Nýr liðsmaður!

Hinn mikli öðlingur Einar K. Einarsson er kominn heim í Taflfélag Reykjavíkur. Undirritaður fagnar því mjög og vill bjóða hann hjartanlega velkominn til leiks.

Júðinn

juifForðum daga var orðið "Júði" notað yfir Gyðinga, rétt eins og Íslendingur yfir Íslendinga. Ekkert slæmt við það. Það merkti "frá Júdeu", rétt eins og "Juden" í Þýskalandi.

Síðan kom til sögunnar "guðsníðingur" yfir þessa þjóð, þ.e. þeir sem drápu Guð, þ.e. Krist. Það styttist síðan í "Gyðingur", ef ég man rétt.

Frakkar hófu síðan að nota tvö orð yfir Gyðinga, annars vegar "Ísraelítar", yfir franska Gyðinga, sem væru í lagi svosem, og "Juif" yfir Júðana, þ.e rússneska Gyðinga, sem væru framandi og óæðri en þeir innlendu.

Nú í dag er "Gyðingur" eðlilegt orð á íslensku, en "Júði" neikvætt, svona eins og að segja "niggari" yfir svertingja.

En nú var mér sagt frá manni, sem var að lýsa pókermóti í sjónvarpi um helgina og notaði þetta orð yfir Ísraelsmann. "Júðinn".

Ég spyr því; var hann

a) heimskur

b) að þykjast vera fyndinn

c) rasisti

d) fífl.

e) allt af ofangreindu

f) fattlaus einfeldningur

 

Eða var hann bara að reyna að láta reka sig?


In the ghetto

Jæja, þá er ghettó að myndast í Reykjavík. Þetta orð eitt og sér fær mann til að skjálfa. Var að horfa í gær á myndina Pianist, ein af myndunum, sem gerðar hafa verið um Varsjárgettóið. Í fyrradag tok ég Schindler og þar áður "The Wall". Þrjár gettómyndir á nokkrum dögum og maður er því viðkvæmur fyrir því, að sjá hér verið að ýja að því, að gettó sé að myndast á Íslandi. Ekki bætti úr skák, að ég í letikastinu í gær, leyfði "Enter the Dragon" með Bruce Lee að renna yfir skjáinn. Og þar segir litaður Bandaríkjamaður í Hong Kong, þegar hann leit yfir fátækrahverfi (c.a.): "Ghettos are everywhere the same."

En á hinn bóginn voru gettóin í Póllandi og víðar mjög frábrugðin þessum hér.


mbl.is Vísar að innflytjendahverfum að myndast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband