Mánudagur, 23. apríl 2007
Aftökur
![]() |
Fjórar aftökur í Sádí Arabíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Britney; raunveruleg kona?
![]() |
Spears segir karlmenn ekki getað þegið ást raunverulegrar konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Íslandsmót framhaldsskólasveita
Menntaskólinn í Reykjavík er Íslandsmeistari framhaldsskólasveita, eftir tveggja umferða einvígi við Menntaskólann í Hamrahlíð, hið forna stórveldi.
Jæja, nú er af sem áður var; aðeins tveir skólar senda skáksveitir á Íslandsmót framhaldsskóla.
Ég var að rifja upp gömlu góðu dagana í gærkvöldi með Gunzó Verzlingi og ritstjóra www.skak.is. Hér forðum, meðan ég var formaður skákklúbbs MH (1985-1989) voru jafnan tugir sveita skráðar og aldrei færr en en 4 eða 5 frá MH. Einu sinni sendum við MHingar 9 sveitir til leiks, en það ku vera met. Þar kom m.a. fram frægt lið, G-sveit MH, sem var skipuð harðkjarna Alþýðubandalagsmönnum, en meðal þeirra voru Hrannar B. Arnarsson, Jón Þór Ólafsson heitinn, Steingrímur Ólafsson (báðir synir Óla komma), og einhver einn enn, kannski Hrannar muni hver þar átti í hlut. Kannski það hafi bara verið Helgi Hjörvar sjálfur? Og þessar níu sveitir MH lentu held ég allar frekar ofarlega. Þar oru margir skemmtilegir skákmenn, t.d. þeir félagar úr Álftamýrarskóla, Örn Valdimarsson (síðar á Viðskiptablaðinu), Brynjólfur Hjartarson lögfræðingur og liðsstjóri FRAM, fornir vinir mínir Sveinn Rúnar Eiríksson, þekktari sem briddsari, Ingi Þór Ólafsson, nú læknir, og fleiri.
Þá var skáklíf með blóma í MH og mikill skákáhugi, jafnvel meðal æðstu manna. Ég man, þegar ég fór inn til Örnólfs rektors Thorlacius og fór fram á skákáfanga í MH. Það var umsvifalaust samþykkt. Síðar, þegar aðallega var hleypt inn í MH eftir búsetu, fór ég upp á skrifstofu og fór sterklega fram á að fá tvo félaga úr skákinni, Sigurð Daða Sigfússon og Þröst Árnason, í skólann, þótt þeir væru búsettir í Seljahverfinu. "Eru þeir góðir" var spurt, og þegar ég sagði að þeir væru báðir miklu betri en ég, var þetta sjálfsagt mál, hefðu þeir áhuga á að koma. Já, þetta var í gömlu dagana.
Verzló sendi þrjár sveitir og þótti það gott á þeim bænum. Síðan voru helstu skólarnir með, Ármúli, MR, og fleiri. Þetta voru gömlu góðu dagarnir.
Ég man alltaf, þegar ég hringdi í Ólaf Hraunberg Ólafsson, skákstjóra, og sagði: MH verður a.m.k. með níu sveitir í mótinu. Hann hélt ég væri að plata sig, en þá sagði ég: Ok, ég skrái 10 sveitir. Hann féllst þá á að skrá níu, og skipti ég 10. sveitinni niður á hinar aftari, til að hafa varamenn ef einhverjir yrðu illa fyrir kallaðir eftir skemmtanastúss á föstudagskveldi.
En svona hafa tímarnir breyst. Nú þykir gott, jafnvel í MH, að ná einni sveit til leiks.
Því er mikil þörf, að mínu mati, að efla skákáhuga í skólum, eins og nú hefur verið ráðist í, m.a. fyrir tilverknað Hrafns Jökulssonar og félaga í Hróknum, Hellis og TR. Þeir fyrstnefndu þó aðsópsmestir á þeim vettvangi. Það er hreinlega hörmulegt að sjá, að þegar menn fari í menntaskóla, skuli þeir hætta að tefla (hafi þeir teflt áður!)
Skák | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Ævintýri að morgni dags: Hvar er miskunnsami Samverjinn?
Ég áttaði mig á því, þegar ég kom heim í gærkvöldi, að bíllinn var nánast bensínlaus. Ég hélt þó, að þetta myndi sleppa. Í morgun ætlaði ég á bensínstöðina við fyrsta hanagal, en náði ekki alla leið. Ég varð semsagt bensínlaus og það á frekar slæmum stað, á hliðargötu, sem er mikið notuð af rútum og fjölda einkabíla.
Ég reyndi að ýta bílnum úr alfaraleið, en gallinn var, að leiðin var dálítið upp í móti. Ég hamaðist og hamaðist, og reyndi að stöðva bíla sem óku hjá. Allir sáu að ég átti í erfiðleikum, en enginn stoppaði. Tveir voru þó svo "vinsamlegir" að vinka á móti og brosa. Ójæja, ég mátti ýta bílnum einn, og þegar ég komst ekki lengra, alveg við gatnamótin, þar sem leiðin lá niður á við, beint að bensínstöðinni, kom að kona á besta aldri, á leið heim eftir næturvakt. Hún stöðvaði og hjálpaði mér við að þoka bílnum yfir erfiðasta hjallinn og á beinu brautina.
Það tók c.a. 25-30 sekúndur hámark. Greinilegt að karlmennirnir, sem óku hjá, voru of fínir eða latir til að ljá vegfarandi nokkrar sekúndur. Það versta var, að bíllinn skapaði hættu, þar sem hann var staddur. Jafnvel maður frá Öryggismiðstöðinni ók hjá tvisvar án þess að stoppa. Greinilega að fólk á þeim bæ gætir aðeins öryggis samborgaranna þegar þeir borga fyrir greiðann.
Mér finnst þetta lásí. Er þetta það Ísland sem við viljum? Miskunnsami Samverjinn greinilega víðsfjarri um þessar mundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)