Fimmtudagur, 10. maí 2007
Tvö Eurovision: annað fyrir vestrið, hitt fyrir austrið.
Annars hætta Vesturlandaþjóðir að hafa áhuga á þessu. En Eiríkur stóð sig vel.
Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart, ég átti einmitt von á svona löguðu, enda hafði maður séð hvernig þessi "austantjaldsmafía" starfar.
Ef engar breytingar verða, fyrir næstu keppni, verður bara að auglýsa hressilega í öllum ríkjum V-Evrópu, að kjósa ekki a-evrópsk lög áfram. Svo einfalt er það nú.
En það góða við þetta allt saman var, að þetta gæti veitt á gott fyrir laugardaginn, úr því rauðliðanum var hafnað!
![]() |
Ísland komst ekki í úrslit Eurovision |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Stormur í vatnsglasi
Hvað er að því að kalla bónda bónda?
Vinsamlegast útskýrið af hverju þetta var svona slæmt hjá Vestfirðingunum? Kona getur líka verið bóndi. Kona getur líka verið vinur. Enda eru um að ræða karlmann og kvenmann, eða er það ekki?
![]() |
Biðst afsökunar á bréfi til bænda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Hver hyggst hætta í sumar?
"Blair sagði ríkisstjórninni að hyggist hætta í sumar" er fyrirsögnin.
Same old, same old. Hverjir skrifa eiginlega á mbl.is?
P.S. Jæja, Moggamenn búnir að laga! Sko!
![]() |
Blair sagði ríkisstjórninni að hann hyggist hætta í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Hvað hefur sir Cliff verið að skemma í 4 aldir?
![]() |
Cliff hefur skemmt í fjórar aldir! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Græða framsóknarmenn á kvefinu?
Ég hef setið á BSÍ síðan snemma í morgun við allskonar tölvutengdar athafnir. Ég kem hér jafnan nokkuð snemma og sit í mínu sæti fram undir níu, þegar ég laumast á skrifstofuna. Mér til vinstri handar, á borðinu við hliðina, situr jafnan aldraður höfðingi úr Skagafirði, vinstri grænn að hætti Ragnars Arnalds, og spáir í lífið og tilveruna út frá morgunblöðunum.
Við eigum oft mjög skemmtilegar samræður um pólítík og dægurmál á morgnana, en núna í morgun var eitthvað þungt í þessum skemmtilega manni.
Málavextir eru þeir, að hann hafi fengið kvef í gær eða fyrradag og fór í Lyfju í gærkvöldi og fékk sér brjóstdropa, þetta sígilda hóstasaft, sem Íslendingar hafa löngum svolgað í sig, einkum á veturna. En, svo sagði hann, að framsóknarmenn hefðu laumað einhverjum framsóknarvírus í saftið, því síðan hann tók þetta inn, hafi hann í fyrsta lagi verið sljór og ekki áttað sig á aðstæðum, og í öðru lagi sjái hann bara xB alls staðar.
En ég sneri á þá, sagði hann, ég tók inn lýsistöflur í morgun. Þær ættu nú að reka framsóknarvírusinn á brott! En skömmu seinna heyrðist hann hrópa upp yfir sig, því í DV er frétt á bls 7 um, að lýsishylkin séu "umvafin" með húð, sem gerð sé úr nautgripahúðum.
"Hvurt þó í logandi" sagði hann. Þá hef ég verið að taka inn framsóknarbeljur í morgun? Alls staðar tekst Framsókn að troða þessum kosningavírus sínum inn.
Ekki að undra, sagði hann, þó Framsókn sé að hækka í skoðanakönnunum, þegar þúsundir kvefaðra Íslendinga hafi fengið í sig framsóknarvírus með hóstasafti og lýsistöflum.
Þetta er ekki vitlausari skýring en mörg önnur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Eins og er...
...enda hafa vinstri menn ekki fengið að grasséra hér og ekki átt sæti í ríkisstjórn í 12 ár.
Spurning hvar Íslendingar muni standa eftir fjögur ár, komist vinstri flokkarnir til valda?
Spurning hvort við höfum efni á, að fá yfir okkur vinstri stjórn?
![]() |
Ísland meðal samkeppnishæfustu hagkerfanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Bannað að pissa útfyrir -- eldhætta
![]() |
Vara við eldhættu í salernisskálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)