Miðvikudagur, 26. september 2007
Milljónapundamennirnir
Skrítið að kaupa unglinga fyrir 34 milljónir punda og svo geta þeir ekkert. EN Arsenal kaupir unglinga fyrir slikk, svona yfirleitt, og gerir þá góða. Og þá jafnan fá unglingarnir þjálfun í enska boltanum, en koma ekki óreyndir og ókunnugir inn.
Þetta er munurinn á t.d. Arsenal og því annars frábæra liði Man Utd.
![]() |
Ferguson orðlaus yfir frammistöðu sinna manna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. september 2007
SAS í vandræðum
Danir eru að hætta að treysta flugfélaginu.
Skiljanlega.
Eftir samskipti mín við SAS í janúar á þessu ári, skil ég Dani mjög vel. Það er mjög erfitt að treysta SAS. A.m.k á ég mjög erfitt með það. SAS hefur farið illa með mig einu sinni...það er víst alveg nóg í þessum bransa.
![]() |
Traust Dana á SAS flugfélaginu rýrnar mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. september 2007
Spilling í Myanmar?
Ha, getur það verið?
Og jafnvel Írak er minna spilltara en Myanmar. Ekki undarlegt þótt munkarnir séu að mótmæla.
En hvers vegna féll Ísland úr efsta sæti listans? Getur verið, að það hafi með að gera, að Samfó hafi núna sett allskonar flokksgæðinga í hin ýmsu embætti?
![]() |
Lítil spilling á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. september 2007
Nú er af sem áður var
þegar forseti vor vildi lítið af Bandaríkjunum vita, nema þá til að geta skammað.
En batnandi manni er best að lifa. Ágætt að hann sé farinn að líta á Vesturlönd sem bandamann sína.
![]() |
Ólafur Ragnar leggur áherslu á samvinnu Íslendinga og Bandaríkjamana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. september 2007
Haustlitirnir
Jæja, nú fer að líða að því, að litadýrðin í garðinum heima fer að fölna enn frekar og haustlitirnir taka við. Í sumar gat maður setið úti á verönd og horft yfir þennan fallega garð, sem umlykur heimili mitt. Garðurinn er ennþá fallegur, en vegna kulda og/eða rigningar er erfiðara en áður að sitja úti á verönd.
En hvað er með haustlitina? Af hverju eru þeir fagrir, jafnvel þó þeir minni okkur á, að sumarið er liðið og veturinn á næstu grösum.
En haustlitirnir segja fleira. Þeir tala um inngang að dauða. Hið forna var haustið sá tími, þegar uppskeran var tekin heim og veturinn undirbúinn. En þessi tími talaði um dauða, þegar líf sumarins hné til viðar og dauði vetrar og kulda tók við.
Lífið er að fjara út. Kaldur vetur að taka við. En lífið vaknar að nýju næsta vor.
Um það snýst málið.
Þó eitthvað líti illa út akkúrat núna. Allt virðist dimmt og drungalegt, sólin sest og kaldur vetur byrjaður að blása vindum sínu.
En sólin kemur aftur upp í vor. Lífið heldur áfram.
Og ef það væri ekki fyrir veturinn, myndum við ekki ná að meta vorið að verðleikum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. september 2007
Kannski maður prófi þennan?
Jæja, kannski maður prófi þennan í eins og eina viku eða svo, og sjái hvort þetta virkar.
Eða taka bara þrjá daga í einu...stikkprufu.
Gallinn er, að mér finnast bakaðar baunir ekki mjög góðar...a.m.k. einar sér. Hvers vegna var hér ekki um "bakaða pizzu" að ræða. Tvær svoleiðis á dag hefði verið solid megrunarkúr.
En ok, ég er nú aðallega að velta fyrir mér næringargildi þessa kúrs. Fær hann öll næringarefni sem hann þarf, þessi breski smiður?
Annars hef ég litla trú á megrunarkúrum...betra að taka bara lítil skref og fá varanlegt þyngdartap þegar til langs tíma er litið.
![]() |
Óvenjulegur megrunarkúr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 26. september 2007
Njörður
Jæja, í kvöld munu skáknirðir Taflfélags Reykjavíkur reyna að verja hraðskákmeistaratitil sinn gegn áskorendunum, skáknörðasilfurliði Hellis frá því í fyrra.
Aðgangur er ókeypis og geta því kvenkyns félagar í saumaklúbbum komið á staðinn, skoðað gripina og e.t.v. athugað hvort einhver þeirra verði tilbúinn að kenna þeim að tefla?
En a.m.k. þá vantar konur í skákina.
Bæði liðin fara síðan á þriðjudaginn kemur til Tyrklands á Evrópumót taflfélaga. Þeir sem vilja mega gjarnan finna sér einhvern þarna til að styrkja til ferðarinnar.
"Kauptu skáknjörð" -- ég meina, það er heil gata nefnd eftir okkur njörðunum.
![]() |
Kauptu þér nörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. september 2007
Einfaldlega bestur
Ég hef lengi sagt það: Anand er einfaldlega beeeeeeeeeeeeestur.
![]() |
Anand með 1,5 vinninga forskot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)