Mánudagur, 5. febrúar 2007
Breiðavík
Jæja, hvað finnst fólki um lýsingar t.d. Lalla Johns og annarra á Breiðuvík og því sem þar gerðist, sbr. Kastljósþáttinn í kvöld.
Í fyrsta lagi þurfa allir þeir ráðherrar, sem voru í embætti 1950-1970, að axla ábyrgð og segja af sér.
Í öðru lagi ætti að ræða við eftirlifandi starfsmenn, ef einhverjir aðrir eru en Hinrik Bjarnason, sem sjálfur skrifaði á móti staðnum, ef ég skildi þetta rétt frá fréttaflutningi um sl. helgi. Þótt þessi mál séu vísast löngu fyrnd, á ekki að leyfa þeim, sem beittu drengina ofbeldi eða horfðu framhjá þegar litlir strákar voru píndir af hinum stærri, að komast upp með þetta.
Systir Lalla Johns brotnaði saman og grét, þegar hún hugsaði aftur til þessara ára og hvernig farið var með Lalla. Það fer ekki hjá því, að undirritaður hafi einnig vöknað dálítið að horfa á þetta. Og ef minningarnar um Breiðuvík fá Lalla Johns til að brotna og gráta, þá hefur þetta verið virkilega skelfilegt.
En a.m.k.: þetta er hreint skelfilegt mál og þó langt sé um liðið, þarf að komast til botns í þessu og a.m.k. birta nöfn þessara glæpamanna á forsíðu Moggans. Þeir, sem fóru svona með drengina, eiga ekki neitt betra skilið. Og síðan er hitt, hverjir báru ábyrgð á þessu í kerfinu. Af hverju var heimilinu ekki lokað, þegar allir vissu að þetta væri hræðilegur staður, sem hafi eyðilagt líf drengja og myndi halda áfram að gera það. Og hverjum datt í hug að láta sadista stjórna staðnum? Ég bara spyr.
Ég vitna í Bubba: "Er nauðsynlegt að skjóta þá"?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
Fékk Jónína engan styrk..
![]() |
56,5 milljónum úthlutað úr Styrktarstjóði Baugs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
Hvað eru menn að skipta sér af?

![]() |
Vill að Ronaldo yfirgefi Man.Utd. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
Wake me up before you go, go
Kannski Wham spili í einhverju afmælispartíinu hér á Íslandi þetta árið?
Síðustu ár hafa "bönd" verið að koma saman að nýju eftir langt hlé. En að mínum dómi er Wham! betur geymd í minningunni. Nógu erfitt að þola endurkomu Duran Duran.
![]() |
Tvíeykið Wham að undirbúa hljómplötu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
Ætla Íslendingar að kaup´ana?
Bönkunum munar varla um eins og 143 milljarða! Var hún ekki líka valin flottasta konan í einhverri kategoríu núna nýlega?
![]() |
Mary metin á 143 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
Góðkunningjar lögreglunnar
Rannsókn er á frumstigi en grunur leikur á að viðkomandi, sem eru góðkunningjar lögreglunnar, tengist mörgum málanna.
Ég hef aldrei skilið þetta orð, góðkunningjar lögreglunnar. Ég skil hvað það merkir, en skil ekki hvers vegna það hafi komið til og sé stöðuglega notað um glæpamenn. Af hverju eru þeir góðkunningjar? Er þá Íransforseti góðkunningi Bush, og öfugt?
En voðalega eru þessir menn vondir, að fremja svona marga glæpi, ef þeir eru góðir kunningjar löggunnar? Og voðalega er löggan vond, að gruna góða kunningja sína strax um glæpi.
![]() |
Stolið fyrir milljónir króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
Frábært "kvót"
Ég vil vekja athygli á grein Páls Vilhjálmssonar um vinstri stjórnmálin. Þar segir hann m.a. það, sem flestir aðrir en þjóhnappakratarnir hafa fyrir löngu áttað sig á og orðar það mjög skemmtilega:
Það sem ber á milli er að Vinstri grænir hafa málefnastefnu en Samfylkingin hefur valdadrauma. Það er innihald í Vinstri grænum en tækifæriskennt tómahljóð í Samfylkingunni.
Stór munur á þessu. Annar flokkurinn selur varning, sem sumum finnst góður, en umbúðirnar eru á stundum slæmar. En Samfó hefur flottar umbúðir, en innihaldið er löngu komið fram yfir síðasta söludag, enda það óætt, að fáir hafa viljað kaupa það.
Mánudagur, 5. febrúar 2007
Jæja, punktur fyrir frjálslynda
Spurning hvort von sé á svona löguðu hér á Íslandi?
![]() |
Glæpagengi beita mafíuaðferðum í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
Eiður spilaði ekki vegna mígrenis
Ég las hér á blogginu í morgun, að nú væri Eiður Smári búinn að vera. Hann fengi ekki að spila lengur með Barcelona, nema margir lykilmenn væru meiddir. Maður óttaðist það versta, þegar allir aðrir á varamannabekk Barca fóru að hita upp, en ekki Eiður. EN nú hefur komið í ljós, að Eiður fékk slæmt mígrenikasti og sat því af sér leikinn. Því þurfa menn ekki að óttast, að kappinn flýi til West Ham eða Vals á næstunni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
Getur ekki annað en batnað!
Einkavæðing flugvallarins í Prag er mér ánægjuefni. Ekki bara einkavæðingarinnar vegna, heldur hins, að þarna er um að ræða einn leiðinlegasta flugvöll, sem ég hef komið á. Ég var þarna núna í janúar og þurfti að bíða þar, vegna klúðurs hjá SAS, frá átta að morgni og til fjögur e.h. Þessi tími var lengi að líða, því lítið er hægt að gera sér til dundurs þarna, nema að sitja og sötra rándýrt kaffi á einhverju kaffihúsinu (golfkaffihúsinu t.d.).
Ef flugvöllurinn verður einkavæddur hljóta nýir eigendur að breyta mörgu þarna, t.d. að setja fleiri búðir og betri afþreyingu.
![]() |
Stefnt að einkavæðingu flugvallarins í Prag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)