Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Múrinn, Stelpan frá Stokkseyri og Steingrímur
Jæja, þá taka Múrverjar upp hanskann til varnar Steingrími Joð vegna umfjöllunar Margrétar Frímannsdóttur í títtnefndri jólabók. Og þar fer sjálfur Stefán Pálsson, ef ég hef skilið skammstöfun höfundar rétt.
Hann setur bók þessa í samanburð við ævisögur Sverris Hermannssonar, annars vegar þá, sem Indriði G. skrifaði meðan Sverrir var enn þægur sjálfstæðismaður, en síðan bók Pálma Jónassonar, sem reit sína með nýjar skoðanir Sverris til hliðsjónar, þ.e.a.s. post-íhald tímabilið.
Í kringum þetta saumar Stefán allskonar röksemdafærslur, sumar eðlilega mjög gáfulegar, en aðrar síður. Þar segir m.a.:
Lítum snöggvast fram hjá þeirri staðreynd að Margrét Frímannsdóttir er nú að berjast þriðju þingkosningarnar í röð við sumt af því fólki sem hún gagnrýnir í bók sinni. Við skulum jafnvel fallast á það í augnablik að hún sé afar vel til þess fallin að setjast í dómarasæti yfir fyrrum flokksfélögum. Það breytir því hins vegar ekki að bókin Stelpan frá Stokkseyri er einkar slök sem vitnisburður um pólitísk heilindi eða óheilindi.
Jæja, síðan kemur samanburðurinn við skammir Sverris í garð forystumanna Sjálfstæðisflokksins og út úr þessu verður eitt allsherjar Pravda.
En niðurstaðan er, að Margrét sé að fela eigin mistök og að hafa valdið stuðningsfólki sínu vonbrigðum, og vilji því beina netlöggusjónum að Foringjanum, Steingrími Joð, sem virðist vera yfir alla gagnrýni hafinn hjá Múrverjum.
En persónulega finnst mér þessi grein aðdáunarverð. Það er ekki á færi nema allra bestu manna að skrifa svo um slæman málstað, að maður fer nánast að fá samúð með honum. Ég veit þó ekki fyrir víst hver er Trölli sem stal jólunum í þessu máli, en mér finnst Margrét Frímannsdóttir koma betur út og hennar málflutningur trúverðugri. Stefán Pálsson fær prik fyrir tilraunina. En ég er samt ekki sannfærður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Segðu mér hverjir vinir þínir eru...
...og ég skal segja þér hver þú ert.
Þessi uppákoma er nú svosem ekkert sérstök þegar haft er í huga, að Paris Hilton hélt partíið.
![]() |
Ölvaður gestur eyðilagði afmæli Parísar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Baugs/Gaums/Nordica-málið
Gaman að menn skuli getað hlegið að þessu. Ég fæ ekki betur séð, en að þarna hafi einhver kátina verið lögð inn á viðskiptareikning dómarans.
En um málið; ég er kannski svona grænn (þó ekki vinstri grænn), að ég skil ekki lengur hvaða sakargiftir Kristín átti að afhjúpa þarna? Þetta er farið að líkjast stormi í vatnsglasi. Síðan skil ég ekki lengur öll þessi fyrirtæki: Sullenberger átti Nordica (en Baugur eða Gaumur lagði til rekstrarfé), Bónus-familían átti fjölskyldufyrirtækið Gaum, sem tengdist Baugi mjög eðlilega en ég skil ekki hvor átti hvað, síðan kemur Fjárfar, sem ég veit ekkert hvað er, en hlýtur að tengjast Bónus-feðgum. Og í ofanálag eru þrjár skútur í Flórída, sem Bónus menn könnuðust víst ekki við að eiga forðum, en játa nú á sig. Ég fatta ekki enn, hvað er saknæmt við að eiga skútu, en rámar í einhverjar fréttir um, að einhverjar greiðslur hafi þar farið á milli félaga með hætti, sem ákæruvaldið er ekki sátt við.Annars botna ég ekkert í þessu.
Nú, síðan kemur Jónína Ben inn. Hún er kölluð í Apótekið af Ingibjörgu Sólrúnu, sem skorar á hana að ýta málinu áfram. Og svilinn Össur hótar Baugi opinberlega, amk einu sinni, og segir að Baugsmenn séu vondir við Magga bróður og að þetta tröll þurfi að brjóta niður. En síðan er þetta Davíð Oddssyni að kenna, fyrir að hafa keypt vínber í London og misskilið eitthvað standup frá félaga sínum til margra ára, Hreini Loftssyni. Og þá fara Samfóarnir Ingibjörg og Össur skyndilega að væna Sjálfstæðisflokkinn um að standa að baki Baugsmálinu. Í ofanálag er Styrmi Gunnarssyni blandað í spilið og tölvupóstum hans og Jónínu Ben. Og Fréttablaðið gengur erinda eigenda sinna, og vísast einhverjir fleiri Baugsmiðlar. En Páll Vilhjálmsson berst við Baug með öllum ráðum og Jónína Ben líka, og nefna til sögunnar hið vonda fjölmiðlafélag 365, sem akkúrat er í samkeppni við Moggann, þar sem Styrmir Gunnarsson ræður, og RUV, sem er ríkisrekið; stjórnað formlega af ríkisstjórninni, en ræður aðeins vinstri sinnaða fréttamenn til starfa. Og sósíalistar þessir mótmæla kröftuglega þegar framsóknarmaður er ráðinn til stofnunarinnar. Og síðan er Ólafur Ragnar forseti kominn í málið, enda sé mynd af honum í Bónusmerkinu og að hann neitar að samþykkja lög, sem snýr að því að auka samkeppni á fjölmiðlamarkaði eða styrkja stöðu RUV og Moggans, eftir því frá hvaða sjónarhorni málið er litið. Og eitt eða fleiri af börnum hans starfa(r) hjá Baugi/Gaumi/Fjárfari eða Nordica eða einhverjum. Og allt er þetta Davíð að kenna aftur, vísast fyrir að hafa tekið peningana sína út úr Búnaðarbankanum, sem er í samkeppni við Landsbankann, þar sem Björgúlfarnir ráða, en þeir keyptu einmitt Morgunblaðið. Og Ingibjörg, formaður Baugsfylkingarinnar á Alþingi, heldur áfram að ráðast á Davíð og sér hann í hverju horni, þó hann sé hættur afskiptum af stjórnmálum og treystir jafnvel ekki eigin þingflokki til að verja Baug og fær í kjölfarið á sig árásir frá stuðningsmönnum svila síns, sem einmitt var harðastur í gagnrýni á Baug forðum daga vegna illsku Baugs í garð Magga bróður, formanns Músavinafélagsins, sem síðan laumar nokkrum músum inn í Bónusverslun, í eigu Baugs, þegar Stöð 2, sem líka er í eigu Baugs meira eða minna, er að mynda. Síðan, þegar allt verður vitlaust, setur Ágæti kartöflur í stað músanna hans Magga, en Ágæti var einmitt í samráði um grænmetisverið (ef ég man rétt), rétt eins og olíufélögin, sem urðu fyrir innrás löggumanna, rétt eins og Baugur og Írak, sem var hertekið af alheimslöggumönnum Georgs Bush, sem einmitt er mikill vinur Davíðs Oddssonar, sem á að hafa staðið að málinu með milligöngu herforingja sinna, Björns Bjarnasonar og Hannesar Hólmsteins, sem báðir eru frændur og kunnugir Snorra Bergz, sem þetta ritar. Því er ekkert skrítið þótt framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar hafi hér á blogginu haldið því fram, að umræddur Snorri Bergz hafi komið Baugsmálinu af stað.
