Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Kærður og dæmdur!
Chris Morgan, fyrirliði Sheffield United, hefur nú verið bæði kærður og dæmdur í þriggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir að slá til Robins van Persie í leik SU og Arsenal nýlega.
Gott á þennan lúða að vera gripinn af myndavélunum...rétt eins og unglingarnir þrír. Regla nr. 1: aldrei að ráðast á annan mann þegar myndavélar eru nærri. Regla nr. 2. Aldrei að ráðast á mann, period..................
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Gott fordæmi Kaupþings banka á Sauðárkróki
Þetta lýst mér á. Því miður er allt of mikið um, að fyrirtæki, sérstaklega þau stærri, fargi skjölum og öðrum gögnum. Hið sama á vitaskuld um hvað snertir minni fyrirtæki. Varðveisla gagna, eins og þessara, er mikilvægt. Forystumenn fyrirtækja, sem eiga sér langa sögu, átta sig stundum ekki á því, hversu afhending gagna er mikilvæg, eins og t.d. í þessu tilviki. Með þessari afhendingu geta sagnfræðingar í Skagafirði, Unnar Ingvarsson og félagar, eða aðrir sem áhuga hafa, rannsakað betur þetta tímabil í sögu Skagfirðinga. Hver lítill þáttur getur verið mikilvægur í heildarmyndinni, t.d. gætu þarna fundist vísbendingar sem kæmu að gagni varðandi vesturheimsferðirnar, svo eitt dæmi sé tekið.
En a.m.k: Glæsilega gert hjá Kaupþingi á Króknum. Hefði kannski mátt koma fyrr, en þetta er samt vel gert. Fleiri mættu gera slíkt hið sama og taka þátt í að byggja upp sterk héraðsskjalasöfn.
![]() |
Héraðsskjalasafn fær skjöl Sparisjóðs Sauðárkróks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Er Austurland að vaxa?

![]() |
Vettvangur fyrir öflugt þróunar og þekkingarstarf í framtíðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Hýenurnar komnar á stjá
Það er merkilegt, að þegar ljóst er orðið að almenningur er orðinn frekar andsnúinn Byrginu, þá skuli Samfylkingin koma inn eins og hetjur; engin hugsjón, engin framtíðarstefna, engin heildarsýn: Aðeins að elta þau mál, sem talið er, mas með skoðanakönnunum, að séu vinsæl meðal almennings. Í stað þess að hafa stefnu og hugsjón, fer Samfó af stað og reynir að fylgja því sem er vinsælt meðal fólksins.
Og af hverju höfðu kratarnir engan áhuga á, að hafa eftirlit með Byrginu meðan þeir voru sjálfir við völd? Ég er alveg sammála Birnu M um, að þetta er alveg hreint með ólíkindum. Á síðasta hálfa ári hefur Samfylkingin svoleiðis gjörsamlega gengið fram af manni, og það hvað eftir annað, að þetta er orðið sá flokkur, sem ég myndi síst af öllu kjósa. Og ég hef heyrt marga aðra segja það, m.a. einn vin minn, sem ER formlega séð krati. Skrítið, að flokkur sem lifir á skoðanakönnunum og að elta vilja fólksins, skuli ekki átta sig á þessu.
En manni ofbýður svo þessi vitleysa Samfylkingarinnar, aftur og aftur, að það liggur við að ég verði kjaftstopp í fyrsta skipti í mörg ár. Og Össur, hvað ertu að gera í þessum félagsskap?
![]() |
Spyrja um fjárhagsleg samskipti Reykjavíkur og Byrgisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Verður Samfylkingin litli vinstriflokkurinn í vor?
Á RUV er rætt um síðustu skoðanakönnun Gallups og má þar m.a. sjá, að Samfylkingin er að gera í sig í Reykjavík, norðurhlutanum að minnsta kosti.
Samfylkingin og vinstri Grænir mælast með jafn mikið fylgi í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir næstu Alþingiskosningar samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Vinstri Grænir og frjálslyndir mælast með jafnmikið fylgi í Reykjavíkurkjördæmi suður eða 15%. Samfylkingin er minnsti flokkurinn í Norðvesturkjördæmi.
Síðan er Samfó minnsta stjórnmálaaflið í NV, og ekki er útilokað, að Samfylkingin skrapi botninn víðar, þó xF og xB séu jafnan fastir á þeim slóðum. En víðast hvar virðist VG vera í sókn, en Samfylkingin á niðurleið. Það kemur ekki á óvart svosem, enda eru kjósendur byrjaðir sjá, að þetta hænsnabú við Hallveigarstíginn er ótrúverðugt stjórnmálaafl, a.m.k. undir núverandi forystu.
Og það versta er, að nú eru jafnvel skoðanakannanir, sem eru yfirlýst trúarbrögð Samfylkingarinnar, farnar að snúast gegn þeim.
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Súperman og Zidane!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Aftökur í Írak
Jæja, ég var víst meðal þeirra fáu, hér á blogginu, sem var ekkert mjög ósáttur við aftöku Saddams Husseins, var henni reyndar frekar hlynntari en hitt. Eins og aðrir er ég þó og var andvígur aftökum, en leyfi fyrir mitt leyti undantekningar, eins og í tilviki Saddams og einstakra annarra stórfelldra glæpamanna.
Aftökur eru, sem betur fer, frekar sjaldséðar í hinum vestræna menningarheimi, það er helst að einstaka ríki í Bandaríkjunum noti þessa aðferð til að losna við glæpamenn. En þær aftökur get ég að jafnaði illa sætt mig við og finnst vera smánarblettur á bandarísku réttarkerfi. Aftökur eru á hinn bóginn tíðar í löndum eins og Kína, og síðan í mörgum löndum íslams og í einstaka löndum öðrum. En einnig má benda á, að sums staðar er jafnvel enn ómannúðlegra að dæma menn í lífstíðar fangelsi, þar sem aðstæður eru svo slæmar, að lífstíðardómur jafngildir dauðadómi.
En varðandi fauta þessa, sem störfuðu með Saddam. Ef menn líta til t.d. Nurnberg réttarhaldanna þá var ólíku saman að jafna. Þar voru nánustu samstarfsmenn Hitlers teknir af lífi (ef þeir drápu sig ekki sjálfur fyrir aftöku), aðrir geymdir í Spandau fangelsinu, og sumir sluppu vegna skorts á sönnunum. Þar kom til, að menn þessir höfðu oft á tíðum farið jafnvel á undan Hitler og stundað glæpi gegn mannkyninu á eigin reikning, vitandi að þetta væri Foringjanum vegsamlegt. En maður spyr sig, hvaða ábyrgð þessir einna nánustu samstarfsmenn Saddams báru á ógnaröldinni í Írak. Voru þeir að fylgja skipunum Saddams, eða ráku þeir "sjálfstæða starfsemi". Ég hef ekki kynnt mér málið nægjanlega vel til að taka afstöðu hvað þetta snertir, en mig grunar þó að þessir tveir hafi verið á sama stalli og samstarfsmenn Hitlers. Þeir vissu hver heildarsýn Foringjans var, stefna hans og markmið. Þeir vissu, að veldi þeirra varð að vernda skilyrðislaust og sáu því gegnum fingur sér með morð og aðrar athafnir. Allt var löglegt til að vernda stjórnina, og auðga þá, sem þar sátu við kjötkatlana.
Ef við berum glæpi þessara manna saman við t.d. glæpi þá, sem framdir voru á Balkanskaga um og eftir 1990, er ólíku saman að jafna, þó morð sé morð, sama hver drýgir eða fremur. Á Balkanskaga var stríð, þar sem fólk skiptist í "við" og "hinir". Og "hina" varð að knésetja. En í Írak voru Saddam og kumpánar hans að drepa og kúga eigin þegna, og það í stórum stíl. En menn geta síðan metið það fyrir sig, hver og einn, hvort sé alvarlegra, að myrða eigin þegna eða "hina" - óvinina, sé einhver munur þar á, siðferðislega séð.
Ég veit satt best að segja ekki hvað mér á að finnast um dauðadómana yfir þessum tveimur glæpamönnum. Ég hallast þó frekar að því persónulega, að þessa náunga eigi að loka inni, en mín skoðun ræður engu í þessu. Væri þó ekki ágætis lausn, að sleppa a.m.k. flestum Guantanamó-föngum, og hola þessu hyski þarna niður? En á móti kemur, að menn þessir eru Írakar og eiga víst að dæmast eftir íröskum lögum, sem meira eða minna voru sett af þeim stjórnarherrum, sem nú eru dæmdir. Annað er, að hingað til hefur það ekki þótt mikið tiltökumál í hinum íslamska heimi, að taka glæpamenn af lífi, eða fallna stjórnarherra. Því má ætla, að jafnvel þótt Bandaríkjamenn reynist óviljugir að hola þeim niður nokkur fet, er líklegt, að núverandi stjórnvöld í Írak verði því andsnúin, enda er þetta fyrst og fremst íraskt innanríkismál, þótt ýmsir aðilar hafi viljað gera úr því áróðursboðskap gegn Bandaríkjunum. Brot þessara manna voru gegn Írökum og því eiga Írakar sjálfir að dæma þá. Og ef Írakar vilja hengja þá eins og hunda, hlýtur sú lausn að verða niðurstaðan, þegar öll kurl verða komin til grafar, sama þótt einhver muppets í Evrópu eða annars staðar rísi upp og mótmæli.
![]() |
Aftökum í Írak frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Bagdad-Jerúsalem-Andalúsía
Nýjasta nýtt frá Memri snertir m.a. yfirlýsingar eins leiðtoga uppreisnarmanna súnníta í Írak um "hersetu Írana í Bagdad". Þar segir m.a.
