Abbas fagnar 11. september

Jæja, Palestínumenn, bæði Fatah og Hamas, hafa fagnað 11. september hin síðari ár, en sá dagur markar "upphafið að sigrinum á Bandaríkjunum", eins og það er víst orðað.


Og víða um hinn íslamska heim er þessi dagur haldinn hátíðlegur, jafnvel í þeim löndum, sem eiga að vera "vinveitt" Bandaríkjunum og í bandalagi við þau. En meðan Bandaríkin kosta heimastjórn Palestínumanna í Ramallah, halda háskólar Palestínumanna áfram að kynda undir áróður gegn og hatur á Bandaríkjunum.


Og í málgagni Abbasar birtist skopmynd, sem var sérstaklega gerð af þessu tilefni og fyrir málgagnið. Greinilegt að Bandaríkjamenn þurfa að fara að athuga sinn gang, úr því blað, sem stjórnað er frá skrifstofu Abbasar, forseta heimastjórnarinnar, fagnar 11. september og "sigri" Osama bin Laden, bæði grafískt og í orðum.

BinLadenVictoryOverWTC-AlHayat-12-9-2007

Magahjáveituaðgerðir á börnum

Það er hræðilegt að svona þurfi að gerast, að börn fari í "magahjáveituaðgerðir". Nafnið sjálft er eins og það sé tekið að mestu frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða; það hafi orðið að búa til hjáveitu einhvers staðar á Suðurlandinu.


En þetta er alvarlegra mál. Ég þekki unga konu, sem er lágvaxin en var orðin 116 kg. rúm og fór í svona aðgerð og hefur misst 60 kg á frekar skömmum tíma. Líf hennar hefur breyst til batnaðar eftir aðgerðina. En hræðilegt að þurfa að fara í svona aðgerð samt sem áður.


Hvað þá fyrir börn. Hvernig stendur á því, að börn glíma við slík skelfileg offituvandamál? Ruslfæði, vídeó og tölvuleikir í stað hafragrauts, leikja og íþrótta?


Manni verður nánast flökurt að horfa upp á svona lagað vera að gerast, bæði hér og víðar, ekki síst í USA, þar sem offita er orðin stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar. En hitt er svo annað mál, að það er erfitt að vera feitur unglingur. Því fylgir einelti, slæm sjálfsmynd og margskonar erfiðleikar.


En spurning hvort skólarnir þurfa ekki að koma að svona löguðu löngu áður og þá í samstarfi við foreldra?


mbl.is Í offituaðgerð 13 ára og tæp 200 kg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband