Leiðinlegt mál

En stundum getur skyndileg frægð haft slæmar afleiðingar.

En persónulega finnst mér, að fjölmiðlar hefðu mátt slaka aðeins á með þetta mál. Hefði hér átt í hlut Jón Jónsson verkamaður hefði bara verið sagt: "Maður tekinn með 2 kg....".

Ég vil því segja, og taka undir með móður Kalla Bjarna, að nafn- og myndbirting í fjölmiðlum í þessu máli sé vafasöm. Fræga fólkið, eða fyrrv. fræga fólkið eins og í þessu tilviki, á að njóta sömu réttinda og "venjulega fólkið".

En vonandi nær Kalli Bjarna að rétta úr kútnum eftir þetta og koma sterkur inn, þegar hann hefur afplánað.


mbl.is Segist telja að fíkniefnasmygl hafi verið vegna fíkniefnaskuldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja tískulínan í Hollywood

Það væri til marks um fáránleika stjörnudýrkunar Kananna, ef unglinga í USA færu nú að ganga um í svona, eða svipuðum, fatnaði.
mbl.is París Hilton sögð hafa það ágætt í fangelsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breskir kallar ekki að standa sig í bólinu?

Eða er það kannski raunin, eins og sumir hafa tekið eftir í Bretlandi, að bresku stelpurnar séu ekki sérlega eftirsóknarverðar? :)

Fyrir 15 árum var ég á stúdentafundi í Leicester-háskóla, þar sem rætt var, hvers vegna hlutfall samkynhneigðra karla væri hæst í Englandi af öllum Evrópuríkjum. Þar komu Bretarnir sjálfir fram með ýmsar skýringar: strákaskólar, osfrv.

Undirritaður stóð þá upp og sagði, aðallega þó í gríni, að ástæðan væri sú, að enskar stúlkur væru ekki sérlega myndarlegar. Braust þá út mikill fögnuður meðal karlmannanna, en sumar stúlkurnar urðu fúlar (og nú fæ ég e.t.v harðar árásir frá femínistum) og ein þeirra spurði mig, hvort ég væri ekki á föstu með enskri stúlku? Nei, hún er skosk, var svarað samstundis.

Ég held að nokkuð hafi verið til í þessu hjá mér?

En síðan væri gaman að því að spyrja breskar konur, hvort þær hafi ánægju af sykursýki?


mbl.is Breskar konur kjósa súkkulaði fram yfir kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nýr fjöldaflótti að hefjast frá Eddu?

Fyrir nokkru hafði Edda algjöra yfirburði á bókamarkaðnum, þegar Mál & Menning, Vaka og fleiri bókaútgáfufyrirtæki komu saman í einn risa.

En risinn er á brauðfótum, greinilega. Margir höfundar, sem haft höfðu samninga frá Eddu eða einhverjum af félögum þess, hafa horfið á braut. Nú síðast fór Gyrðir Elíasson, ef ég man rétt, og nú er Grass, SS-maðurinn góðkunni, horfinn veg allrar Veraldar.

Ætli nýr fjöldaflótti sé í uppsiglingu? Spurning hvort Laxness-dæmið fari ekki líka yfir til Veraldar, þegar núverandi útgáfusamningur rennur út. Það er líklegt, því Pétur Már og Ólafur höfðu haft Laxness á sinni könnu í fjölda ára, fyrst hjá Vöku-Helgafelli.

Þá verður ekki mikið eftir hjá Eddu.


mbl.is Nóbelsskáldið Günter Grass skiptir um útgefanda á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lax, lax, lax og aftur lax

Ég skil ekki hvers vegna fullorðið fólk er að standa úti í kuldanum tímunum saman einhvers staðar uppi á hálendi. Það eina sem það gerir er, að henda bandi, fest við spýtu, út í vatn, og síðan bölva hressilega þegar bandið kemur tómt til þeirra aftur.

:)


mbl.is Fyrsti lax sumarsins kominn á land úr Norðurá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saknæmt að vera bílstjóri?

Svo virðist vera í USA. Spurning hvort leigubílstjórararnir verði ekki bannaðir úr miðbænum fljótlega, úr því stétt þeirra er orðin svona hættuleg... og þó. Dómstólar hafa komist að því, að þessi skoðun Bandaríkjastjórnar á ekki við rök að styðjast.
mbl.is Ákæra felld niður á hendur bílstjóra bin Ladens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband