Föstudagur, 16. mars 2007
Ný könnun Capacents: Sjálfstæðisflokkur yfir 40%
Góðar fréttir, að mér finnst, fyrir landslýð allan. Sjálfstæðisflokkurinn á öruggri uppleið, hinir flokkarnir á niðurleið. Frjálslyndi flokkurinn kominn undir 5%.
Hvað ætli hafi gert gæfumuninn þetta skiptið? Var það ábyrg afstaða í auðlindamálinu? Eða tóku kjósendur að sjá í gegn um fagurgala sósíalista og samvinnumanna?
Og hvað ætli VG-maðurinn, sem ég ræddi við um pólítík yfir kaffinu í morgun og hann sagði, að íhaldið fái 34% í skoðanakönnum meinti 31% fylgi hámark í kosningum?
Og Samfó heldur áfram að tapa fylgi, en VG er að detta niður aftur, enda fylgi sósíalistana óeðlilega hátt.
En Áfram Ísland. Þetta eru góðar fréttir fyrir land og þjóð. Kannski þurfum við ekki að flýja til Kanarí "after all"?
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið frá síðustu könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 16. mars 2007
Mikil speki hjá þeirri gömlu
Alveg sammála.
Þessar ungu stjörnur reyna að troða sér í fjölmiðla til að auka sýnileika sinn og þarmeð vinsældir. En síðan, þegar það tekst, fara þær að kvarta yfir athygli fjölmiðla og verða fúlar.
Paparassarnir eru bara hluti af pakkanum.
![]() |
Taylor segir stjörnur ekki geta kvartað undan ágangi ljósmyndara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. mars 2007
Álverið í Straumsvík
Lykilorð:
- Stóriðjustopp
- Hafnarfjörður
- Álver
- Alcan
- Straumsvík
- VG
- Reykjavíkurflugvöllur
Samkvæmt skoðanakönnun Gallups er meiri hluti svarenda fylgjandi stækkun álversins í Straumsvík. Ég fagna því, verði þessi "niðurstaða" staðfest í komandi kosningum. Og Alcan bíður með Andrésar öndina í hálsinum, en VG-liðar heimta stóriðjustopp. Þjóðin græðir hins vegar meira á VG-stoppi. Miklu frekar þarf að stöðva vitleysuna í VG, en lítillega stækkun (að mínu mati) álvers, sem þegar er starfandi.
Við getum líka heimtað stopp á frekari samkeppni á matvörumarkaði: hér eru tvö álver og tvær verslanakeðjur. Spurning hvor veitir fólkinu meiri arð?
Ég bý reyndar ekki í Firðinum, en ég lít á þetta í víðara samhengi, en ekki aðeins hvað snertir hagsmuni Hafnfirðinga einna. Með sömu röksemd ætti að flytja flugvöllinn hinn snarasta úr Vatnsmýrinni, skítt með gagnrýnisraddir landsbyggðarfólks.
Það eru fleiri en Hafnfirðingar, sem njóta góðs af álverinu, s.s. vegna atvinnu eða þjónustu. Höfuðborgarsvæðið er allt eitt atvinnusvæði. Því skil ég ekki, að Hafnfirðingar einir hafi um það að segja, hvort álverið stækki, haldi áfram óbreytt eða fari, ekki frekar en Reykvíkingar hafi einir um það að segja, hvort flugvöllurinn verði áfram á sama stað eða fari.
Kratarnir og samverkamenn þeirra í R-listanum, undir stjórn ISG, komu hér á kosningu um framtíð flugvallarins. Ef ég man rétt, vildi meiri hlutinn burtu með völlinn. En síðan guggnuðu kratarnir á þessu öllu saman ,eins og venjulega, þegar kemur að því að bera ábyrgð á deilumálum.
Hvað gerist nú í Hafnarfirði. Verður áframhaldandi uppbygging í Straumsvík, eða vilja menn að vinstri vitleysan hrekji þetta fyrirtæki úr landi eins og önnur sem skila hér arði og veita fjölda fólks atvinnu?
Af hverju þurfa fyrirtæki ætíð að vera lítil til að ný-sósíalistarnir vilji veg þeirra mikinn? Og af hverju þarf ríkið alltaf að vera með rassinn utanum hvers manns nef?
![]() |
Fleiri með en á móti álversstækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 16. mars 2007
Operation Hiroshima
Nokkrir bloggarar, þám Dharma-verkefnismenn, hafa verið að velta fyrir sér yfirlýsingum stjórnarandstöðunnar (og athugasemdum framsóknarmanna) um hvað tæki við, kæmust vinstri menn til valda. Ergo, mörg helstu fyrirtæki landins á víst að "reka úr landi" með aðgerðum, sem stuðla að takmörkunum á starfsemi þeirra og athöfnum. Dharma nefnir eftirfarandi fyrirtæki:
Kaupþing
Glitnir
Landsbanki
FL Group
Baugur
Exista
Bakkavör
Actavis
Straumur Burðarás
Jæja, þetta eru nú þau fyrirtæki, sem greiða einna hæstu skattana hér á Íslandi. En ef þeir myndu tvö- eða þrefaldast, með tilkomu vinstri stjórnar, færu fyrirtækin úr landi. Þau reka þannig starfsemi, að staðsetning á Íslandi er algjört aukaatriði í sjálfu sér. Eftir stæðu litlar leifar, eða minningar. Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing yrðu þá t.d. erlendir bankar, með smáútibú á Íslandi. Minnkandi umsvif, færra starfsfólk, aukið atvinnuleysi, lægri skattar.
Í kjölfarið yrði hrun í efnahagslífi Íslendinga. Svo einfalt er það. Þetta er ekki bara einhver hræðsluáróður, eins og t.d. Steingrímur (minnir mig) nefndi á eldhúsdegi á Alþingi. Þetta eru bara einfaldar staðreyndir.
Til viðbótar mætti nefna: Alcan og fleiri fyrirtæki, sem ekki falla undir ný-sósíalískar skilgreiningar á fyrirtækjum.
En minna skal á, að Samfó myndi auðveitað vernda Bauginn sinn, eins og venjulega.
![]() |
Þingmenn stóryrtir í upphafi þingfundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. mars 2007
Auglýsing: námskeið í munn við munn aðferðinni
Jahérna, nú er mér öllum lokið:
Þá segja þeir að margir kunni einfaldlega ekki að beita aðferðinni á rétt.
Ég auglýsi hérmeð, að ég tek að mér að kenna konum á aldrinum 20-40 ára að beita munn við munn aðferðinni.
Áhugasamar konur geta skráð sig í commentakerfinu hér að neðan eða emailað beint í snorri@centrum.is
Vinsamlegast sendið með mynd í attachment, og helstu upplýsingar.
P.S. Kvenkyns femínistar sérstaklega velkomnir, enda ekki seinna vænna að þær fái smá útrás í samskiptum kynjanna.
![]() |
Læknar hvetja til þess að hætt verði að beita munn við munn aðferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. mars 2007
Stórir strákar fá raflost
Þetta kemur ekki á óvart. Fyrir okkur, sem höfum búið í Bandaríkjunum, er þessi frétt ágætis upprifjun.
Að mínum dómi er rafmagnskerfið í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi í miklum ólestri. Þá er ég að tala um innstungur og afleiður, þ.e. tengingar, rafmagnstól og þess háttar.
Við í nútímavæddri Evrópu höfum, að ég held, miklu betra system en engil-saxnesku löndin og rafmagnsáhrifasvæði Rússlands, t.d. Ég hef einnig búið í Englandi, og fannst kerfið þar verulega "shaky", og ekki var þetta betra í Rússlandi, en ég hef tvisvar dvalið þar um tíma.
Af þessum ástæðum er varhugavert fyrir t.d. Íslendinga að kaupa rafmagnsvörur, sem gerðar eru fyrir t.d. Bandaríkin og Bretland, og flytja hingað heim. Það býður hættunni heim.
Og verðandi þessa blessuðu varnaliðslampa: á haugana með þá.
![]() |
Hættulegir lampar innkallaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. mars 2007
Baugsmiðlar og mafíubissness
Það er þekkt, bæði úr raunveruleikanum og bíóinu, að mafía eða "gengi" kúga verslunareigendur til að borga þeim verndarfé, svo ekki verði "slys" eða "óvænt skemmdarverk". Þetta er m.a. þekkt frá The Sopranos, Police Academy 2, og ýmsum mafíumyndum.
En hér eru aðstæður öðruvísi. Hér virðist það vera smásölufyrirtæki sem kúgi heildsala til að borga sér "verndarfé" - annað hvort með ríkulegum magnafslætti eða öðrum hætti. Fallist þeir ekki á "tilboð" smásölurisanna, flytja þeir umræddan varning inn sjálfir og heildsalinn fer á hausinn. Svo einfalt er það. Hér gæti því verið um einhvers konar fjárkúgun að ræða.
Ég rakst á blogg Gylfa norðanmanns áðan, fyrir milligöngu Péturs hux, þar sem segir frá því, að Baugur (nánast) kúgi fé af heildsölum með því, að krefjast þess að þeir auglýsi í blöðum Baugs til að fá gott hillupláss í markaðsráðandi smásöluverslunum Baugs. Gylfi segir í framhaldinu:
Einhliða kröfugerðum Baugsmanna í krafti markaðshlutdeildar er fylgt eftir með hótunum um samningsslit, lakari framsetningu eða breytingu á álagningu og söluhraða. Auðvitað notar maður stærðarstyrk við samningsgerð en það sem skilur Baugsmenn að frá öðrum er fáránleg markaðshlutdeild sem sjálfkrafa stillir heildsölum og framleiðendum uppvið vegg og gerir samningsstöðu þeirra óþolandi. Þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að reyna að segja lengi, vægi þeirra er of mikið og það litar auðvitað verðmyndun þegar heildsalinn þarf að borga fjölmiðlum Baugsmanna milljónir til að kaupa hillupláss. Mér er ekki sama um okkar viðskiptaumhverfi og þessi þróun er afturför sem býður uppá spillingu og misnotkun. Það versta er að heildsalar steinhalda kjafti því þeir þora ekki öðru, vilji þeir ekki missa af helming íslensks matvörumarkaðar á einu bretti.
Sé þetta rétt, er mér gjörsamlega misboðið. Ég hef verið frekar jákvæður í garð Baugs í hinu svonefnda "Baugsmáli", en nú fara að renna á mann tvær eða fleiri grímur. Getur verið, að þetta annars ágæta fyrirtæki sé rekið með þessum hætti?
Og til að kóróna allt, hefur einn stjórnmálaflokkur tekið að sér að verja þetta batterí á Alþingi og fær vísast í staðinn betri aðgang og góða umfjöllun í þessum sömu Baugsmiðlum -- a.m.k. hefur manni þótt Baugsfylkingarmenn vera þar áberandi og fá jákvæðari meðhöndlun en aðrir flokkar.
Föstudagur, 16. mars 2007
Vín-búðir?
Jæja, nú fer þetta sjálfsagða baráttumál frjálslyndra manna að komast á blað. Þótt ég hafi aldrei verið fyrir vínandann (er nógu geggjaður edrú, þannig að vín bætir engu við!), tel ég að þetta sé mjög eðlilegur framgöngumáti. En svo segir:
Í áliti allsherjarnefndar segir, að nefndin telji eðlilegt að sala á vörum og þjónustu sé á hendi einkaaðila en ekki opinberra aðila. Nefndin telji rétt að færa sölu á áfengi í þann farveg og líti svo á að með frumvarpinu sé stigið lítið skref í þá átt að gera sölu á áfengi frjálsa eins og tíðkist í verslunum víða í nágrannalöndum. Í þessu sambandi bendir nefndin jafnframt á að á landsbyggðinni sé áfengi víða selt í almennum verslunum án nokkurra vandkvæða.
Þótt ég sé ólíklegur viðskiptavinur í vínbúð Bónuss, þá tel ég rétt að þeir, sem vilja kaupa léttvín (þám bjór) úti í búð fái tækifæri til þess. Þar að auki er ég andsnúinn ríkisvæðingu verslunar. Einkaaðilar eiga að selja þennan varning, en ekki ríkisvaldið.
Helsta röksemdin á móti er, að með þessu sé verið að auðvelda aðgengi að áfengi. Það má vera, en höfum í huga, að ÁTVR er með verslanir í Kringlunni, og ég held Smáralind líka (fer aldrei þangað!). Þannig að aðgengið er alls ekki erfitt eins og er.
En það verður aðeins að tryggja, að fólk undir lögaldri fái ekki að versla sér áfengi í verslunum. En síðan er allt annað mál, að áfengiskaupaaldur er alltof hár á Íslandi. Af hverju geta menn verið sjálfráðir og haft kosningarétt, en ekki rétt til að kaupa löglega vöru?
Þótt ég sé ekki að mæla með unglingadrykkju, þá tel ég þetta brot á mannréttindum.
En a.m.k: Gulli fær prik fyrir þetta - prinsipplega séð.
![]() |
Allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á léttvíni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)