Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Uglan að meika það!
Glæsilegur sigur hjá Jóni Viktori, a.k.a. Uglunni. Hann tefldi þetta frísklega og réðst af hörku á Héðin og fórnaði síðan manni á glæsilegan hátt og sigurinn féll. Skákin var sýnd "live" á www.skaksamband.is og er rædd á Skákhorninu.
![]() |
Jón Viktor kominn í 2. sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Ok, ég skil þetta ekki
Svo segir í fréttinni:
Maðurinn var handtekinn í október sl. þar sem hann var í bíl á bílastæði og fundust í fórum hans tæp amfetamín, hass og 1 skammtur af LSD. Þegar leitað var á manninum á lögreglustöð reyndist hann vera með hlaðna Taurus 357 Magnum skammbyssu á sér.
Hvað er "tæp amfetamín, hass..."? Sko, stafsetningarvillur á mbl.is hefur fjölgað upp á síðkastið, en svona texti er nú með því verra.
![]() |
Með hlaðna skammbyssu innanklæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Jakob Frímann í 1. sæti
Ég sagði hér í gær, að mér fyndist Íslandshreyfingin lítið annað en grínframboð og nefndi þá til sögunnar, að flokkurinn vildi að gengið yrði í ESB strax, eða amk sótt um aðild hið fyrsta, en sagði síðan, að ekki kæmi til greina, að erlendir aðilar hefðu neitt að segja með auðlindir landsins.
Þetta er, í mínum huga, hrópandi mótsögn. ESB myndi aldrei láta Íslendinga afskiptalausa með auðlindir sínar, frekar en neitt annað merkilegt eða verðmætt.
En ef þetta er grínframboð, vantar trúðana. Ómar er auðvitað landsþekktur skemmtikraftur og einn sá vinsælasti þegar tekið er heilt yfir frá því um eða fyrir 1960. Sjálfur hef ég haldið mikið upp á Ómar í gegnum tíðina, þó hann hafi aðeins misst stig hin síðari misseri. Ómar er samt auðvitað skemmtikraftur, og mjög góður sem slíkur, en hann er þó ekki trúður. Hann er grínari, en ekki trúður, en reynir að afleggja þá hlið á sér í kosningabaráttunni og vill að menn taki sig alvarlega. Það hefur ekki alveg tekist reyndar.
En síðan kemur Jakob Frímann, sem lék a.m.k. einhverns konar trúð í Með allt á hreinu, ef ég man rétt. Hann hefur stundum ekki getað losað sig úr hlutverkinu, en hefur þó átt ágæta spretti, vitsmunalega séð. Ég hef reyndar lítið fylgst með honum, en séð honum bregða fyrir einstaka sinnum í sjónvarpi. En er hann trúðurinn? Ég veit það ekki. Hann er þó líklegur kandidat. Ég vantreysti mönnum, sem hafa löngum haft yfirlýsta lífsskoðun, en hætta svo við, þegar þeir fá ekki brautargengi í prófkjörum, og segjast í raun hafa haft aðra skoðun lengi vel.
En ef hann kemst ekki á þing núna, gæti hann þá farið í einhvern annan flokk fyrir næstu kosningar, eða jafnvel fyrr?
![]() |
Jakob Frímann í 1. sæti á lista Íslandshreyfingar í Suðvesturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni
Jæja, nú taka málin að skýrast. Ný skýrsla! En jæja, stundum má hafa gagn af skýrslum, þó oft séu þær lítið meira en pantaðar niðurstöður og atvinnumiðlun til áhugasamra nefndarmanna. En mér er eiginlega sama hvert hann fer, þó ég vilji síður sendann til Keflavíkur, bara ef hann fer úr Vatnsmýrinni. Löngusker eða Hólmsheiði, ...hvort tveggja skárri kostur en sá núverandi. En svo segir í frétt Mbl.is (og aldrei þessu vant er ég sammála Degi B. Eggertssyni):
Skýrsla um mismunandi flugvallakosti á höfuðborgarsvæðinu verður birt á heimasíðu samgönguráðuneytisins í fyrramálið. Þetta kom fram á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur þar sem rætt var um flugvallarmálið utan dagskrár. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, sagði að í skýrslunni fái Hólmsheiði, Keflavík og Löngusker besta einkunn og langt umfram þá kosti sem fjallað er um varðandi Vatnsmýri.
Vilhjálmur sagði að það væri afar mikilvægt, að áfram verði flugvöllur í Reykjavík ef borgin eigi að gegna því hlutverki að vera miðstöð innanlandssamgangna. Sagðist Vilhjálmur ekki telja, að til greina komi, að flugvöllurinn verði fluttur til Keflavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, sagði að meginniðurstaða skýrslunnar væri sú, að þar væri fótunum kippt undan þeim hræðsluáróðri, að ef flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni sé sá eini kostur fyrir hendi að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur.
Jæja, drengir og stúlkur; nú er að koma þessu máli í gegn og flytja flugvöllinn burtu. Ég er orðinn leiður á, að vaxtabroddur Reykjavíkur sé kominn upp á hálendið.
![]() |
Skýrsla um flugvöll birt í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Kosningaloforð upp í ermina?
Vandi Frjálslyndra er ekki að setja saman stefnu, sem gæti höfðað til margra. Ég las nú í gær eða fyrradag (eða fletti reyndar) málefnahandbók Frjálslyndra. Þar er ekki mjög margt sem ég gæti ekki skrifað undir, heils hugar eða sem "skárra en margt annað".
Síðan vorkennir maður þeim nánast fyrir að hafa verið svívirtir af kommunum og krötunum, og kallaðir rasistar. Útlendingastefna flokksins er eftirrit þess, sem Alþýðuflokkurinn (sem innihélt þá bæði krata og komma) kom fram með á Alþingi 1927. Varla ætla t.d. kratarnir að segja, að Jón Baldvinsson hafi verið rasisti? Eða Héðinn Valdimarsson? Eða Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti?
En vandi Frjálslyndra liggur í, að frambjóðendur flokksins eru ekki traustvekjandi. Þegar svo er, skiptir litlu máli hver stefnan er. Síðustu misserin hef ég talið Magnús Þór allt að því smánarblett á Alþingi...en skal viðurkenna það hér, eftir að hafa lesið bloggið hans, að ég hef ekki alveg verið sanngjarn í dómi mínum um hann. Hann er greinilega ekki jafn vitlaus og ég hélt, en gerir af og til slæm fljótfærnismistök og segir stundum hluti, sem hann hefði ekki átt að gera. En jæja, svona er þetta. Það eiga allir rétt á öðru tækifæri.
Ég myndi gjarnan vilja hafa 150.000 kr. skattleysismörk, eða 122.000. En því miður hafa ráðandi öfl ekki séð sér fært að standa að því. Ég þekki ekki röksemdirnar þar að baki, en ég vona að þeir séu traustar (þó ég efist reyndar um það).
En þó ég segi þetta hér, þá er auðvitað alveg ljóst að ég kýs þennan flokk ekki, og mun vísast aldrei gera. En ég óska honum ekki lengur veg allrar veraldar, út í hafsauga mínus 5%anna. En síðan í ofanálag hefur flokkurinn verið í slæmum félagsskap á Alþingi og það hefur spillt honum aðeins! :)
![]() |
Frjálslyndir vilja 150 þúsund króna skattleysismörk fyrir lágtekjurfólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Danir happy, Ítalir á bömmer!
Kemur ekki á óvart að ligeglad Danir séu hamingjusamastir í ESB. En það segir samt ýmislegt um ESB. Og Ítalir á botninum. Það útskýrir e.t.v. fótboltamenninguna þar í landi.
En hvar ætli Íslendingar hefðu raðast? Hamingjusamastir?
![]() |
Danir hamingjusamasta þjóðin í Evrópusambandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Byssukaup í Virginíu
Þessar fréttir frá Virginíu eru hörmulegar, en snerta mann e.t.v. minna en ella, þar sem maður er orðinn vanur því að tugir manna séu myrtar á hverjum degi í Írak af brjáluðum sjálfsvígssprengjumönnum. Engu að síður fékk maður sjokk, þegar maður las þetta.
