Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Læknanemar dreifa smokkum
![]() |
Ástráður dreifir smokkum um Verslunarmannahelgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Góðar fréttir
Ef ég væri löggildur limur í USA myndi ég kjósa Hillary. Ekki spurning. Og ekki af því að hún er kona, heldur af því að hún er hæfust af þeim sem eru í framboði.
![]() |
Hillary Clinton tekur forustu hjá demókrötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Upptyppingar
Jæja, nú fara Upptyppingar að láta gossa úr iðrum sínum. Og Veðurstofan farin að undirbúa verjur á þennan óskapnað.
En ég skil annars ekki þetta nafn. Í mínu ungdæmi hefði þetta nú bara heitið Standpínur.
![]() |
2.300 skjálftar við Upptyppinga frá febrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
phpbb
Jæja nú var heimasíða Taflfélags Reykjavíkur að fá spjallborð. Nýlega bættist þar við myndagallerí. Strákarnir hjá Allra Átta smelltu þessu inn með prýði, undir verkstjórn Esterar verkefnastjóra. T.R. var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá styrktarsamning við Allra Átta, sem skaffaði félaginu hið frábæra vefumsjónarkerfi A8. Ég meina, ólíklegustu menn í TR geta nú skrifað fréttir á síðuna án vandræða.
Nýja spjallborðið er innflutt frá phpbb. Ég kann nú ekkert á þetta, en auglýsi hér eftir einhverjum snillingum, sem gætu miðlað af reynslu sinni af þessu spjallborðskerfi.
En a.m.k.; þeir sem vilja geta skráð sig til leiks á spjallborðinu. Þar má ræða um fleira en skák, sem þó er vissulega þungamiðja spjallborðsins.
En a.m.k.: velkomin á Taflfélagsspjallið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Veik stjórnarandstaða
Undir venjulegum kringumstæðum ættu VG, Framsókn og Frjálslyndir að vera í einhverjum plús, þar eð það er talið gott að vera í stjórnarandstöðu, fylgisaukningarlega séð.
En ekki núna.
Í fyrsta lagi er stjórnin bæði sterk og vinsæl. Hún hefur komist hjá því að gera slæm mistök og aðfinnslur VG í utanríkismálum eru bæði ruglingslegar og oft á tíðum óskynsamlegar, s.s. hvað snertir Hamas.
En síðan held ég, að Hamas-þjónkun Ögmundar og Saving Iceland stuðningur, sem greinilega var til staðar hjá þekktum VG mönnum, hafi komið í bakið á VG. En Framsókn týnd núna og Frjálslyndir hafa verið uppteknir við að eignast Útvarp Sögu. Og Ómar sami brandarinn og venjulega.
Ergo: sterk staða stjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig og Samfó tapar einu prósenti. Ætli maður fari ekki að heyra gömlu frasana um að "hækja" Sjálfstæðisflokksins tapi alltaf fylgi?
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Veslings kortin
Þau eru bæði blaut og á þeytingu til og frá undan vindi.
Af hverju er ekki hægt að segja: "Veðurstofan spáir rigningu og roki", heldur en að reyna að telja fólki trú um, að það sé rigning og rok í kortunum.
![]() |
Rigning og rok í kortunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)