Commander of the Islamic Army in Iraq on "The Iranian Occupation of Baghdad" On December 29, 2006 Islamist websites posted a written message by the commander of the Islamic Army in Iraq. The message declares that the most crucial battle being fought today in Baghdad is not the battle against the American occupation, but rather the battle against the "Iranian occupation." The message calls upon the mujahideen to fight this occupation just as steadfastly as they fight the Americans, and on the entire Islamic nation not to abandon Baghdad "like they [abandoned] Jerusalem and... Andalusia." The message urges all Muslims to assist the mujahideen in Iraq by providing them with good advice, by offering them material help, and by publishing only information which assists the cause.
Ég vil vekja hér athygli á einum þætti í þessum pistli, nefnilega tengingunni Jerúsalem-Andalúsía. Ég hef hér áður rætt um, að íslam skiptir heiminum í tvo hluta, heim íslams (dar al-islam) og heim stríðs (dar al-harb). Sá fyrrnefndi nær yfir öll þau svæði, öll þau lönd, sem einu sinni hafa lotið íslam, þar á meðal Spánn, Sikiley, Balkanskagi og víðar. Af þessum löndum eru tvö svæði, sem múslimum þótti sárast að missa, Jerúsalem og Andalúsía. Múslímar réðu Spáni í nokkrar aldir, meira eða minna, og voru ekki endanlega sigraðir fyrr en um sama leyti og Kólumbus sigldi í vesturveg, 1492. Á Spáni var blómleg menning, þar sem múslimar, Gyðingar og Spánverjar lögðu saman í púkk. Um hríð var þarna helsta menntasetur Evrópu, í Cordóba, meðan myrkar miðaldir fáfræðis og afturhalds kaþólskra réði yfir hinni kristna heimi. En hinir kristnu náðu smám saman að hrekja Márana, múslima á Spáni, yfir Gíbraltarsund, og Gyðinga hingað og þangað um heiminn. Eftir stóð rammkaþólskur Spánn, þar sem rannsóknarrétturinn komst til áhrifa. En múslimum sveið missir Spánar. Þar var síðasta vígi fyrstu kalífaættarinnar, Umayyada, meðan Abbasídar brutu niður kalífaveldi Umayyada í Damaskus og fluttu kalífdæmið til Bagdad. Abbasítar voru fyrst og fremst stjórnmálamenn, ekki trúarleiðtogar og því er ekki að furða, þótt trúaðir múslimar samtíma okkar í dag líti aftur til þeirra, sem brutu leið fyrir íslam til yfirráða yfir Miðjarðarhafssvæðinu. Þeir gerðu íslam að stórveldi á heimsvísu með því að samtengja trúarbrögðin íslam og stjórnmálaleg yfirráð; sneru kristnum mönnum til "réttrar" trúar en masse, og brutu pólítískt vald þeirra á bak aftur. Og það voru Ummayyadar sem reistu Al-Aqsa í Jerúsalem og gylltu Klettahvelfinguna.
Þess vegna þarf að frelsa Bagdad-Jerúsalem-Andalúsíu undan veldi "Abbasíta":
1. Frelsa Bagdad undan svikurum innan íslam, þ.e. shítum, og verndurum þeirra úr hópi krossfara, þ.e. Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.
2. Frelsa Jerúsalem undan Abbas, að þessu sinni Abbas, forseta heimastjórnarinnar.
3. Frelsa Andalúsíu undan "krossförunum".
Og þetta þarf að gerast í réttri röð. Fyrst þarf að frelsa Bagdad, síðan Jerúsalem, og þegar það hefur verið gert, má fara að huga að Andalúsíu, sem, að mér skilst, er samnefnari hjá mörgum yfir evrópsk lönd, sem tilheyra "heimi íslams": t.d. Sikiley, Kýpur, Grikkland, Balkanskagi osfrv.
En fyrst Bagdad og Jerúsalem -- síðan fylgir "Andalúsía" á eftir.
Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Flashback
Á RUV birtist eftirfarandi frétt:
22 ferðamenn lokuðust inni í Cango-hellunum í Suður-Afríku þegar nokkuð breiðvaxin kona hrasaði á leið út um þröngan innganginn. Konan sat föst í tíu klukkustundir.
Meðal þeirra sem lokuðust inni, var sykursjúkur maður og tvö astmaveik börn. Björgunarmanni tókst að skríða yfir konuna með insúlín, vatn, súkkulaði og teppi meðan félagar hans reyndu að losa stífluna. Með því að smyrja konuna og klettana í kringum hana með matarolíu, tókst að lokum að draga hana út. Kostnaður við björgunina nemur sem svarar 400.000 íslenskum krónum.
Í fyrsta lagi er þetta svolítið skondið, þó alvarlegt hafi verið, en fyrir mig snertir þessi saga gamlar minningar. 1995 var ég staddur með vinum minum í Egyptalandi og fórum við m.a. að skoða píramídana á Giza. Fórum við inn í einn þeirra, eftir þröngum gangi, og loftlitlum. Á leiðinni út gerðist það, að bandarískir túristar komu á móti og einn þeirra, frekar þéttur á velli, sat fastur í ganginum og við, sem vorum á útleið, urðum að bakka í átt að loftopi, til að kafna ekki. En eftir á gátum við hlegið að þessu; rétt eins og ég er viss um, að gerðist þetta skiptið í Cango.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)