Þriðjudagur, 22. maí 2007
Málið í höfn: Ný ríkisstjórn tekur við á morgun
Jæja, þá virðist þetta vera komið. Engin ljón eftir í veginum og nú geta formennirnir tveir farið að tilkynna um ráðherralista og önnur metorð, sem þingmenn flokkanna geta vænst.
En þar eð margir "þungavigtarmenn" (konur meðtaldar) eru í flokkunum, er spurningin e.t.v. sú, hverjir fara sárir frá borði, þegar vonin um ráðherrastól og risnur hefur brugðist?
![]() |
Fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokks lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Líbanon
Einhvern veginn kemur þetta ekki á óvart. Ég er nær alveg handviss um, að sá ófriður, sem geisað hefur í Líbanon síðustu misserin, er að stærstum hluta tilbúinn í Damaskus, eða í Teheran, með millilendingu í Damaskus.
Að mínum dómi þarf leiðin til friðar í Miðausturlöndum að liggja um báðar þessar höfuðborgir. Og með þá kumpána, þennan með hnífinn á myndinni til hliðar og litla Assad, við völdin, er það ólíklegt.
Og eins og er virðist Líbanon vera sá æfingavöllur, sem kumpánar þessir hafa valið til að prófa sig áfram.
![]() |
Hvíta húsið varar Sýrlendinga við að nýta sér átökin í Líbanon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Þingflokkur Framsóknar

![]() |
Siv kjörin formaður þingflokks Framsóknarflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Skoðanakönnun um ráðherraembætti
Jæja, þetta er ágætt. Nú er verið að gera skoðanakönnun meðal þingmanna um, hverjir ættu að fá sæti í næstu ríkisstjórn.
Ég myndi t.d. vilja losna við Sturlu, svo aðeins nafn sé nefnt.
![]() |
Formenn ræða við þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Að gefnu tilefni...
![]() |
Jón segir fregnir af andláti sínu stórlega ýktar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Barist víða
Hér á mbl.is eru í dag fréttir frá bardögum á fjórum stöðum, alls staðar borgarastríð, stundum með erlendri íhlutun: Gasa, Írak, Líbanon, Afghanista. Það merkilega er, að alls staðar eiga svonefndir "heittrúar-múslimar" í hlut.
Skrítið?
![]() |
Barist í Líbanon þriðja daginn í röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)