Mánudagur, 22. janúar 2007
Hillary aftur í Hvíta húsið?
Jæja, Hillary komin með forskot. Það kemur svosem ekki á óvart. Ef ég væri demókrati í USA; myndi ég hiklaust kjósa hana. Hún er ekki gallalaus, frekar en aðrir frambjóðendur, en ég held að Könum yrði sómi að henni. Grunar mig reyndar, að hún vinni þetta frekar auðveldlega og mæti Condu Rice í forsetakosningunum. Það gæti orðið skemmtilegt -- og er ég viss um að VGLilja, forseti vor skákmanna er sammála þessu -- að sjá tvær konur berjast um forsetaembættið. Ég held að Kanar hafi gott af því að fá konu sem forseta. Ég efa ekki hæfni þessara beggja kvenna til þess starfa og vona að þessi verði niðurstaðan.
1998 var ég með skrifstofu í DC, aðeins steinsnar frá Hvíta húsinu, þar sem frú Clinton var þá að berjast fyrir að halda fjölskyldu sinni saman, eftir framhjáhald eiginmannsins, forsetans. Margt var um þetta rætt á kaffistofum og kaffiteríum ríkisstarfsmanna, ekki síst í "Ag-building", landbúnaðar- og skógarmálaráðuneytinu, þar sem ég borðaði yfirleitt. Heyrðist mér þar á mönnum, að Hillary væri vel metin og hefði staðið sig vel í sínu hlutverki. Vona ég, að svo verði, nái hún kjöri.
Kv.
Snorri mjúki
Hillary Clinton hefur afgerandi forskot meðal demókrata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.