Janúarhiti - spurning til Einars Sveinbj.

Það var hér fyrir meira en áratug, þegar ég var að klára M.A. ritgerð mína í sagnfræði. Janúarbyrjun 1995. Það er svosem ekki í frásögur færandi. Það var farið að ganga þrjú að morgni og ég var orðinn þreyttur. Ákvað að fara út í göngutúr og hressa mig aðeins. Fór í úlpu og peysu, en þegar ég kom út, varð mér alltof heitt. Fór því úr peysunni, og síðan úlpunni. Á endanum fór ég í göngutúr kl. 2.30 að morgni, á skyrtunni einni saman, og varð ekki kalt. Þetta var 4. janúar (þ.e. aðfaranótt 5. janúar), endurtek ég hérmeð. Þá var hitinn í 101 Reykjavík vel yfir frostmarki, mjög vel yfir frostmarki.

Mig langar til að spyrja Einar, hvort hann muni eftir þessu, eða geti flett þessu upp? Hvaða hiti var þá í janúar?

Síðan má bæta við, að í fór beint í nám í Jerúsalem. Þar var kuldi þegar ég kom, sérstaklega á nóttunni. Sumir urðu hissa, þegar ég sagði, að það hefði verið heitara á Íslandi þegar ég fór þaðan!


mbl.is Útlit fyrir methita á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband