Föstudagur, 29. júní 2007
Hvenær verður mótmælafundurinn?
Ja, núna hlýtur Ísland-Palestína að mótmæla, ég meina, það er verið að skjóta á Palestínumenn! En auðvitað er það ekki issjúið. Ég hef lengi orðið mér úti um furðu vegna þess, að vinahót sumra amk við Palestínumenn virðist frekar vera dulbúið hatur á Ísrael, og óvinir óvina eru vinir.
![]() |
Þrír létust í óeirðum við Nahr al-Bahred |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 29. júní 2007
Tönnin fundin!
Jæja, þá leysist enn ein ráðgátan. Það var hér fyrir nokkrum árum, að Stoke City fór í keppnisferðalag til Spánar og spilaði m.a. við Atleticó Burgos og fleiri lið. Þetta var um sumar, á undirbúningstímabilinu og fengu leikmenn að slaka aðeins á, á milli leikja. Svo vildi til, að hópurinn, með Guðjón Þórðarson framkvæmdastjóra, fór einmitt í skoðunarferð til Atapuerca Sierra, þar sem Guðjón lenti í útistöðum við nokkra hinna innfæddu og fékk einn á kjaftinn.
Í átökum þessum týndist uppáhaldstönn Guðjóns, en hún fannst ekki fyrr en nú og þá hafði hún áfest lítinn bita, sem vísindamönnum sýndist að væri smá biti af eyra.
Þetta hljóta að vera góðar fréttir fyrir Einar Kárason, sem getur nú loksins fengið týnda eyrnabútinn saumaðan á sig. Hann fór einmitt sl. sumar í mikla ferð um Bandaríkin, þar sem hann taldi, að hin týnda tönn Guðjóns gæti verið falin og með eyrnabútinn áfastann. Hann leitaði m.a.s. á Boner Ranch, en þar var myndin til vinstri tekin. En nú má eiga von á, að hann fari að heyra sögur betur, t.d. að þegar talað er um Jón Ólafsson Indíafara, er ekki verið að tala um Jón Ólafsson Lundúnafara.
En hvernig vísindamenn geta fundið út, að tönnin hans Guðjóns sé milljón ára gömul, er með öllu óskiljanlegt.
Og allt sem að framan stendur er auðvitað tómt bull -- nema þetta með heyrnina í Einari Kárasyni!
![]() |
Milljón ára mannstönn fannst á Spáni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aulahúmor | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. júní 2007
Kaupþing open 2007
Jæja, þá er það Kaupþing open 2007, sem haldið verður í Lúxemborg 7.-14. júlí 2007.
Sex Íslendingar munu þar taka þátt, þeirra á meðal undirritaður. Sjá nánar neðarlega á þessari síðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. júní 2007
Lottóvinningur
![]() |
Vann bíl með 6,3 milljónir í skottinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 29. júní 2007
Eru menn gengnir af göflurunum?
Ok, göflunum.
Í fyrsta lagi, þá er þetta hundsmorð andstyggilegt og vona ég að hinir seku verði gripnir, ákærðir og fundnir sekir, og lokaðir inni lengi. Síðan mæli ég með, að höfðað verði skaðabótamál á hendur þeim í Bretlandi.
Í öðru lagi; hvaða fávitar hóta mönnum morði með þessum hætti? Ég meina, sek mannsins, sem fyrir þessu hefur orðið, er ekki einu sinni sönnuð. Og hann segist ekki hafa verið í bænum þegar þetta gerðist. Hvað er fólk að spá? Svona lið á að loka inni með þessum hundamorðingjum.
Í þriðja lagi. Þá fatta ég samt ekki, hvaða fjöldasamkomur þetta voru vegna Lúkasar. Mér sýnist þær hafa aðeins orðið til þess, að æsa veikgeðja fólk upp til að senda morð-SMS á aðila, sem ekki hefur sannast að hafi tekið þátt í þessum verknaði. En annars veit ég auðvitað ekki hvort samhengi er þar á milli, en það kæmi mér ekkert á óvart.
![]() |
Morðhótunum rignir yfir ungan mann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 29. júní 2007
Ökufantar
![]() |
Ók á 140 km hraða undir áhrifum áfengis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. júní 2007
Zestur
![]() |
Einkennilegur sebrahestur í Þýskalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)