Reykjavík International lokið: Jón Viktor náði stórmeistaraáfanga

RIMG_0048Jæja, þá er tveimur erfiðum mótum lokið, fyrst Kaupþingsmótinu og síðan þessu, Reykjavík International.

Jæja, best að byrja á sjálfum sér. Ég gerði jafntefli við Sigurbjörn Björnsson í 6. umferð, þar sem ég fékk yfirburðastöðu, missti af vinningsleikjum og mátti að lokum þakka fyrir jafnteflið, sem ég knúði fram með hróksfórn. Í næstu umferð tefldi ég við Heimskautahúninn, Björn Þorfinnsson. Þar náði ég að platann í byrjuninni og landaði sigrinum. Í 8. umferð tefldi ég við stórmeistarann Ivanov frá Rússlandi. Ég tók á mig þrengri stöðu í byrjuninni og vildi látann sprengja sig. Þegar hann lék síðan af sér mistókst mér að nýta mér það og lenti í kreppu, en varðist vel. Staðan var einfaldlega steindautt jafntefli, þegar ég lék alvarlega af mér og tapaði. Gerði svo jafntefli við Ingvar Þór í morgun, eins og í mörgum mótum undanfarið.

Niðurstaðan var 4.5./9 og smávegis stigagróði. Nánari tölfræði upplýsingar um mótið má finna á http://www.skaksamband.is

PICT0076Normunds Miezis sigraði í mótinu, eins og í Kaupþingsmótinu. Annar var Jón Viktor Gunnarsson, sem náði stórmeistaráfanga í mótinu. Í 3-7 sæti voru síðan nokkrir Bretar, Indverjinn sem sigraði mig í 3. umferð og Héðinn Steingrímsson.

Nokkrir af félögunum voru neðan við eðlilegan styrkleika og má segja, að flestir sterkustu landarnir hafi teflt undir eðlilegri getu. En það voru hins vegar aðrir, aðeins neðar í röðinni, s.s. Guðni Stefán Pétursson, Kristján Eðvarðsson og Guðmundur Kjartansson sem stóðu sig vel, að ógleymdum litlu strákunum þremur.

En annars gekk þetta það vel allt saman, að nú stendur til að halda Reykjavíkurskákmótið næsta haust. Loksins er farið að vora á ný í skákinni á Íslandi.

 


mbl.is Jón Viktor náði fyrsta áfanga að stórmeistaratitli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Viktor með stórmeistaraáfanga

PICT0076Jón Viktor gerði í dag jafntefli við úkraínsku skákkonuna Gaponenku og tryggði sér þarmeð stórmeistaráfanga. Til hamingju Jón Viktor.
mbl.is Lokaumferð minningarmóts í skák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er VG að missa flugið?

Ég er nú svosem enginn stjórnmálaspekingur, en ef fram fer sem horfir, gæti fylgi VG fallið enn neðar, ef fréttin um Paul Nikolov reynist sönn, eða meint viðbrögð hans (í commentakerfinu).

Framsókn er á niðurleið, og Frjálslyndir og Íslandshreyfingin ná ekki inn manni. Þessi könnun bendir til, að gamla fjórflokkakerfið sé jafn kyrfilega samofið þjóðarsálinni og menn hafa löngum talið, og að "fimmta framboðið" nái e.t.v. fylgi um tíma, en detti síðan út aftur.

Góð staða Sjálfstæðisflokksins er vissulega fagnaðarefni í mínum huga. Og nú kætast kratarnir, sem greinilega eru að taka út landsfundaraukninguna, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, býst ég við.

En jæja, spennandi vikur framundan. Áfram Ísland


mbl.is Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ok, ég skil þetta ekki. 4. hluti

Jæja, þetta er orðið þreytandi, að mbl.is geti ekki skrifað greinar á sómasamlegri íslensku. Maður er ekki að fara fram á neina ofursnilld, en það er lágmarks krafa, sem á að gera til þeirra sem skrifa í fjölmiðla að atvinnu sinni, að þeir séu skrifandi á íslensku og a.m.k. renni yfir það, sem þeir skrifa, áður en þeir henda því inn. Auðvitað eru menn að vinna undir álagi og tímapressu, en þetta nær ekki nokkurri átt, eins og staðan er núna.

En svo segir hér og feitletra ég aðeins það versta:

Slökkvilið og lögregla voru á vakt við húsin að Lækjargötu 2 og gjöreyðilagði Austurstræti í alla nótte n búist var við miklum mannfjölda í miðbæinn þar sem frídagur er hjá flestum í dag. Slökkviliðsmenn unnu mikið þrekvirki í baráttu sinni við stórbruna íhúsunum í gær.

Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa unnið mikið þrekvirki í baráttu sinni við stórbrunann sem lagði undir sig stórann hluta húsanna í miðborg Reykjavíkur í gærdag. Eldurinn var gífurlega erfiður við að eiga og á milli 80 og 100 manns voru við slökkvistarf frá því rétt eftir klukkan tvö og fram á kvöld. Ljóst er að eyðilegging er mikil, sárið sem eftir situr stórt og þörf á brýnu hreinsunar- og uppbyggingarstarfi á reitnum. Að sögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er talið líklegt að kviknað hafi í út frá loftljósi í söluturni sem stendur á milli bygginganna.

 

Og áfram hélt þetta. En þetta verður að duga. Morgunblaðið hlýtur að hafa meiri metnað en að síendurtekið eru birtar annað hvort mjög illa skrifaðar greinar, eða þar sem barnalegar villur eru sendar út. Morgunblaðið hlýtur að hafa meiri metnað en þetta.

 


mbl.is Slökkvilið og lögregla á vakt í alla nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ok, ég skil þetta ekki. 3. hluti

Jæja, þetta fer að verða daglegur viðburður hjá manni. En svo segir á mbl.is

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt marka Barcelona sem sigraði Getafe, 5:2, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Camp Nou í kvöld. Eiður Smári kom Barcelona í 4:2 á 63. mínútu, rétt eftir að lið hans hafði misst niður þriggja marka forskot sem það hafði í hálfleik. Lionel Messi skoraði þá tvö mörk og Xavi eitt en Getafe skoraði tvö mörk með stuttu millibili snemma í síðari hálfleik. Samuel Eto'o bætti loks við fimmta marki Barcelona. Eiður fór af velli fljótlega eftir að hann skoraði markið.

Ég átta mig hreinlega ekki á því, hvernig lið getur misst niður þriggja marka forskot, þegar mótherjinn skorar aðeins tvö mörk?

En rosalega var markið flott hjá Messi.

 

 


mbl.is Eiður skoraði fyrir Barcelona í 5:2 sigri gegn Getafe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytt ásýnd Lækjartorgs

Jæja, nú þarf að huga að því, hvað tekur við í Austurstræti, þar sem húsin brunnu. Í mínum huga er ljóst, að breyta þarf um stíl. Gömlu húsin, eins fögur og menningarsöguleg og þau voru, eru ónýt, að minnsta kosti flest þeirra. En ég tek undir með þeim, að reyna þarf að halda húsinu á horni Austurstrætis og Lækjargötu.

Persónulega væri ég hrifnastur af því að byggja EKKI nýtt hús þar sem Pravda er núna, heldur setja þar garð eða eitthvað annað skemmtilegt. Þarna má gera eitthvað fallegt, en ekki planta niður steinsteypukubböldum. Þarna mætti setja niður tré, setja bekki niður, gera aðstöðu fyrir útimarkað eða eitthvað þvílíkt.

Úr því svona fór, þarf að hugsa málin upp á nýtt og nota þennan reit til að trekkja bæjarbúa að. Sjálfur bý ég í úthverfi (Hliðunum) og sæki mína þjónustu annað. Ég hef því fáar ástæður til að skreppa í bæinn, og reyndar heimsæki ég miðbæinn aðeins nokkrum sinnum á ári, enda afskaplega lítið að gera þar, sem ekki er hægt að gera annars staðar.

En með því að setja garð þarna við Lækjartorgið, eða stað þar sem fólk getur komið saman, slappað af, drukkið kaffi, teflt eða spilað, eða hlustað á lifandi tónlist utandyra.

Hvað finnst mönnum um eitthvað svoleiðis í miðbæinn?


mbl.is Slökkvistarfi lokið að mestu og hreinsunarstörf hafin í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband