Föstudagur, 30. mars 2007
Fífl!
Hvar annars staðar en í einræðisríki er það, að taka þátt í mótmælum gegn spilltri harðstjórn, talið vera að "biðja um að vera barinn"??
Múgabe hlýtur að vera verulega veruleikafirrtur ef hann trúir þessu sjálfur.
![]() |
Mugabe segir Tsvangirai hafa beðið um barsmíðarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 30. mars 2007
Gaflarar
....hafa gáfur þær/
sem gagnast þeim vel í bítið /
þeir vita lengra en nefið nær /
en nefið er stundum lítið.
(Flosi Ólafsson)
![]() |
Hafnfirsk ungmenni mótmæla álversstækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 30. mars 2007
Snilld!
Þetta er svipað eins og að ef áflog færu af stað meðal áhorfenda á briddsmóti.
En hvernig stóð á því að það voru 300 stuðningsmenn á leiknum? Ég vissi ekki að svo margir hefðu áhuga á blaki í Grikklandi?
Ætli Steingrímur Joð viti af þessu?
![]() |
Einn lést og nokkrir særðust í átökum blakaðdáenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. mars 2007
Fávitar
Hvurslagt eiginlega samfélag er þetta? Tveir snarruglaðir dúddar ráðast á öldung á Miklubrautinni um hábjartan dag og snartruflast svo þegar Löggan skakkar leikinn.
Sendum þá bara til Guantanamo. Þá hegða þeir sér kannski skikkanlega í framtíðinni.
![]() |
Ráðist á mann á áttræðisaldri á Miklubrautinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 30. mars 2007
Svarti listinn: A-flokkur
Ek kom inn á áðan, að ákveðin fyrirtæki væru á svörtum lista hjá mér af ýmsum ástæðum, aðallega vegna dónaskapar eða annarrar óviðkvæmilegrar framkomu starfsfólks.
Ek lauma hér inn fyrstu fimm sætunum í A-flokki (efsta flokki), rétt upp á grínið (EKKI ENDILEGA Í RÉTTRI RÖÐ):
- BYKO
- VÍS
- HVELLUR.COM
- VÉLALAND
- OPIN KERFI
og hana nú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 30. mars 2007
BYKO ætti auðvitað að borga
farmiðann! Og lappa aðeins upp á álitið hjá fólki, en þessi herferð Múrbúðarinnar hefur þó skilað sínu. Ef ég færi að kaupa mér málningu, gæti ég þess vegna farið þangað (ef ég hefði ekki starfað í Litaveri í mörg herrans ár og færi vísast þangað!).
En ég myndi aldrei versla í BYKO. Það fyrirtæki er á svörtum lista hjá mér, en þar eru fyrirtæki sem hafa gengið fram af mér, jafnan með dónaskap starfsfólks, eða öðru slíku. BYKO er semsagt í A-flokki þar, ásamt VÍS og einstaka fyrirtækjum öðrum.
![]() |
Kvittun fyrir málningarkaupum kom í leitirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 30. mars 2007
Æ, fær orðið ekkert að vera í friði
![]() |
Leggjast gegn niðurrifi húsa við Laugaveg og Vatnsstíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |