Mánudagur, 2. apríl 2007
Kaupþing 2007

Keppendalisti:
GM-section | ||||||||
No. | Player | Title | Rating | Country | Club | Av.op. | GM-norm | IM-norm |
1 | Aloyzas Kveinys | GM | 2546 | Litháen | Haukar | 2410 | N/A | N/A |
2 | Normund Miezis | GM | 2523 | Lettland | 2412 | N/A | N/A | |
3 | Stefán Kristjánsson | IM | 2485 | Ísland | TR | 2416 | N/A | N/A |
4 | Emil Hermansson | IM | 2475 | Svíþjóð | 2417 | 7,0 | N/A | |
5 | John Shaw | GM | 2441 | Skotland | Hellir | 2421 | N/A | N/A |
6 | Jón Viktor Gunnarsson | IM | 2419 | Ísland | TR | 2424 | 7,0 | N/A |
7 | Bragi Þorfinnsson | IM | 2384 | Ísland | Hellir | 2428 | 7,0 | N/A |
8 | Björn Þorfinnsson | FM | 2348 | Ísland | Hellir | 2432 | 7,0 | 5,0 |
9 | Róbert Harðarson | FM | 2332 | Ísland | Hellir | 2433 | 7,0 | 5,0 |
10 | Guðmundur Kjartansson | FM | 2279 | Ísland | TR | 2439 | 6,5 | 5,0 |
Average | 2423 | |||||||
IM Section | ||||||||
No. | Player | Title | Rating | Country | Club | Av.op. | GM-norm | IM-norm |
1 | Colin McNab | GM | 2418 | Skotland | 2287 | N/A | N/A | |
2 | Robert Bellin | IM | 2381 | England | 2292 | N/A | N/A | |
3 | Charles Lamoureux | IM | 2360 | Frakkland | 2294 | N/A | N/A | |
4 | Sigurður Daði Sigfússon | FM | 2330 | Ísland | Hellir | 2297 | N/A | 6,5 |
5 | Sigurbjörn Björnsson | FM | 2329 | Ísland | Hellir | 2297 | N/A | 6,5 |
6 | Ingvar Þór Jóhannesson | FM | 2299 | Ísland | Hellir | 2301 | N/A | 6,5 |
7 | Snorri G. Bergsson | FM | 2296 | Ísland | TR | 2301 | N/A | 6,5 |
8 | Kazimierz Olszynski | 2256 | Pólland | SA | 2305 | N/A | 6,5 | |
9 | Heimir Ásgeirsson | 2180 | Ísland | Haukar | 2314 | N/A | 6,5 | |
10 | Hjörvar Steinn Grétarsson | 2156 | Ísland | Hellir | 2317 | N/A | 6,5 | |
Average | 2301 |
Skák | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. apríl 2007
Króníkan og DV
Nú hefur það gerst, að blaðamenn Króníkunnar hafa ákveðið að taka ekki starfstilboði DV:
Ég ætla ekki einu að þykjast vita hvaða tilfæringar fóru fram að baki tjalda, en mikið hlýtur DV að hafa boðið illa, úr því blaðamennirnir vilja frekar fara lausríðandi frá borði en fylgja kapteininum yfir á gamla slúðurblaðið.
Kannski bauð DV ágætlega, en blaðamennirnir höfðu bara metnað til að halda starfi sínu áfram á virtari blaði.
En úr því þeir sjö stóðu saman í þessu, hlýtur eitthvað frekar vafasamt að hafa hangið á spýtunni.
![]() |
Króníkufólk fer ekki á DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 2. apríl 2007
Nei, nei, nei og aftur nei
![]() |
Stern fellur frá andstöðu sinni við erfðaefnispróf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 2. apríl 2007
Veiðikortið!
Jæja, veiðisumarið að hefjast. Af því tilefni vil ég aftur minna á Veiðikortið, sem hefur slegið í gegn á síðustu árum. Sjálfur er ég anti-stangveiðimaður, svo litlar líkur eru á, að ég bregði undir mig betri fætinum af þessu tilefni.
En fyrir þá, sem áhuga hafa á stangveiði (án þess að kosta til tugum þúsunda) er vatnaveiðin ágæt lausn. Og Veiðikortið kostar bara 5000 kall og fæst hjá ESSO, á heimasíðunni og víðar.
Ok, þetta er "óbein" auglýsing: viðurkenni það alveg.
![]() |
Stangveiðisumarið hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. apríl 2007
Tvífarar vikunnar
Já, verð að koma með þennan.
Það var fyrir nokkru síðan, þegar ég og Björn Þorfinnsson frá Löngumýri vorum að horfa á leik Arsenal og Man Utd. á Kebab-húsinu, að Bjözzi sagði skyndilega: Hvað er Stebbi að gera þarna inná?
Já, "Stebbi" er Stefán Kristjánsson, næsti stórmeistari Íslendinga í skák. En eru þeir ekki bara nokkuð líkir?
![]() |
Vidic viðbeinsbrotinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. apríl 2007
Ehud Olmert að gera í sig?
Jæja, nú er Ehud Olmert, fyrrum borgarstjóri Jerúsalem og núverandi settur forsætisráðherra Ísraels, enn einu sinni að gera í buxurnar. Mig minnir, að nýlega hafi hann mælst með um eða innan við 5% stuðning í embættið, sem hann erfði frá Ariel Sharon fyrir rúmlega ári, ef ég man rétt.
Ég hef aldrei fílað Olmert neitt sérstaklega sem forsætisráðherra. Hef reyndar séð hann einu sinni, að vísu bara nokkuð álengdar, en þá var ég í heimildasöfnun og skoðunarferð á skrifstofu borgarstjórans í Jerúsalem. Hann var þar á vappi. Hins vegar hitti ég einu sinni Teddy Kollek, sem hafði verið borgarstjóri Jerúsalem, fyrst vesturhlutans og síðan allrar Jerúsalem eftir 1967. Sá herramaður, sem er nýlega látinn, komst í fréttirnar nýlega þegar upp komst um, að hann, sem foringi í Haganah og stjórnunarráði Gyðinga (Jewish Agency) hafi laumað nöfnum Irgun-liða (hægri sinnaðra skæruliða úr þeim hópi, sem síðar stofnaði Likud (undir forystu Men. Begins)) í hendur Breta, sem síðan gengu á lagið og handtóku þá. Haganah og Irgun átti þá í deilum, eins og oft áður.
En þessir borgarstjórar tveir eru nokkuð ólíkir. Kollek var ljúfmenni, Olmert dálítið viðskotaillur. Jafnframt var Kollek miklu meiri karakter. Hefðu þeir báðir verið í framboði, og ég haft kosningarétt, hefði ég kosið Kollek.
En jæja, Olmert komst bakdyramegin í stól forsætisráðherra og mun ekki halda honum fram yfir næstu forsætisráðherrakosnngar. Hann er rúinn trausti, jafnvel í eigin flokki.
Hann hefur átt hvert axarskaftið á fætur öðru og fer langt með að slá met Ingibjargar Sólrúnar í þeim efnum. Enda er Kadima flokkurinn að hrynja í fylgi og Bibi Nethanyahu með sinn Likud flokk að verða stærstur, ef marka má skoðanakannanir. Bibi er reyndar meira umdeildur,en nokkuð skemmtilegur fýr. Ég hitti hann einu sinni líka, óvart reyndar. Ég myndi kjósa Bibi, hefði ég tækifæri til, ekki endilega vegna stefnumála hans, heldur vegna þess, að hann er einfaldlega sterkari persóuleiki en t.d. Olmert og Barak og þeir hinir, sem koma til greina í forsætisráðherraembættið.