Ég sé ekki annað fært, heldur en að játa á mig alla sök í þessu máli. Sönnunargögnin eru orðin of sterk. En ég vil þó taka fram, að þegar Kristín Jóhannesdóttir svaf þessa nótt í skútunni Thee Wiking var ég því miður fjarverandi.
![]() |
Baugsmálið: Kristín Jóhannesdóttir yfirheyrð í Héraðsdómi Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.2.2007 kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Var Friðjón að skrifa um FL Group?
![]() |
FL Group hefur lækkað um 5,31% það sem af er degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Nýr starfsmaður Alþingis!
![]() |
Klippti tungu barns sem talaði of mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Glitnir gefur Bjarna Ármannssyni 380 milljónir
og það sem fjármagnstekjur!
Ef ég væri þar í viðskiptum, myndi ég gera sama og Davíð Oddsson gerði forðum: taka allt út!
Manni finnst þetta nú fullt gróft.
![]() |
Bjarni Ármannsson kaupir og selur í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Skúbb: Lausn fundin á álversmálinu
Samkvæmt óáreiðanlegum heimildum er búið að finna lausn á álversmálinu. Sú lausn fellst í:
a) fella stækkunarbeiðni Straumsvíkurmanna
b) reka álversliðið í burtu, eins og gert var við klámhundana (gegn vilja þjóðarinnar).
c) breyta þessari stærstu byggingu landsins í kvikmyndaver, þar sem klámkóngar heimsins geta tekið upp myndir sínar með þeim afslætti, sem ríkið veitir kvikmyndaframleiðendum.
d) flytja hundruðir klámmyndaleikara til varnarsvæðisins við Keflavík, þar sem lið þetta getur tekið sér bólfestu, í orðsins fyllst merkingu.
Þannig leysum við mörg vandamál í einu, s.s.
1. Vandamálið með álverið
2. Vandamálið með andstöðu klámiðnaðarins gegn Íslandi
3. Vandamálið með húsin á varnarsvæðinu
Og nú væri hægt, í orðsins fyllst merkingu, að stofna nýjan SILICON VALLEY í Keflavík og allt til Straumsvíkur.
Hvað ætli fólki finnist um þessa lausn á málinu?
Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
200 ára fangelsi fyrir vörslu barnakláms!
Jæja, "now we are talking"! Að vísu skil ég aldrei þessa snilld Kana að dæma menn í lengra fangelsi en þeir geta lifað. Því er nú skynsamlegra að dæma bara í 25-30 ár max.
En það sem ég átti við er, að Kanarnir taka hart á svona löguðu, kannski fullhart, en í USA er það raunverulega glæpur að sanka að sér barnaklámi, en ekki bara "tæknileg mistök", eins og það er hér.
![]() |
200 ára fangelsisdómur vegna barnakláms stendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Glæponar í Osló og hér heima
Jæja, löggan í Ósló er ráðþrota gegn glæpamönnum og þarf fólk nú að treysta á einkarekin fyrirtæki til að gæta öryggis síns. ÆÆ. þetta voru slæm skilaboð til Steingríms Joð og félaga í Vinstri grænum og það á sjálfri landsfundarhelginni. Getur verið, að einkarekin fyrirtæki, sbr. Securitas, standi sig þá kannski ágætlega eftir allt saman? Jafnvel betur en t.d. Öryggisfyrirtæki ríkisins (þar sem ein deildin yrði væntanlega Netlögga ríkisins)?
En kannski þarf lögreglan í Osló bara að beita sömu aðferðum og sú íslenska, sem virðist hafa tekið þá stefnu upp, núna undanfarið, að handtaka bara, og stundum berja, húðlitað fólk á Íslandi og hyggst þannig koma í veg fyrir glæpi. En hvað segirðu Stefán Eiríksson? Ég trúi ekki að þú sért búinn að koma þér upp kynþáttalöggu? Hvað er eiginlega í gangi?
![]() |
Óslóarlögreglan næsta ráðþrota gagnvart aukinni glæpatíðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)