Ég, terroristinn: Lokaþáttur

klefi1Jæja, mér var sleppt úr haldi, eftir tæpa fjóra klukkutíma. Ég var sennilega ekki enn grunaður um að vera hryðjuverkamaður. En ég var kominn með FBI-skrá. Geri aðrir betur!

Friðrik Jónsson sendiráðsritari tók nú við mér og hafði hann fengið það hlutverk frá FBI, að "lesa yfir hausamótunum" á mér. Ég man nú ekki eftir hausamótalestri, en man þó, að hann ræddi við mig um hversu ég hefði í raun verið heppinn að losna úr þessari prísund.

Ég gat fallist á það.

Ég fór nú aftur inn í flugstöðina, þar sem starfsmenn Flugleiða biðu með töskuna mína. Starfsmaðurinn, sem hafði logið upp á mig, var hvergi sjáanlegur. En á móti mér tók afskaplega vingjarnleg kona, sennilega stöðvarstjórinn. Hún hjálpaði mér að finna hótel fyrir nóttina, einhvers staðar í nágrenninu.

Mér fannst nú eiginlega, að þar sem það hafði verið starfsmaður Flugleiða sem koma þessu máli af stað, að mínum dómi að ósekju, að Flugleiðir hefðu átt að borga fyrir hótelið og leigubílinn, en svo var ekki. En stöðvarstjórinn hringdi á leigubíl.

Það var ekki langt á næsta hótel, það var þarna í nágrenninu. Ég man ekki lengur hvað það hét, en að var hluti af einhverjum af þessum stóru keðjum, sem voru einskonar "millistærð", einskonar Holiday Inn.

klefi2Þetta gekk nú ekki áfallalaust fyrir sig, en að lokum komst ég upp á herbergi og hringdi heim. Ég var laus úr haldi. Ég steinsofnaði fljótlega og dúllaði mér eitthvað fram að næsta kvöldi, þegar ég átti pantað flug. Mig minnir að ég hafi gengið út af hótelinu og niðrí þorp sem var þar nærri, sest þar inn á kaffihús og setið þar frameftir degi.

Mér fannst dálítið fyndið, að úti á flugvelli var nú komið skilti, þar sem varað var við, að djóka um öryggismál. Ég gat ekki annað en hlegið. Hver hafði verið að djóka með öryggismál? Amk ekki ég. Ég hafði ekki djókað neitt um öryggismál, en starfsmaður Flugleiða var ekki með öll ljós kveikt og hafði logið upp á mig, að ég hefði verið að hóta sprengingu, eða að hafa yfir sprengju að ráða. Það hafði ég aldrei sagt.

Þessi starfsmaður var að vinna í afgreiðslunni þegar ég kom og var skömmustulegur þegar hann sá mig. Hann fór eiginlega inn í sig og reyndi að horfa í aðra átt. Ég ætlaði nú samt að tala við hann og spyrja hvað hann hefði eiginlega sagt löggunni að ég hefði sagt, en íslenskir starfsmenn Flugleiða hindruðu það.

Það átti bara að koma mér þegjandi og hljóðalaust úr landi. Ég man ekki hver sagði það, en einhver þarna sagði, að ameríski starfsmaðurinn væri ekki búinn að ná sér eftir atburði gærkvöldsins.

Ég skildi það nú ekki. Flugleiðastarfsmaðurinn hafði ekki lent í neinum raunum; hann hafði bara borið falsvitni gegn náunganum. Var það ekki brot á enhverju boðorðinu?

En ég lét gott heita og fór strax í gegn um hliðið og sat við lestur á nokkrum fræðibókum uns ég komst í flugið. Ég var þó ekki öruggur fyrr en vélin var komin á loft.

Ég átti alltaf von á að sjá öryggisverði ganga í áttina til mín, kynna sig og tilkynna mér að ég væri handtekinn.

En heim komst ég, mitt inn í fjölmiðlaumræðuna. En Friðrik sendiráðsstarfsmaður hafði haldið nafni mínu leyndu og tjáði mér það í símtali strax fyrsta kvöldið, eftir að ég kom heim. Hann stóð sig vel í þessu, og örugglega miklu betur en ég get nokkurn tíma vitað.

En atburðirnir í fangaklefanum, þegar óttinn vék fyrir friði, lifðu enn. Ég hélt ég myndi vakna upp á nóttinni með matröðum. En svo gerðist ekki.

Þessir atburðir gleymdust smám saman, að minni hálfu a.m.k., og ég ber svosem engan kala til neins, sem þarna kom við sögu. Jafnvel ekki lygamarðarins á flugvellinum; hann hefur vísast tekið laun erfiðis síns út á sjálfum sér. Ég trúi ekki öðru en að hann hafi amk haft einhvern móral næstu dagana amk. Það var eitt að tilkynna, að einhver hefði óvart nefnt orðið "sprengja", en það var óþarfi að ljúgja til um samhengið og hvaða orð féllu. En svona manni er aðeins hægt að vorkenna.

En ég komst heim, heilu á húfi. Það sem mér þótti verst, að þeir örfáu (utan fjölskyldunnar) sem ég ræddi við um málið, höfðu lesið fréttina í Mogganum og trúað þar hverju orði. Engu breytti, þótt ég reyndi að segja mína hlut á málinu.  Ég hætti því að tala um þetta mál, nefndi það stöku sinnum í þröngum hópi. Það er ekki fyrr en nú, fimm árum síðar, að ég tek þetta mál in díteil (hafði reyndar sagt hluta sögunnar á umræðuhorni skákmanna fyrir 2 árum c.a.).

Þegar maður lítur til baka, nú fimm árum síðar, hugsar maður með hryllingi til þess hvað hefði gerst, hefði ég verið fluttur fyrir dómara og dæmdur í margra ára fangelsi á grundvelli lygasögu starfsmanns Flugleiða.

Ég er reyndar enn þeirrar skoðunar, að Icelandair skuldi mér skaðabætur. En það er allt önnur saga.


mbl.is Aðstoðarmaður al-Sadrs á fund með forsætisráðherra Íraks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

44 ár frá 1. plötu Bítlana

Í dag er 22. mars. Þennan dag árið 1963 kom út fyrsta plata Bítlana, Please, Please Me, nefnd eftir samnefndu lagi, sem hafði þá áður komið út sér á báti. Þar mátti einnig finna annað smáskífulag, Love Me Do. beatlerPlease, Please Me er álitin besta plata Bítlana frá upphafsárunum. Samkvæmt Rolling Stone's 500 Greatest Albums of All Time er plata þessi í 39. sæti, í sjötta sæti af öllum Bítlaplötum, á eftir Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band, Revolver, Rubber Soul, The Beatles (The White Album) og Abbey Road.Rolling Stones setur tvö lög af plötunni á lista sinn yfir 500 bestu lög allra tíma, I Saw Her Standing There (139) og Please, Please Me (184).Útgáfan 22. mars 1963 var í mónó, en var skömmu síðar einnig gefin út í steríó.Nánari upplýsingar um plötuna og útgáfuna má finna á: http://en.wikipedia.org/wiki/Please_Please_Me

Einmitt, já

Íranir stunda þegar ólögmætar aðgerðir í stórum stíl. Þeir borga fyrir vopn til Hizbollah, í trássi við vopanhléssamningana í sumar, þeir skaffa íröskum uppreisnarmönnum vopn og þjálfun, þeir reka þjálfunarbúðir fyrir terrorista.

Og þetta eru bara nokkur atriði.

En hvernig eru "ólöglegar aðgerðir" gegn landinu? Ef SÞ samþykkir t.d. viðskiptabann gegn Íran, eru þær aðgerðir ólöglegar?

Landið Íran er eitt af mínum uppáhalds löndum í heiminum. Ég myndi gjarnan vilja fara til Írans og dvelja þar í nokkrar vikur. En ekki á meðan þessir dúddar eru við völd. 


mbl.is Æðsti klerkur Írans: Íranar reiðubúnir að grípa til ólögmætra aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Bloggfærslur 22. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband