Þriðjudagur, 20. mars 2007
Breska stjórnin heimilar blæjubann í skólum
Breska stjórnin hefur nú gefið skólayfirvöldum heimild til að banna múslimum að ganga með andlitsblæjur í skólum, skv. fréttum,m.a. á CNN, með ákveðnum skilyrðum þó.
Hér heldur áfram umræðan sem háð var í Frakklandi í fyrra og hittiðfyrra um aðlögun innflytjenda og umburðarlyndi hinna innfæddu.
Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að það eigi almennt að taka tillit til menningar og hefða innflytjenda, en með undantekningum þó. Málið er, að innflytjendur verða líka að taka tillit til hefða og menningar gistilandsins. Innflutningur til framandi lands setur ekki aðeins skyldur á herðar hinna innfæddu, heldur aðkomufólksins líka. Og nefna verður, að ætli t.d. Evrópubúar að flytjast til íslamskra landa, verða þeir að aðlagast siðum og menningu hinna innfæddu þar. Því er alls ekki ósanngjarnt að múslimar þurfi að taka tillit til evrópskrar menningar, kjósi þeir að flytjast þangað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Baugur selur Baugi?
Ok, leiðréttið þið mig endilega ef ég hef rangt fyrir mér, en er ekki Baugur stærsti (eða amk stór) hluthafinn í 365? Er þetta ekki bara tilfærsla á fé og skráðri eignaraðild innan sama batterís?
Ef ég man rétt, var rekstur 365 miðla erfiður á síðasta ári og töluvert varð tap á rekstrinum. Getur ekki verið að Baugur sé að redda 365 úr verstu súpunni og styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisins?
En það hlýtur að vera bara hið besta mál? Þá þarf t.d. Bónus kannski ekki að auglýsa eins mikið í Fréttablaðinu og áður?
Annars hef ég ekkert vit á svona löguðu og er löngu hættur að skilja hvað er Baugur og hvað eru dótturfyrirtæki eða tengd fyrirtæki.
![]() |
Baugur kaupir 17% hlut í Daybreak af 365 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Traustar almenningssamgöngur?

![]() |
Verkfall hjá strætisvögnum lamar umferð í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Reykjavík lokuð
Jæja, nú er eiginlega búið að loka Reykvíkinga inni. Það leiður hugann að því, hvort ekki sé kominn tími á Hellisheiðargöng og að leggja Suðurlandsveg við Norðlingaholt í stokk.
En það er aldeilis veðrið úti á landsbyggðinni. Nú er gott að búa EKKI í úthverfunum.
![]() |
Vitlaust veður á Suðurlands- og Vesturlandsvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Þegar ég var handtekinn í stríðinu gegn hryðjuverkum: 4. hluti
Það er ljóst af þessari frétt, að margir meintir hryðjuverkamenn ganga lausir. Ég ku vera einn þeirra. Mér var reyndar sleppt aftur eftir handtökuna. Komið hafði í ljós, að ég var sárameinlaus og alls ekki líklegur til að vera viðriðinn sprengjuárásir á flugvélar eða önnur tæki í eigu vestrænna aðila.
En þetta var engu að síður frekar óskemmtileg lífsreynsla, eins og ég hef rakið í nokkrum hlutum.
Ég gerði hlé á frásögninni í gær þegar ég náði loksins að dotta smástund á dýnulausa blikkrúminu, með hendurnar sem kodda og jakkann sem ábreiðu. Mér hafði verið sagt að búast við að vera fluttur fyrir æðra yfirvald, þar sem líklegt yrði, að ég fengið c.a. 20 ára fangelsi og milljóna dollara fjársektir.
Ég hafði varla náð að blunda nema nokkrar mínútur þegar ég hrökk upp við einhvern hávaða. Ég sá engan og ekkert gerðist. Ég lá þarna bara og beið þess fyrirsjáanlega. Ég yrði semsagt settur í djeilið með ótíndum glæponum.
Ég tautaði nokkur uppörvunarorð fyrir munni mér og lyfti huga mínum hærra. Ég var hræddur. Hvað gera menn í svona aðstæðum? Ja, þarna dugði ekki að leita til Darwins, hann er dauður. Vísindi eða fræði hjálpuðu ekkert. Ég hóf því að tauta það sem mundi af gömlum sálmum, lyfti huga mínum upp til hæða og leitaði þar liðstyrks.
Svona aðstæður er ekki hægt að útskýra fyrir þeim, sem ekki hafa reynt þær. Ég var hræddur. Allt í lagi að viðurkenna það. En eftir að hafa farið með stutta bæn lagðist ég aftur og sofnaði.
Ég veit ekki hvað eiginlega gerðist næst, en ég heyrði skyndilega rödd, eins og í morgunsvalanum. "Óttast eigi, óttast eigi". Ég reis upp og fann þá, að óttinn var farinn. Ég var ekki lengur hræddur. Þetta var eitt af þessum mómentum, sem maður gleymir aldrei. Ég get ekki útskýrt hvernig mér leið. En í hjarta mér var friður.
Þá var skyndilega barið á rimlana og vörðurinn benti mér að fylgja sér. Íslenskur sendiráðsstarfsmaður var kominn á staðinn og vildi eiga tal af mér.
Ég man ekki alveg tímaröðunina í þessu, hvort sendiráðsstarfsmaðurinn hefði komið þarna áður eða ekki. En núna, þegar ég fer að hugsa um þetta betur, held ég eiginlega að hann hafi verið kominn fyrir fyrri yfirheyrslunar. En hann sagði amk að sendiráðið væri að gangast í málinu. Og ég bað hann að hringja heim til foreldra minna og láta þau vita.
En í öllu falli hafði Friðrik Jónsson sendiráðsritari verið staddur á flugvellinum "fyrir tilviljun". Æ, ég er eitthvað voðalega vantrúaður á tilviljanir. En hann hafði séð mig leiddan burtu í járnum og kannast við gripinn. Jú, við höfðum setið í sendiráðsbústað Jóns Baldvins og Bryndísar rúmum þremur árum áður og rætt um heima og geima. Og hann mundi eftir fanganum.
Hvað ætli hefði gerst, ef Friðrik hefði ekki verið þarna staddur "fyrir tilviljun"? Þá hugsun þori ég eiginlega ekki hugsa til enda. Og ekki var verra, að þarna var kominn maður sem hafði greinilega hæfileika til að bjarga nauðstöddum skákmönnum, en ég sá hann síðar í sjónvarpinu vera að hjálpa Fischer að komast á milli farartækja á leiðinni til Íslands (að mér sýndist amk). Og báðir höfðum við verið handteknir af bandarískum yfirvöldum.
En Friðrik sagði, að verið væri að vinna í málinu. Já, ég var ekki lengur hræddur.
![]() |
Sprengjuárásir í Afganistan þrefölduðust á milli ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Hraðakstur á Reykjanesbraut?
Ég hef nú verið nokkuð tíður bloggari á fréttum um aðgerðir lögreglu gegn hraðakstri og jafnan borið fram nokkuð róttækar skoðanir um, hvað gera skuli við ökufanta.
En að þessu sinni fer maður að spá: er virkilega þess virði að taka menn e.t.v á rúmlega hundrað á Reykjanesbrautinni? Sá sem hraðast ók fór á 118 km/klst. Hinir 10 hafa því varla mjög hratt heldur.
Persónulega finnst mér hámarkshraði á Reykjanesbraut og annars staðar þar sem aðstæður eru með sóma (og þar sem eru 2+1 osfrv) vera of lágur. Þar mætti vel hafa 100 km/klst hámarkshraða. Það keyra nánast allir á 100 eða yfir á Reykjanesbrautinni hvort sem er.
![]() |
Ellefu teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Þegar ég var handtekinn í stríðinu gegn hryðjuverkum: Yfirlit
Það barst í tal í gær, hér á blogginu, að ég hefði fyrir nokkrum árum verið handtekinn í stríðinu gegn hryðjuverk, grunaður um að vera terroristi. Sá grunur kom til af misskilningi starfsmanns Flugleiða, manni sem fór með rangar sakargiftir og hafði rangt eftir mér. Afleiðingin var frekar ónotaleg af minni hálfu.
Ég hef í dag rakið þessa sögu að nokkru leyti, og komið hluta hennar á framfæri í þremur hlutum. Mér datt í hug, fyrir þá sem hafa misst af þessu, að renna yfir þetta í aðalatriðum.
1. hluti: Nokkrir punktar:
Ég var nú handtekinn, rifinn úr skónum og handjárnaður fyrir aftan bak. Ég var síðan færður, með svollu offorsi út í löggubíl fyrir utan völlinn (og þurfti að ganga þangað á sokkunum). Mér verkjaði í vinstri öxlina, þar sem ég hafði meiðst forðum, en flugvallarlöggan tók ekki í mál að færa handjárnin framfyrir. "Handtaka er ekki lautarferð drengur. Þér á ekki að líða vel!".
Hananú! Ég var semsagt handtekinn fyrir eitthvað, sem ég sagði aldrei. En það var aðeins byrjunin.
2. hluti: Nokkrir punktar:
Fangaklefinn var c.a. 6 fermetrar. Yfir miðju gólfinu var hálfur-veggur, og að baki hans klósett, án setu. Ekkert handklæði, enginn salernispappír.
Til hliðar var blikkrúm, engin dýna, engar ábreiður. Ekkert.
Ekkert annað var þarna inni. Og enginn gluggi til að glápa út um.
Maður var semsagt kominn í fangelsi á Flintstone tímanum, áður en menn fundu upp dýnu, salernispappír og handklæði.
3. hluti: Nokkrir punktar:
Þar sem ég lá á blikkinu hugsaði ég aðeins um eitt. FBI maðurinn hafði sagt mér, að ég yrði næst leiddur fyrir æðra yfirvald og sennilega dæmdur til 20-30 ára fangelsisvistar, auk 2-3 milljóna dollara sektar. Ef ég myndi játa allt gæti ég átt von á linkind. Þrátt fyrir þessar hótanir vissi ég ekki hvað ég ætti að játa á mig. Mitt í þessum hugleiðingum datt ég út af. Batteríin voru búin.
Dægurmál | Breytt 19.3.2007 kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)