Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Til varnar Ingibjörgu Sólrúnu 2. hluti
Í gær setti ég saman smá pistil til varnar Ingibjörgu Sólrúnu. Með honum taldi ég upp nokkra þingmenn Samfó og komst að þeirri niðurstöðu, að það sé ekki bara hægt að kenna Ingibjörgu um slæmt gengi Samfó og frjálst fylgisfall flokksins. En þar var ég aðeins rétt byrjaður á að telja upp þingmenn Samfó, og held því áfram hér.
Einar Már Sigurðarson. Ok, ég gleymdi honum úr stafrófsröðinni í gær. Það segir kannski allt, sem segja þarf. Auðvelt að gleyma Einari. Hann er ekki það eftirminnilegur.
Kristján Möller. Jæja, þá er síldin komin á land. Ég hef margsinnis horft á Kristján, og hlustað, flytja ræður á Alþingi, enda oft með þingsjónvarpið í gangi. Ég hef ekkert slæmt um hann að segja, svosem, en heldur ekkert gott. Ég veit að hann styður jarðgöng á milli Sigló og Ólafsfjarðar, enda ekki við öðru að búast. Annars veit ég ekki fyrir hvað hann stendur, hvað hann er að gera á Alþingi. Sama með hann og Einar Már, ég finn ekki heimasíðu hans, hafi hann slíka. Engu að síður hef ég tilfinningu fyrir því, að Möllerinn standi undir nafni. Ég þekki nokkra Möller og líkar vel við þá alla, og hef mikinn áhuga á einum þeirra, Ólafi Friðrikssyni Möller.
Lúðvík Bergvinsson. Eyjamaðurinn. Ég tefldi við hann á Skákþingi Íslands 1979, en hef annars lítið af honum að segja. Hann vekur upp tvíræð viðbrögð hjá mér. Stundum líkar mér við hann, sem þingmann (þ.e. í ræðustól), þar sem hann er skellegur, þó ég sé eðlilega séð ekki oft sammála honum. En hér ríkir málfrelsi. En stundum fellur hann í nöldurgryfjurnar og verður eins og sjötug kjaftakelling. Plúsarnir þó mun fleiri og stærri en mínusarnir. Ég bendi á merkilega grein hans "Hverskonar stjórnmálamenn eru það sem engin viðbrögð vekja?". Þar segir m.a.:
Hluti af þeirri stöðnun sem hér ríkti var vegna þess að það þorði enginn að gára vatnið. Stundum geta menn gárað um of en stjórnmálamenn sem ekki hafa hugmyndir og ekki hafa framtíðarsýn eiga að finna sér eitthvað annað að gera. Það er mín bjargfasta skoðun og ef þeir eru ekki tilbúnir til að koma fram með hugmyndir og brjótast undan oki flokkanna er miklu betra að ráða skrifstofumenn sem taka við fyrirmælum. Stjórnmálamenn eiga líka að hafa kjark og kraft til að standa við það sem þeir segja en ekki bara stinga út puttanum til að kanna hvernig vindurinn blæs og athuga hvað kemur út úr skoðanakönnunum. Þjóðin þarf ekki á svoleiðis stjórnmálamönnum að halda, sagði Lúðvík að lokum.
Glæsilegt. Hér kemur besta lýsingin, sem ég hef séð á þingmönnum Samfó. Alveg rétt. Þjóðin þarf ekki á Gallup-elskandi afturhaldskommatittum að halda. Fyrir þetta fær Lúlli stóran plús. Þetta er stoðsending í lagi.
Mörður Árnason. Hmm, af tvennu slæmu kýs ég frekar Mörð Valgarðsson. Hann er þó ekki alslæmur, en maður verður að hafa í huga, að hann var barinn í hausinn sem unglingur, og má meta honum það til afsökunar fyrir að vera svona. Hefur þá nokkra góða kosti, en það hefur Árni Johnsen líka.
Rannveig Guðmundsdóttir er á útleið. Amen. Síðasta færsla á heimasíðu í des. 2002. Segir allt sem segja þarf.
Jæja, þessi pakki er nú ekki sérlega merkilegur, hvorki umbúðir né innihald. Lúlli er langsamlega skásti þingmaðurinn meðal ofangreindra, reyndar nokkuð frambærilegur, jafnvel á almennum standard, ja og Kristján eflaust ágætur,
En með þessa í huga get ég tekið undir þau orð Ingibjargar, að þessu liði sé almennt ekki treystandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.