Bullandi stemning hjá stjórnarandstöðunni?

nullJæja, þetta hlýtur að vera ótrúleg niðurstaða hjá Steingrími Joð, að það sé stemning í að fella stjórnina? Ég veit ekki betur en, að meðal stjórnarandstöðunnar sé jafnan stemning fyrir því, að fella stjórnina, sér í lagi vikurnar fyrir kosningar.

Ég hef þó ekki orðið mikið var við þessa stemningu, nema meðal einstakra málsvara andstöðuflokkanna. Undantekningin er kannski sá áhugi meðal áhrifamanna í stjórnarandstöðuflokkunum um, að sparka Framsókn út og gerast "hækja" Sjálfstæðisflokksins, eins og kratar og kommar kalla yfirleitt þennan fylgislitla bændaflokk. Einstaka menn vilja síðan mynda vinstri stjórn  afturhaldskommatitta og nýkommúnista. Slíkir hafa hátt, en ég efast um að margir trúi slíkum niðurstöðum kosninganna.

En hér að ofan birti ég mynd sem ég tók af stemningsfundi stjórnarandstöðuflokkanna nýverið.


mbl.is Steingrímur: Bullandi stemning fyrir því að fella ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnlausa lögfræðibréfið!

Jæja, hér er nú bréfið, tekið af vísi.is. Þetta er annað nokkur merkileg lesning og má þar ráða ýmislegt, s.s. að bréfritarar telji að Baugsmenn hafi verið á heimavelli þarna og að dómarar hæstaréttar séu heimadómarar. Jafnframt eru þarna á ferðinni mjög alvarlegar ásakanir. M.a. segir:

 Enn eru þeir sem segja að meirihluti dómara Hæstaréttar sé að hefna sín. Þeir eru reiðir yfir því að hafa ekki fengið að ráða nýskipunum dómara í réttinn að undanförnu.

Þar koma einkum til skipanir Ólafs Barkar, frænda Davíðs, og Jóns Steinar, vinar Davíðs. En merkilegt þetta allt saman. Hér á áratugum áður skipuðu hinir pólítísku herrar í stöður dómara, bæði við Héraðsdóm og Hæstarétt, og þá oft á tíðum vini sína og jafnvel flokksbræður. Ég man ekki eftir því, að það hafi verið vandamál eða mikið rætt, og hef ég nú skannar dagblöð landsins nær alla síðustu öld. Minnir þó að það hafi orðið einstaka mál, t.d. þegar Jónatan Hallvarðsson var skipaður í eitthvert dómarastarf, en þori þó ekki að fara með það.

En a.m.k. skal ég taka undir, að frammistaða Ísbergs er skuggaleg, þó ekki sé meira sagt, sér í lagi hvað snertir Sullenberger. En um aðra dómara þarna hef ég ekki mótað mér skoðun.

Þetta er annars athygliverð lesning, en það rétt hjá bréfritara, að hann er heigull að skrifa ekki naf sitt undir. Hann hlýtur að hafa hagsmuna að gæta, að ergja ekki dómara. Ergo: hann virðist vera lögfræðingur.

Getur verið að hann sé líka Framari?

 


mbl.is Áttu stuttan fund um nafnlaust bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagbók frá megrunarhælinu

Þetta var langt og erfitt ferðalag, alla leið suður til svissnesku Alpanna. Flogið var um London og Zurich, og síðan lest tekin upp til Fatzerie, rétt við svissnesk-frönsku landamærin. Ég fékk herbergi í þeirri álmu megrunarhótelsins, sem hýsir fátækari gestina, þarna voru t.d. nokkrir Pólverjar og aðrir Austur-Evrópumenn, sem fengu styrk frá ESB til að sækja þetta megrunarátak.

Ég svaf ágætlega um nóttina í sérstyrkta rúminu mínu. Fannst það þó dálítið hart, enda ætlast til að gestir hafi sjálfir yfir nægri mýkt að ráða. Um morguninn var haldið til morgunverðar, þar sem hver og einn fékk eina hrökkbrauðssneið, með engu áleggi, og vatnsglas. Síðan var farið út að hlaupa. Flestir áttum við fitubollurnar í erfiðleikum með prógrammið, nema hvað tveir menn, greinilega ekki meðlimir í Frjálslynda flokknum, höfðu töluvert forskot á okkur hina og voru komnir aftur heim á hótelið, búnir að taka sturtu og komnir í rafmagnstækin, þegar við hin skriðum inn í anddyrið.

Við mættum nokkru síðar í tækjasalinn, og þá voru þeir að klára prógrammið þar. Annar þeirra, sköllóttur, glotti til okkar svo skein í frekjuskarðið, og tók hinn undir og sýndi góminn, ásamt því að hrista taglið aðeins.

Öll mættumst við síðan í matsalnum, þar sem matseðlinn blasti við okkur: harðfiskur með gervisúkkulaði. Ég er rétt búinn með skammtinn og er kominn upp á herbergi til smá hvíldar og ákvað þá að blogga aðeins, meðan ég hefði tíma.

Jæja, læt þetta nægja í bili.

Kv

Snorri feiti

 

 


mbl.is Á Ronaldinho í baráttu við aukakílóin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Saga Hotel áður melluhótel?

sagahotel Já, smá nafnadæmi.

Þegar við skákstrákarnir fórum á Norðurlandamót í skólaskák forðum var það regla, að flogið var um Kaupmannahöfn og gist þar amk yfir nótt. Jafnan var gist á Cosmopole eða öðrum hótelum í eða við Colbjornsensgade, nærri járnbrautarstöðinni. Einu sinni sem oftar vorum við með glugga út að Istedgade, beint gegn "hættulegasta horni Evrópu", þar sem fram fór vændi, dópsala (þ.e. hryðjuverkastarfsemi!) og fleira slíkt.

Við skemmtum okkur við það stundum, að horfa út um gluggann og veðja um, hvort ákveðin mella næði kúnna. Eftir samtal fóru hvort um sig ólíka leið, til hægri eða vinstri, en fóru síðan bæði inn á Gala hotel, sem stóð aðeins innar í Colbjornsensgade. Bingó.

Nú, jæja, síðan gerði löggan razziu og lokaði Gala. Málið dautt. En 1991 fórum við sagnfræðinemar í vísindaferð til Köben og fengum hótel á vegum Veraldar, held ég að það hafi þá heitið - fyrirtæki Andra Más Ingólfssonar. Það hét Saga hotel - Hótel Saga þeas. Og mér til furðu, var það sama hótel og áður var melluhótelið Gala Hotel.

Ég vildi bara deila þessari sögu rétt til skemmtunar, í því ljósi að Hótel Saga í Reykjavík hefur nú úthýst klámhundunum og ætlar nú að úthýsa klámmyndunum líka.


Nafnlausa bréfið

Maður fær nú alveg sjokk við að lesa svona frétt. Hvað gengur mönnum eiginlega til? Ég er alltaf á móti nafnlausum bréfum, mér finnst þau heigulsleg, jafnvel þegar menn skrifa undir dulnefni. Ef menn þora ekki að koma fram undir nafni, eiga menn bara að þegja.

Þetta á sérstaklega við, þegar koma fram grófar ásakanir á hendur mönnum. Ég neita að trúa því, að dómarar reyni ekki amk að vera hlutlausir og láta persónulegar skoðanir sínar á mönnum og málefnum hvíla utan garðs.


mbl.is Óskar eftir fundi vegna nafnlauss bréfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsfundur VG

imagesCAT44SI9Jæja, nú vill VG setja í lög, ef ég hef skilið þetta rétt, að jafnt hlutfall verði milli kalla og kvenna í stjórnum fyrirtækja, á Alþingi og vísast þá einnig í ríkisstjórn.

Þetta er í fyrsta lagi óframkvæmanlegt, í öðru lagi heimskulegt, í þriðja lagi niðurlægjandi fyrir konur, að mínu mati.

Það getur varla verið uppörvandi fyrir konur, að eina leið þeirra til áhrifa komi vegna kynferðis þeirra, ekki hæfileika. Persónulega finnst mér konur a.m.k. ekki síðri stjórnendur en karlar, reyndar tel ég, af fenginni reynslu, að konur séu að mörgu leyti betri stjórnendur. En að mínum dómi á að velja hæfasta einstaklinginn hverju sinni í hvert starf, burtséð frá kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppáhalds liði í enska boltanum, osfrv. Ef tveir sækja um stjórnunarstarf, einn MBA og skúringarkona, á þá að ráða skúringarkonuna með barnaskólapróf, bara af því að það eru fleiri karlar í sambærilegum stöðum í sama fyrirtæki. Eða ef báðir umsækjendur hafa sama próf og svipaða reynslu, á þá að ráða konuna, bara af því að hún er kona? Það eru mannréttindabrot á karlinum. En varðandi stjórnir fyrirtækja: nú veit ég ekki nákvæma útlistun á þessu hjá VG, en tökum fjölskyldufyrirtæki sem dæmi; þar eru hjón um sextugt, og þrír ógiftir synir. Þessi fimm sitja í stjórn. Hvers vegna ætti að troða einhverjum óviðkomandi konum í stjórnina? Jafnvel hjá fyrirtækjum á markaði, þá efast ég um að þetta sé framkvæmanlegt. Ég neita hreinlega að gútera það, að VG vilji koma á sovéti með valdi. Hafa sósíalistar ekkert lært af sögunni? Það er ekki hægt að koma á breytingum til sæluríkis Marx með valdi, með kúgunum, með því að stjórnvöld neyði venjulegt fólk til að afsala sér réttindum.

Persónulega vil ég hafa fleiri konur á Alþingi en nú er. Mér finnst þær oft koma með sjónarhorn, sem við kallarnir höfum ekki. Því fagna ég t.d. því, að sjá kjarnorkukonur koma inn á þing frá VG, t.d. í Reykjavík og á Reykjanesi. En þessu á ekki að handstjórna, eins og VG gerir með kynjakvóta, heldur á að kjósa hæfasta fólkið í hvert sæti -  eða öllu heldur, þá sem hæfastir eru að smala eða hafa sýnt af sér hæfileika.

Fleiri mál ætlar VG að bera fram fyrir þjóðina. Mér lýst ekki á pakkann. Ég hef hér áður boðað, að vænlegasti stjórnarkosturinn í vor verði Sjálfstæðisflokkur og VG, þ.e. ef núverandi stjórn fellur og jafnvel þótt hún standi með naumum meiri hluta. En ég er ekki viss öllu lengur. Ég efast hreinlega um, í ljósi stefnumála VG á þessu þingi, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi samleið með flokknum. Sjallar hafa allt frá upphafi staðið gegn kommúnisma og getur því varla samþykkt hann nú, þótt nú sé um að ræða "ný-kommúnisma". Flokkurinn mun aldrei getað samþykkt, að afmá einstaklingsfrelsi þegnanna. Og VG er vísast ekki tilbúið að slaka mikið á stefnu sinni. Stjórn D og U mun því vísast ekki komast á koppinn í vor.

imagesÞá eru tveir kostir í stöðunni: vinstri stjórn, vísast undir forystu Steingríms Joð, eða ný "viðreisn". Seinni kosturinn er skárri fyrir þjóðina. En mér er ekki rótt.


Bloggfærslur 23. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband