Mánudagur, 14. maí 2007
Össur grátbiður á hnjánum
Össur tók illa hádegisdrottningarviðtali Guðna Ágústssonar, sem var skyndilega orðinn hrifinn af þvi að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum, þvert á það sem hann hafði gefið í skyn áður.
Þetta hefur vísast komið illa við Össur, sem hefur verið helsti talsmaður þess innan Samfó að mynda hægri-krata stjórn með Sjálfstæðisflokknum, meðan formaðurinn virðist horfa frekar til vinstri, enda eru sætustu strákarnir á rakarastofunni á þeim slóðum.
Össur vaknar nú upp við það, að hann er ekki sætastur á ballinu...og kemst ekki einu sinni í undanúrslit. Og jafnvel Guðni er orðinn sætari.
Og þess vegna reynir hann að láta Guðna líta út fyrir að vera ljóta stelpu, sem ætti ekki einu sinni að fá að fara á ballið. En hann gleymir því, að Framsókn á sér álfkonu sem Bjarni Harðar hefur haft samband við lengi. Og með hennar hjálp fer Guðni á ballið, vel skóaður á fótum. Þegar á hólminn er komið, virðist Öskuguðni vera sætari en vonda stjúpan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. maí 2007
KR tapaði
Ok, ég skal viðurkenna, að ég held með tveimur liðum í nærri því öllum leikjum sumarsins. Annars vegar held ég með FRAM, og hins vegar því liði sem spilar við KR hverju sinni.
Ég get því ekki annað en fagnað sigri Keflvíkinga á KR á þessu fagra vorkvöldi. Ekkert er fegurra en vorkvöld í Vesturbænum -- þegar KR tapar.
![]() |
Keflavík lagði KR-inga í Vesturbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. maí 2007
Heiðingi myrtur
Eins gott að íslam eru friðsöm trúarbrögð og sýna hinum myrtu tilhlýðilega virðingu. Þess vegna, t.d., þurfa Íranir kjarnorkusprengju, eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
![]() |
Írakar dönsuðu eftir að danskur hermaður lét lífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 14. maí 2007
Stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna?
O, ætli það nokkuð. Segjum svo, að slíkt ferli fari í gang af alvöru þá hlýtur Steingrímur að taka sig til og móðga forystumenn Sjálfstæðisflokksins og koma í veg fyrir stjórnarmyndunina.
Vinstri grænir segjast nú loksins hafa tekið úr þroska til að setjast í ríkisstjórn. Það er svosem gott. En Steingrímur veit, að VG er að eðli til stjórnarandstöðuflokkur. Hann þrífst á því að nöldra og rífast, skammast yfir einhverju se stjórnin gerir. Það mun einfaldlega ekki henta honum að setjast í stjórn, því til hvers á að nöldra í stjórnarandstöðunni?
Það gæti líka orðið VG erfitt að sitja í stjórn. Hvað með stjórnarfrumvörpin? Flokkurinn hlyti að greiða atkvæði gegn þeim eins og venjulega. "NEI" flokkurinn gæti átt erfitt með að segja já, þegar flutt eru stjórnarfrumvörp.
Og fyrir utan allt þetta er alveg ljóst, að flokksmenn beggja hafa gjörólíka lífs- og heimssýn. Það gæti verið, að Sjálfstæðisflokkur + VG sé skárra en D+S, en ef Geir þarf að velja á milli þessara flokka, er spurning ekki, hvor aðilinn sé betri, heldur hvor er skárri.
![]() |
Steingrímur: Stjórnarmyndunarumboð liggur ekki á lausu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 14. maí 2007
Mesti dóninn á Alþingi?
Var að horfa á viðtal við Guðna Ág. á Stöð 2. Þar talaði hann um, að Steingrímur væri mesti dóninn á Alþingi...eða í sögu Alþingis, ef ég man rétt, var reyndar bara að hlusta með öðru eyranu.
Og þessi "dóni" var að heimta afsökunarbeiðni frá Framsókn, sem flokkur hans hefur verið að leggja í einelti, jafnvel með dónaskap, síðustu vikur og mánuði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. maí 2007
Mun Guðni hindra áframhaldandi stjórnarsamstarf?
Ég ræddi áðan ýmsar sögur, sem ég hafði heyrt, um að sá armur Framsóknar, sem ekki vildi fá Jón Sig. sem formann og var í "andstöðu" við "Halldórsarminn" hér áður, sé að skipuleggja samstarf við vinstri flokkanna.
Ég fékk það síðan staðfest frá háttsettum framsóknarmanni, með millilendingu í góðum vini sem ég treysti fullkomlega, að Guðni og Bjarni Harðarz vilji alls ekki halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram og líti frekar til vinstri. Þeir ku njóta amk samþykkis Sivjar, sem ku hafa harma að hefna.
Stuttbuxnaklíkan (Björn Ingi og fleiri) sem studdi Halldór sem mest, og fékk mestan stuðning Halldórs, hefur aðeins misst tökin. Eins og Björn Ingi ræddi, hurfu Jón formaður og Jónína Bjartmarz af þingi, en þau ku hafa verið í Halldórsarminum, andstætt Guðna, Bjarna Harðar, Siv og fleirum. Þingflokkurinn sé því að meiri hluta til í "andstöðuarmi" Guðna og co, eða amk leiðtogar hans. Því verði ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf. Guðni vilji líta til vinstri.
En stuðningur Guðna við kaffibandalagið gæti reynst dýrkeyptur. Spurningin er, hvort Guðni muni ekki taka "Gunnar Thoroddsen" á þetta, og mynda ríkisstjórn, og taka með sér Kaffibandalagið, Bjarna Harðar og Siv? En þá væri Framsóknarflokkurinn klofinn, en það breytir svosem ekki miklu, enda er hann orðinn það lítill...! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. maí 2007
Verður hallarbylting í Framsókn?
Morgnarnir á BSÍ eru oft uppspretta skemmtilegra umræðna. Þar sitja m.a. margir leigubílstjórar, sem heyra ýmislegt í spjalli farþega sinna.
Meðal annars heyrði ég það í morgun, að "Geirjóna" muni ekki halda áfram. Ástæðan væri ekki sú, að Jón Sigurðsson vilji ekki láta á reyna, að halda stjórnarsetunni áfram með Sjálfstæðisflokki, heldur séu áhrifamenn í Framsókn mjög andsnúnir slíku.
Þetta var síðan staðfest úr annarri átt, frá krata, sem sagðist hafa heyrt svipað frá heimildamönnum sínum innan Framsóknar.
En það sem heyrst hefur er, að "Guðnaarmurinn" sjái hér kærkomið tækifæri til að losna við Jón Sigurðsson, krónprins Halldórs Ásgrimssonar, og refsa "Halldórsarminum" fyrir að hafa kosið Jón til forystu, en ekki t.d. Guðna, sem hafði verið varaformaður Halldórs. Þessi hópur sé vinstri sinnaður, eða amk lengra til vinstri en Halldórsarmurinn, og vilji frekar fara í R-listastjórn með sósíalistaflokkunum.
Segir sagan, að Jón hafi ekki hlotið mikinn stuðning innan forystusveitar Framsóknar við, að halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram og verði hann kosinn út við fyrsta tækifæri, eða amk gerð óheiðarleg tilraun til þess arna. Munu þeir Selfyssingarnir, Guðni og Bjarni, vera talsmenn þess innan Framsóknar, og njóta til þess tilstyrk Sivjar, sem á víst harma að hefna við Halldórsklíkuna.
En sé þetta rétt má telja, að ef Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki með bónorð og ríkulegan heimamund til Samfó eða VG, og það fyrr en seinna, muni "R-listastjórn" koma upp úr hattinum, þegar öll kurl eru komin til grafar.
![]() |
Jón: Óeðlilegt að tala um flokkinn með þessum hætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 14. maí 2007
Kolbrún strikuð út! En af hverju?
Jæja, Kolbrún Halldórsdóttir var strikuð út í massavís. Það kemur mér ekki á óvart. Ég ræddi við einn VG mann um þetta og sagði hann, að hann hefði strikað hana út, hefði hann haft tækifæri til. Ástæðan er sú, að Kolbrún (eða "Kolbún", ef stafsetning frjálslyndra er notuð!) væri ekki í raun sósíalisti, heldur tækifærissinnaður umhverfissinni, femínisti sem ætti frekar heima hjá Ómari en VG.
Hann bætti síðan við: af hverju heldurðu að "Lilja vinkona þín hafi verið sett í vonlítið baráttusæti í Kraganum"? Jú, af sömu ástæðu. Hún sé fyrst og fremst umhverfissinnaður femínisti, en ekki alvöru sósíalisti eins og t.d. Álfheiður Ingadóttir og aðrir afkomendur gamla Sósíalistaflokksins. Hvorki Kolbrún né Lilja væru í náðinni hjá gamla flokkseigendafélagi Allaballa. Hann bætti við, og sagði eitthvað í þessa veru:
"En við þurfum að hafa þessar konur áberandi til að staðfesta einhverja femíníska ímynd, sem foringjarnir vilja láta auglýsa, græn-bleik Pótemkín tjöld."
Hann sagði síðan það, sem ég hef oft heyrt áður: "Meira rautt, minna grænt"! Og bætti við: "Settu þetta nú á bloggið þitt strákur. En segðu engum hver sagði þetta!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 14. maí 2007
Kolbrún Halldórsdóttir strikuð út í massavís!
Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum, að töluverður fjöldi kjósenda vinstri grænna í umræddu Rvk-kjördæmi hafi strikað Kolbrúnu Halldórsdóttur út. Það voru því fleiri en Árni Johns og Björn Bjarnason sem fengu útstrikanir í massavís. En þetta má auðvitað ekki fjalla um í fjölmiðlum.
Ég skal fúslega viðurkenna, að þetta kemur mér ekki á óvart. Það rennur úr henni eins og vatn úr krana, óstöðvandi orðaflaumur og það sem verra er, að það sem hún segir er sjaldan neitt sérstaklega skynsamlegt, ekki að mínum dómi amk.
Zero Kolbrún.
Mánudagur, 14. maí 2007
Mörður í Undralandi
Eitt það besta við yfirstaðnar kosningar er, að Mörður Árnason datt út. Ég hef ekkert á móti manninum persónulega, en hitt er svo allt annað mál, að mér finnst hann á köflum yfirgengilega þreytandi. Ekki af því að stefna hans pirri mig neitt sérstaklega, heldur virkar hann á mig eins og mígreni, sem er í besta falli hægt að halda niðri með pillum.
Ég er hundfúll yfir því að detta út af Alþingi, ef ég á að segja alveg eins og er. Ég taldi mig eiga erindi inn á þing og var orðinn býsna góður þingmaður, fyrir minn málstað og mitt fólk. Þegar maður tekur þátt í þessum leik verður maður þó að búast við því að svona geti farið," segir Mörður Árnason sem nú fellur af þingi.
En hitt skal ég viðurkenna, að álit mitt á Merði hefur reyndar aukist á síðasta kjörtímabili (t.d. með því að reka frumvörp til baka vegna málfræðivillna!!!), en það er lítil bót. Hann var í "Jóns Bjarnasonar flokknum", en hefur nú komist upp um eina deild, og hefur rekið þar hentistefnupólítík Samfó í skjóli þess, að hann er vel máli farinn og fær boð í alls konar spjallþætti. Það er ekki að ástæðulausu, að hans eigin flokksmenn settu hann neðarlega í prófkjöri. Það ættu að vera skýr skilaboð. Zero Mörður.
Og síðan segist Mörður hafa verið orðinn býsna góður þingmaður, fyrir sig og sína. En af hverju var honum þá hafnað af eigin flokki og kjósendum hans?
Það eitt og sér, að tala gott mál, er ekki nóg til að meika það á Alþingi. Þegar innihaldið er rýrt, skipta umbúðirnar litlu máli. Og þegar fögur orð lykta, er betra að lofta út.
Ég vil síðan vitna í blogg um þetta sama mál, en þar segir: "Ég er ekki hundfúll yfir því að Mörður hafi dottið út af þingi. Hann er einn af þessum munnræpumönnum, sem gerði það að verkum að virðing mín fyrir Alþingi þvarr."
![]() |
Mörður Árnason: Hundfúll" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)