Gott PR-múf hjá Eggerti

Jæja, West Ham sloppið við fall, en fær kannski á sig kærur frá Sheffield og e.t.v. öðrum liðum á botninum.

Það reynist þó vísast aðeins glópaför, því enska knattspyrnusambandið hefur sagt, að það þýði ekkert. Kannski Sheffield fari með málið fyrir almenna dómstóla?

En Eggert, sem nýlega keypti sér flotta penthouse íbúð fyrir hundruðir milljóna, vildi greinilega koma sér á blað í Englandi.

Þetta var "easy way" hjá honum en ekki "cheap way". Þetta hefur þó vísast verið besta PR-múf Hammers mjög lengi, og ókeypis velviljaauglýsing.

 Eggert kann þetta. En hvað gerir hann næst? Semur við stærsta eggjabú landsins um að kalla afurðina Egg-ert?


mbl.is Eggert Magnússon gefur fé í leitinni að Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Bloggfærslur 15. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband