris?
Nú, og síðan kom þessi fræga hræsni. Hverjir muna ekki lætin þegar Gunnar Örlygsson skipti yfir í Sjálfstæðisflokkinn, og komst þá í einu stökki úr liði í 3. deild yfir í efsta liðið í úrvalsdeildinni, þá risu frjálslyndir upp með læti. Hann á að víkja af þingi, segja þeir, því hann var kosinn á vegum flokksins. Nú, síðan gerist hið sama nú, þegar Valdimar Leó gengur í FF (Frjálslynda flokkinn, eða Fljúgandi furðuhluti, hvorttveggja á ágætlega við) úr Samfó. Þá er það allt í lagi. En Valdimar þessi er nú varla merkilegur pappír. Ég heyrði í vini mínum í Samfó nýlega, og taldi sá mikla flokkshreinsun af Valdimari XIV, og líkti því við, að Wilson Muuga hefði skyndilega horfið af strandstað. "Og hver segir að Samfylkingin sé ekki umhverfisvænn flokkur, þegar við losnuðum við Valdimar?" Annars þekki ég manninn ekkert og hef aldrei heyrt hann tala á Alþingi. Get því ekki dæmt um, en hef heyrt nógu mikið til að ætla, að maður þessi sé ekki dýr pappír, svo ekki sé meira sagt. Maður fær líka í þarmana þegar maður sér menn, sem hafnað er í prófkjöri, skipta um flokk. Greinilega ræður þar framagirnin meiru um en hugmyndafræði eða lífssýn. En á hinn bóginn hafa fæstir krataþingmenn neina hugmyndafræði, svo í þessu tilviki er þetta skiljanlegt.
Ég ræddi nýlega um þingflokk Samfó, þennan sem formaðurinn telur lélegan. Ég var eiginlega sammála formanninum þar, þótt einstaka ágætis þingmenn væru þar á milli. En jafnvel lélegustu núverandi þingmenn Samfó eru hátíð í samanburði við þetta lið Frjálslynda flokksins. Ég kem því aftur að þeirri spurningu,sem ég spurði í titli: "Er Frjálslyndi flokkurinn ruslakista þingsins?" Því miður verð ég að segja já. Þeir, einir og sér, eru góð röksemd gegn þróunarkenningu Darwins. Þeir bestu skara ekki alltaf framúr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.