En kannski Bandaríkjamenn taki sig nú til og fari að hefta utbreiðslu skotvopna. Þar sem ég bjó í Virginíu á sínum tíma tók ég einmitt eftir því að aðgengi að skotvopnum var auðvelt. Nokkrum metrum frá heimilil mínu var veðlánabúlla (pawn shop), þar sem ýmislegt var til sölu. Ég fór þarna inn einu sinni eða tvisvar, aðallega af forvitni, og þar sá ég m.a. skammbyssur til sölu, jafnvel frekar ódýrt.
Ég spurði einu sinni hvaða leyfi ég þyrfti til að kaupa svona stykki, og þurfti ég aðeins að sýna skilríki og einhverja pappíra um, að ég væri búsettur í Virginíu. Ég gæti síðan komið aftur að nokkrum klst. liðnum og sótt gripinn. Þegar ég spurði af prakkaraskap, hvort ég gæti ekki bara fengið hana strax, var svarað: "Þá verðurðu að borga aðeins extra".
Ergo: þetta er greinilega eins auðvelt og að kaupa Cherioos í morgunmatinn. Og hvað ætli maður menn, eins og þessi sem morðin framdi, gangi um, sem tifandi tímasprengjur í Virginíu?
![]() |
Lög um skotvopnaeign í Virginíu ein þau vægustu í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Landsins forni fjandi - eða eru það fornu fjandar?
Jæja, þá er hafísinn kominn, eða amk á leiðinni. Landsins forni fjandi er kominn aftur. En það er líka kunningi hans, sá sem hefur valdið miklu meira skaða á íslensku þjóðlífi en hafísinn. Þar á ég við sósíalismann.
Viðhorfð mín til sósíalismans eru í raun margskipt. Ég virði þá, sem af einlægni og heilum hug taka upp stefnu, sem þeir álíta að skapi betra þjóðfélag. Fyrir slíka menn eru sósíalisminn lífsskoðun, rétt eins og ég tel að Karl Marx og Freddi Engels hafi í upphafi álitið. En rétt eins og ég virði sósíalista, sem eru einlægir í því að berjast fyrir glötuðum málstað, virði ég kenningar þeirra, þó ég sé alls ekki sammála þeim. Ég tel, að menn megi hafa þá lífssýn, sem þeir kjósa, svo fremi að hún sé öðrum að skaðlausu.
En þá kemur maður að spurningunni: Er sósíalisminn öðrum að skaðlausu? Að mínum dómi er hann skaðlaus, svo lengi sem fylgjendur hans séu ekki við stjórnartauma í landi sínu. Þá geta sósíalistar röflað og tuðað eins og þeir vilja, en það breytir litlu. Fyndnast finnst mér þó, að sjá nokkurn hóp öfgatrúarmanna, sem trúa svo heitt á trúleysi og vísindi, að þeir láta sér ekki nægja að berjast gegn öðrum trúarhópum, heldur reka þeir "trúboð" fyrir trúleysi.En í mínum huga er trúleysi ekki til. Allir trúa á eitthvað, sjálfan sig, vísindi, fótboltafélag, eða guð í einhverri mynd. Til að mynda las ég grein af þessu tagi frá Steindóri Erlingssyni vísindasagnfræðingi, sem er öfgatrúarmaður á sinn einstaka hátt. Trú hans á vísindin og "trúleysið" virðist heitari en trú flestra lúterstrúarmanna á Guð kristinna manna. Hann minnir í mörgu á Hendrik Ottósson, sem er einn af mínum uppáhalds sögupersónum 20. aldar, en hann var yfirlýstur trúleysingi, en afar heittrúaður á sósíalismann og háði margar deilur við þá, sem trúa vildu á Guð kirkjunnar, en stofnun sú var, að mati Hendriks, hinn eini og sanni landsins forni fjandi, rót alls hins illa í íslensku samfélagi - og erlendum samfélögum líka.
En aftur að sósíalismanum.
Skákmaðurinn Bragi Halldórsson, íslenskukennari í MR og mikill öðlingur, sagði mér frá því í gær, hvernig best væri að kjósa. Hann sagði, að þetta væri í raun mjög auðvelt. Hann fari inn í klefann, taki niður gleraugun, haldi fyrir augun, og láti blýantinn detta niður á blaðið. Síðan kjósi hann þann flokk, sem blýanturinn bendi á. En falli hann á D, má gera aftur! Mér finnst þetta nokkuð skondið, en vil betrumbæta þessa leið þannig, að menn skuli "gera aftur" uns blýanturinn lendir á D.
Misjöfn eru örlög vinstrimanna þeirra, sem báru sósíalismann á herðum sér út til landsmanna, þeim til tjóns, að sjálfsögðu. Ég heyrði nýlega sögu af grjóthörðum komma, sem var í námi í Moskvu við upphaf níunda áratugarins. Hann afneitaði þessari trú sinni í kjölfarið - ef við gefum okkur að lífssýn eða lífsspeki sé í eðli sínu trúarlegs eðlis, því hún er eitthvað sem ekki er hægt að þreifa á, heldur er von um betra líf út frá kenningarlegum forsendum. (Og persónulega er ég sannfærður um að sósíalisminn sé í eðli sínu trúarbrögð - jarðnesk trúarbrögð í andstöðu við þau guðlegu.) En maður þessi var með KGB mann yfir sér, mann sem "sá um hann". Margt skondið gerðist í þessu samneyti, en niðurstaðan var, að hann gerðist trúskiptingur og afneitaði sósíalismanum. Það er því hægt að venja menn af þessari óværu, ef viljinn er fyrir hendi hjá hinum "trúaða".
En úff, ég er enn að reyna að vakna...og mun því halda áfram að tjá mig, uns það gerist. En a.m.k., ég las blogg Eyþórs Arnalds í morgun og rakst þar á vísun í Benedikt Sigurðsson krata, sem segir m.a. eftirfarandi:
Prívat finnst mér heiðarlegt að játa að ég saknaði þess ekki að Steingrímur J Sigfússon stofnaði til sérframboðs - eftir að Hjörleifur Guttormsson hafði talið hann ofan af því að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn eins og Halldór Ásgrímsson og Kristinn H Gunnarsson höfðu reiknað með. Ég sá ekki eftir því að Steingrímur Jóhann yrði í öðrum stjórnmálaflokki en ég því hann hafði áður hjálpað mér til að skilja að það væri best fyrir mig að yfirgefa Alþýðubandalagið sáluga enda Steingrímur hvorki VINSTRI NÉ GRÆNN á þeim árum fremur en nú.
Þetta minnir mig á það, sem virðuleg eldri kona sagði mér eitt sinn, að Ögmundur væri kommi, en Steingrímur Joð fyrst og fremst þjóðernissinni, sem hefði verið í Flokki þjóðernissinna á kreppuárunum, en ekki kommúnistaflokknum. Hún sagðist þekkja marga slíka, sem hefðu yfirgefið þjóðernissinnaflokkinn og gengið í Sósíalistaflokkinn, t.d. Jón Aðils og fleiri. En ef þeim flokkum, sem nú væru starfandi, ætti hann helst heima í Framsóknarflokknum. Hvað hann væri að gera í sósíalistaflokki, var henni mikil ráðgáta.
En hafa ber í huga, að á sínum tíma komu fram tvær einræðissinnaðar sósíalistahreyfingar, önnur alþjóðasósíalísk og hin þjóðernissósíalísk.
Hin fyrri er að stærstum hluta gengin fyrir ætternisstapann með falli Sovét, en hin lifir enn góðu lífi, en í breyttri mynd.
Hún hefur margt sér til ágætis, svosem, en sósíalistadraugurinn, sem fylgir með, er sá vírus, sem smitar þessa hreyfingu innanfrá. Ef sósíalistar ná góðu kjörgengi í vor má segja, eins og sagt var hér forðum, að Íslands óhamingju verður allt að vopni.
Jæja, nú er ég alveg við það að vakna.
![]() |
Hafísröndin næst landi um 27 sjómílur norðaustur af Horni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)