Borgarnesræðan

sollaJæja, Ingibjörg er komin aftur uppí Borgarnes og heldur þar ræðu, eins og vera ber. Þessi ræða virðist a.m.k. hafa verið öllu skárri en sú, sem frægust var á þessum stað. En nú er það slæm efnahagsstjórn, sem Ingibjörg ræðir um, aðallega þannig, að hagstjórnin hafi bitnað á Norðvesturlandi. Og síðan kemur oddviti kratanna í kjördæmi og segir vandann vera veggjald í Hvalfjarðargöngunum. Það væri ekki sanngjarnt, að Norðvestlendingar séu þeir einu, sem greiði fyrir að komast með þjóðvegi til höfuðborgarinnar.

Nú, byrjuðum á oddvitanum. Hann getur auðvitað ekið Hvalfjörðinn ef hann vill, en ég fæ samt ekki betur séð, en að Norðaustlendingar þurfi líka að greiða fyrir að aka í bæinn, þ.e. fari þeir norðurleiðina, sem jafnan er styttri og þægilegri. Akureyringar greiða því jafn mikið í veggjald (jafnvel hlutfallslega meira, því þeir aka vísast sjaldnar suður og græða því minna á afsláttarkortakaupum, og til viðbótar kemur hærri bensínkostnaður og meiri ferðatími) og t.d. Sauðkræklingar. Af hverju er þá ekki hagvaxtarhrun á Akureyri og annars staðar á Norðausturlandi?

Ég held að hagvaxtarhrunið á Norðvesturlandi helgist e.t.v. mest á því, að þar grundvalla íbúar tilveru sína á landbúnaði fyrst og fremst. Þetta eru semsagt landbúnaðarhéruð. Og þrátt fyrir gríðarlega styrki frá Guðna og co, og e.t.v. vegna þeirra, er þetta ekki hagvaxtaraukandi atvinnustarfsemi. En ef við tökum með Akranes, Borgarnes og Vestfirði, kemur í ljós, að íbúar í kjördæmi oddvitans eru ekki bara bændur -- þó bændur séu þar e.t.v. of margir. Landbúnaður er t.d. blómlegur á Suðurlandi, en þar er bullandi uppgangur. Á móti kemur, að þaðan er stutt að fara  "suður" og engin tollur. Því er stutt að fara á markað og margt að skoða fyrir túrista.

Þéttbýliskjarnar í Norðvesturkjördæmi eru margari, t.d. á Vestfjörðum og í Borgarfirði og Snæfellsnesi. Ég veit ekki betur en, að a.m.k. í Borgarfirði sé allt í rífandi uppgangi. Ek veit minna um Snæfellsnesið og Vestfirðina, en hugsanlega hefur kvótaleysi sett þar strik í reikninginn. En byggðirnar í Húnó og Skagafirði? Þar er jú Byggðastofnun staðsett og ætti að geta hjálpað til við að byggja atvinnuskapandi starfsemi. En einhverra hluta vegna virðast íbúar í H+S hafa einblínt um of á rollur og beljur.

En af hverju einblínir Ingibjörg svona á Norðvesturland þetta skiptið? Getur verið, að það sé vegna þess, að Samfylkingin sé með minnst fylgi þar, miðað við skoðanakannanir síðan fyrir jól? Er Imba að reyna að rífa upp fylgið? Spurning hvort þá sé viturlegt að senda á staðinn óvinsælasta stjórnmálamann landsins? Hefði ekki verið nær að senda Össur með einhver gamanmál á staðinn, eða einhvern krata með bein í nefinu....finnist slíkur þeas.

En hvaða skilaboð eru þetta? Fylgi Samfylkingarinnar hrynur í Norðvestri, einmitt þar sem hagvöxtur er neikvæður? Hvaða samhengi er þar á milli? Getur verið, að kjósendur þar treysti Samfó ekki til að snúa við blaðinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband