Umferðaróviti

Ég á ekki til eitt einasta orð yfir þessu. Hvernig datt þessu 6 ára barni í hug að ferðast með svona umferðaróvita í sætinu við hliðina á sér?

Greinilegt að börnin í dag eru ekki jafn félagslega þroskuð nú og á mínum ungdómsárum, þegar 6 ára krakkar mjólkuðu beljurnar á morgnana og fóru með rollurassanna upp á heiðar eða út í hraun eftir hádegi, og girtu tún eftir kvöldmat.


mbl.is Hvorki ökumaðurinn né barnið voru með bílbelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klaufaskapur

Ég er alveg hoppandi af reiði þessa dagana. Ég hafði séð mér leik á borði, tæmt sparibaukinn og ávísanareikninginn, og lagt fram 69,5 milljarða tilboð í sænska fjármálafyrirtækið Invik & co. Taldi ég víst að því tilboði yrði tekið.

En síðan missti ég það út úr mér, á morgunverðarfundi Sköllóttra manna í viðskiptum, að ég hefði lagt fram þetta tilboð, og vel lá á mér.

Síðan frétti ég það næst, að maðurinn á næsta borði hafi lagt fram tilboð upp á 70 milljarða.

Sveiattan.


mbl.is Milestone kaupir sænskt fjármálafyrirtæki fyrir 70 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100.000

Jæja, ég var orðinn dálítið þreyttur í gærkvöldi og datt út af einhvern tíma um tíu leytið. Hafði verið á fullu síðan hálf fimm um morguninn, og hið sama gerðist í morgun.

En meðan ég steinlá gerðist það, að 100.000asti gesturinn heimsótti mig.

Takk!


« Fyrri síða

Bloggfærslur 26. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband