Mánudagur, 8. janúar 2007
Síðasta kvöldmáltíðin
Altsa, ég er ekki að fara alveg, en er nú að narta í síðustu kvöldmáltíðina hér á Íslandi að sinni. Í fyrramálið tölti ég galvaskur út á flugvöll og þaðan út í hinn stóra heim. Framundan er skákmótið Prag open 2007.
Það er í raun ætlast til, að íslenskir skákmenn á mótum erlendis gefi einhvers konar skýrslur af ferðinni, helst jafnóðum á netinu, ef hægt er að koma því við. Mér skilst að þarna á hótelinu í Prag sé internet-aðgangur, svo ég mun vísast laumast þangað þegar færi gefst.
Af þeim sökum verður þetta blogg að mestu leyti undirlagt af skákfréttum eða öðrum fréttum frá Prag nú á næstu 10 dögum...nái ég að koma því við.
"Ég þakka þeim sem hlýddu
Veriði sæl."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Sumir fíla ekki Brokeback Mountain

Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Framsóknarmaðurinn aftur!
Nú, þegar framsóknarmaðurinn, sem vann í lottóinu, hafði keypt sér bíl, fór hann að huga að húsinu sínu. Það gæti notað andlitslyftingu svosem, enda útbúið úr gömlum geymi, sem SÍS hafði átt.
Hann byrjaði á því að reisa girðingu umhverfis húsið:
...en fattaði svo, að eftir stóra vinninginn gæti hann einnig farið að innrétta og komið fyrir einstaka lúxus inni í húsinu sjálfu.
Hann ákvað svo að leggja peningana í banka, en gat ekki á sér setið að kaupa sér fyrst eitt mótórhjól.
og bíl til að gefa Guðna í afmælisgjöf
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Framsóknarmaðurinn vann í lottóinu!
Og keypti sér einn svona:

Mánudagur, 8. janúar 2007
Gott að búa í Kópavogi
Sérstaklega fyrir tónlistarfólk, sem hefur ekki bara Salinn, heldur marga sali og marga kóra.

![]() |
Rafmagn komið á í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. janúar 2007
Olíustuldur
Mér skilst, að Transneft hafi nú ákveðið að höfða mál gegn Hvít-Rússum í Englandi, þar eð réttarkerfið þar væri "þægilegra viðmóts."
![]() |
Hvít-Rússar sakaðir um olíustuld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Svæfingarmát Samfylkingarinnar
Ég horfði á Silfur Egils, þar sem rætt var m.a. um nýja/gamla stjórnlist borgarstjórans í Reykjavík. Sumir vinsti menn finna honum það til foráttu að vilja stjórna borginni, en það þykir mér skrítið, því ég hélt að til þess séu borgarbúar að greiða honum laun. Jafnframt var verið að ýja að því aðeins, að það væri skrítið, að hinn nýi meiri hluti í borginni væri að breyta stjórnkerfi borgarinnar!
Ég skal setja þetta upp með beinni tilvísun í raunveruleikann. Þegar Reykjavíkurskákmótið 2006 var haldið skrifaði Garðar Sverrisson, fyrrv. formaður Öryrkjabandalagsins og liðtækur skákmaður, í Moggann og gagnrýndi Taflfélag Reykjavíkur, bæði beint og óbeint, fyrir að hafa slæmt aðgengi að skákhöllinni í Faxafeninu. En sú gagnrýni var svolítið út úr korti, því Taflfélagið hafði þá um nokkra hríð reynt að fá aðstoð frá borgaryfirvöldum einmitt við að koma upp lyftu, svo fatlaðir og aldraðir ættu auðveldari aðgang að skáksalnum, sem er á 2. hæð í húsinu. Málið hafði lent í samræðustjórnmálum og nefndafíkn Samfylkingarinnar, týnst eða gleymst í einhverjum skjalabunkum og fallið milli stafs og hurðar í borgarkerfi R-listans. Það er því ekki rétt, sem Össur kallinn sagði í Silfrinu, að ákvarðanir verði því betri, sem fleiri ræði um málið og lengur (eða eitthvað í þá áttina). Því miður virðist þessi stjórnlist R-listans, eða öllu heldur Samfylkingarinnar, leiða til þess, að lítið er að gert, eins og "yfirborgarstjórinn" núverandi sagði í Silfrinu. Hinn nýi meiri hluti er of upptekinn við að framkvæmda hlutina, til að nenna að tala og tala um málin fram og til baka eins og Samfó vill gera. Hvað ætli það taki marga daga að skipta um ljósaperu á skrifstofu Samfó? Og hvað þurfa margar nefndir að koma að málinu?
Ég var í kaffi niðrí í Skákhöll, milli leikja í skákmótinu, þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson mætti á staðinn til að athuga þetta mál. Hann ræddi við formann T.R., sem hefur vísast greint frá því, að málið væri týnt í borgarkerfinu. Nú, það liðu ekki margir dagar, uns Vilhjálmur hafði tekið það að sér og komið hjólunum af stað. Það liðu ekki margar vikur, uns fjármagn hafði fengist til að kaupa og setja upp lyftu í Skákhöllinni. Það sem tok R-listann mánuð eftir mánuð að ræða um yfir kaffibollum, setja í nefndir og undir stóla, tók Vilhjálm bara nokkra daga að hrinda í framkvæmd, og það áður en hann varð borgarstjóri. En auðvitað þurfti TR að sækja um hjálp á réttum stöðum í kerfinu, en það hafði R-listinn ekki átta sig á að nefna. En hugsanlega hefur eitthvað farið fram á bakvið tjöldin hjá Borginni -- og kannski eru mér ekki allar staðreyndir kunnar -- en niðurstaðan er, að ekkert gerðist hjá R-listanum. Af þeim sökum mælti eðalkrati nokkur, harður andstæðingur Sjálfstæðisflokksins en varð vitni að þessu máli, svo, að það sé ekkert annað í stöðunni en að kjósa íhaldið.
Í gær, sjöunda janúar, vígði Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri síðan hina nýju lyftu, samtímis því að Skákþing Reykjavíkur var sett. Einnig voru þar fulltrúi Skeljungs, sem styrkir mótið annað árið í röð, fulltrúi Öryrkjabandalagsins og fulltrúar eldri borgara. Hvað hefði gerst, ef málið hefði haldið áfram á könnu R-listans og R-listaflokkarnir hefðu haldið áfram að stjórna borginni? Þá væri málið vísast enn í "nefnd". Ég ulla á svona stjórnunarhætti
Hvernig ætli þetta lið yrði, kæmist það til valda á landsvísu? Og er nokkuð skrítið, þó hinn nýi meiri hluti vilja einfalda stjórnkerfið í borginni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Skipstjóri Indónesíska sjóhersins!!!!!!
"Skipstjóri Indónesíska sjóhersins...". Ég hélt að slíkur maður væri kallaður aðmíráll? Eða samanstendur sjóherinn bara af einu skipi, með einn skipstjóra? Og þar að auki á"indónesíska" að vera með litlum staf.
Ekki byrjaði þessi frétt neitt sérlega vel. Bendi á: http://x-bitinn.blog.is/blog/x-bitinn/entry/98863/
![]() |
Flugvélarflak hugsanlega fundið á hafsbotni við Indónesíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Lögregluofsóknir í BNA á hendur sagnfræðingum?
Ég fékk í morgun, eins og margir aðrir sagnfræðingar, stutt bréf frá formanni vorum, háttvirtum Guðna Th. Jóhannessyni, á póstlista sagnfræðinga, Gammabrekku.
Málið er, að virtur sagnfræðingur var handtekinn fyrir að ganga yfir götu utan gangbrauta, þ.e. "jaywalking". Hann var keyrður í götuna, handjárnaður og þurfti að sitja í djeilinu í átta klst. ef ég man rétt. Hann var síðan leiddur fyrir dómara, þar sem krafist var stórfelldra fjárhæða í "bail", enda stórhættulegur maður á ferð og grunaður um alvarlegt brot. Og nú á víst löggan að fylgjast sérstaklega grannt með því, að sagnfræðingar á ráðstefnu, gangi ekki beint yfir götuna milli tveggja hótela!
Þetta er hið fáránlegasta mál og bendi ég áhugasömum á, að fylgja hlekknum hér að ofan og fara niður á "Day 3: 6 January".
En þetta er, þrátt fyrir allt, nokkuð skondið og e.t.v. dæmi um, hversu Bandaríkin eru orðin ..... ja, eigum við ekki að segja bara "skrítin"?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Sorglegt: Mel B og Murphy
Ég átta mig ekki alveg á, hvað gengur að þessu fólki þarna í USA. Hvers konar fólk er það, sem er svo aðframkomið af ást og lotningu fyrir einhverjum leikara, að það hagar sér með þessum hætti? Hvaða gagn gerir það Eddie Murphy með því að setjast um íbúð Mel B og gera hróp að henni?
Fólk á mínum aldri man helst eftir Murphy úr Bevery Hills Cop myndunum og e.t.v. Nutty Professor. Aðrir muna eftir honum úr "uppistandi". Mel B þekkja Íslendingar jafnan eftir öðrum leiðum, enda var hún kölluð "tengdadóttir Íslands" hér um tíma. Síðar fréttist einna helst af henni af frásögnum rekkjufélaga hennar, manna sem vísuðu til, að hún væri nokkuð aðgangshörð á þeim vígstöðvum.
Þau rugluðu síðan saman reitum nýlega og nú ku Mel vera ólétt eftir Murphy, þó Murphy sé ekki viss um, að hann sé faðirinn. Hann virðist því vera að gefa í skyn, að sambandsslitin hafi komið til vegna þess, að hún hafi stigið á fjalir annarra "leikhúsa". Hann hefur þó ekki sagt það beint og heldur ekki komið fram með neinar sannanir þess efnis, enda er þetta persónulegt mál svosem. En eftir að hann tilkynnti sambandsslit þeirra opinberlega, án þess að láta hana vita fyrst, er ekki að furða þó Mel hafi orðið sár út í kappann og látið lögfræðingum sínum eftir að annast málið.
En þá koma "harðkjarnaaðdáendur" Murphys til sögunnar. Ég skal viðurkenna það strax, að ég þoli ekki svona hálfvitagang. Hvaða heilvita fólk er svo yfir sig hrifið af einhverjum leikara, og það ekki neitt sérstaklega merkilegum, að það lætur hafa sig út í svona andlegt ofbeldi við konu, sem var auðmýkt og nánast svívirt opinberlega? Ég var aldrei neitt sérstaklega hrifinn af Spice Girls, gekk reyndar í einhvern internet klúbb forðum, þar sem hæðst var að þessari hljómsveit, og heldur ekki mjög spenntur fyrir Mel B eða öðrum meðlimum kryddpíanna, en stelpan á hér samúð mína alla.
Og ef Eddie Murphy hefur eitthvað vit í kollinum, mætir hann á staðinn og segir þessu hyski sínu að snautast burtu.
![]() |
Mel B. þarf lögregluvernd vegna aðdáenda Murphys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)