Ég bjó einu sinni í Jerúsalem, í Arlazorov stræti, í íbúð sem Golda Meir hafði einu sinni átt. Gamla konan á neðri hæðinni í húsinu við hliðina sagði margar sögur af Goldu, meðan hún bjó þarna. Nixon hafði m.a. komið í eldhúsið hjá Goldu....eldhúsið mitt! Úff, ekki að furða þó mig hafi langað til að ráðast inn í Víetnam þegar ég var að elda.
En nokkur hundruð metrum frá húsinu var embættisbústaður forsætisráðherra Ísraels...nokkur hundruð metrum í hina áttina var forsetabústaðurinn. Þetta var skemmtilegur tími í skemmtilegri borg.
En gaman þótti mér að sjá heimsóknir á þessa tvo staði. Þá voru götur afgirtar, mikil öryggisgæsla og síðan streymdu fánum skreyttir bílar að. En þetta var í þá gamla daga, meðan ég enn hafði hár.
![]() |
Ummæli Olmerts um hugsanlegar friðarviðræður harðlega gagnrýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 2. apríl 2007
Mini-Tsunami í paradís
Maður finnur til með hinum 500.000 íbúum þessarar einstöku Kyrrahafs-paradísar, eða paradísa, því hér eiga í hlut margar smáeyjar.
Nú hafa náttúruhamfarir skollið yfir. Við Íslendingar þekkjum slíkt vel úr sögu okkar lands og ættum því að hafa ríka samúð með þessu fólki.
Maður hugsar ósjálfrátt aftur til Tsunami, 26. des fyrir 3 árum eftir ég man rétt, þar sem flóðbylgjurnar risu á mjög stóru svæði, allt frá Indlandi austur á Indónesíu, og jafnvel austar.
Maður spyr sig síðan að því, hvað myndi gerast ef svona jarðskjálfti myndi ríða yfir í Faxaflóa? Hvað yrði þá um Reykjavík? Eða eru aðstæður frábrugðnar?
![]() |
Íbúar Salómonseyja segjast ekki hafa fengið neina viðvörun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. apríl 2007
Brjóstgóða Brookin
Raggi Bjarna er miklu meiri bjargvættur brjóstgóðra kvenna, sem hafa löngum getað sungið "Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig", þegar flaggandi brjóstin fanga athygli einmana karla!
Annars skil ég ekki hvað er að t.d. brjóstahaldara eins og þeim sem er notaður á myndinni til hliðar?
![]() |
Brook bjargvættur brjóstastórra kvenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. apríl 2007
Lítil hetja
Meðan fréttaflutningur hér á mbl.is er aðallega af morðum í Írak, Súdan og annarsstaðar, og hörmungum hér og þar, m.a. með ofsaakstri Íslendinga eina helgina enn, er gaman að fá svona krúttlega sögu til að ylja manni um hjartaræturnar.
Ég er kannski orðinn væminn, en þetta var voðalega sæt frétt af miklum hetjuskap 7 ára drengs.
![]() |
Sjö ára drengur bjargar yngri systkinum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. apríl 2007
Aprílgabb
Að venju kom fram aprílgabb á www.skak.is. Nú var auglýst Alþjóðlega Landsbankamótið 2007, sem hefjast eigi í lok apríl, þegar Kaupþingsmótinu og Reykjavík International verður lokið.
Mér skilst að þónokkrir áhugasamir skákmenn hafi skráð sig, en ómögulegt er að toga upp úr ritstjóra Skákar hverjir þar áttu í hlut.
Mig grunar einna helst nokkra bloggvini hér, Hrannar Arnarsson og Baldursson, Svein Arnarsson, Benedikt Jónasson og Stefán Frey.
Reyndar hef ég, í fúlustu alvöru, nokkra grunaða, þám nokkra fastagesti á mótum. En meðal ritstjóri Skákar ber fyrir sig, að blaðamenn verndi heimildamenn sína, verð ég bara að halda áfram að giska.
![]() |
Aprílgöbb stór og smá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)